Morgunblaðið - 30.12.2022, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.12.2022, Qupperneq 22
Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 Raðauglýsingar Tilkynningar Útboð vetrarþjónustu í Súðavík Súðavíkurhreppur auglýsir útboð á vetrarþjónustu í Súðavík. Tilboðsfrestur er til kl. 12:00 þann 5. janúar 2023. Útboðsfundur verður haldinn 5. janúar 2023 kl. 13:00 í Álftaveri, Grundarstræti 1 í Súðavík. Útboðum má skila rafrænt á jbh@verkis.is og bragi@sudavik.is eða til skrifstofu Súðavíkurhrepps. Nánari upplýsingar um útboð á heimasíðu Súðavíkurhrepps á sudavik.is en einnig fást frekari upplýsingar hjá byggingafulltrúa Súðavíkurhrepps, Jóhanni Birki (jbh@verkis.is s. 898 3772) og sveit- arstjóra Súðavíkurhrepps (bragi@sudavik.is). Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411- 2600. Boðinn Opið fyrir mat, félagsstarf er í jólafríi. Gleðilegt nýtt ár. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 10:00-11:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Lokum kl. 14:00. Gerðuberg Opnunartímar yfir hátíðarnar: kl. 10:00 - 15:00 Gjábakki Opin handavinnustofa kl. 8.30 til 14. Gullsmári Opið fyrir mat og kaffi, félagsstarf er í jólafríi. Gleðilegt nýtt ár. Vantar þig fagmann? FINNA.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Sendibílar Iveco S35 Ekinn 11900 km sk 11.2021 Mercedes Benz 314 CDi 19500 km sk 11.2021 Toyota Proace stuttur Ekinn 26900 km 08.2019 Renault Master Ekinn 92 þ km 04.2019 Renault Trafic Ekinn 41 þ. km 04.2019 Ford Transit með kassa og lyftu 3500 kg. Ekinn 106 þ.km 12.2018 Uppl. 8201071 kaldasel@islandia.is ✝ Sæmundur Jónsson fædd- ist 25. október 1948 í Reykjavík. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi 16. desember 2022. Foreldrar Sæ- mundar voru Jón Árnason, f. 12.8. 1926, d. 10.4. 1998, bóndi á Bala, Þykkvabæ, og Svava Þuríður Árnadóttir, f. 9.6. 1927, d. 17.2. 2021, húsmóðir. Systkini Sæmundar eru: Guð- rún, f. 12.4. 1944, d. 28.11. 1997; Árni, f. 9.6. 1950; Mar- grét, f. 16.2. 1952; Ragnheiður, f. 26.4. 1954, d. 30.10. 2019; El- ín, f. 4.6. 1956; Loftur Andri, f. 18.9. 1957; Pálmi, f. 11.11. 1958. Hann kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Þór- unni Ragnars- dóttur, f. 17.7. 1945, hinn 8. októ- ber 1967. Þau eign- uðust tvær dætur, Sigríði Þórdísi, f. 12.1. 1968, og Þór- unni Svövu, f. 7.11. 1970. Barnabörnin eru fimm: Birna, Þórunn Dís, Oddný Ragna, Sæmundur Friðrik og Arndís Fjóla, og tvö langafa- börn, Aldís Berglind og Loclan Safír. Útför hans verður frá Ár- bæjarkirkju í Holtum í dag, 30. desember 2022, klukkan 13. Afi Sæmundur ólst upp á Bala í Þykkvabæ. Fór ungur til sjós við Reykjanes og var þar nokkur misseri. Vann svo við að leggja raflínur á Norður- landi. Kom þá aftur suður og hóf nám í bifvélavirkjun í Iðn- skólanum á Selfossi og lauk því sem bifvélavirkjameistari 1975. Vann hann einnig sem vörubíl- stjóri með eigin rekstur á vörubílstjórastöðinni Þrótti í Reykjavík. Hann stundaði einnig smá búskap með sauðfé og undi hag sínum vel þar. Honum þótti fátt skemmti- legra en að keyra og flestallt sem viðkom vélum og tækjum. Manngæska hans kom til dæm- is þannig fram að alltaf ef hann sá bíl bilaðan úti í kanti, stoppaði hann og vildi hjálpa til og reyna að laga ef hægt var. Amma sagði mér oft sög- una af því þegar fjölskyldan var á ferðalagi um landið og afi sér rútu stopp úti í kanti. Hann fór til að kíkja á hvað væri að og konurnar í fjöl- skyldunni voru löngu orðnar vanar þessum stoppum. En það sem lét ömmu setja í brýrnar í þetta skiptið var að sjá á eftir honum undir rútuna í glænýja hvíta jakkanum sem keyptur var fyrir ferðalagið. Afiiii. Við barnabörnin sögð- um þetta með ákveðnum syngj- andi hljómi og með því gáfum við þessu orði alla okkar ást og væntumþykju. Hann svaraði okkur alltaf með ást og enda- lausri þolinmæði. Hann skipti ekki skapi við okkur sama hvað við gerðum af okkur, nema kannski einu sinni eða tvisvar, en þá áttum við það sannarlega skilið. Við smituðumst fljótt af veiðidellunni sem átti hug hans allan á milli þess að keyra eða laga bíla. Það sem hann var boðinn og búinn að laga flækt veiðihjól eða losa fasta spúna einhvers staðar úti í vatni. Afi var besta fyrirmynd sem hægt var að finna. Hann var ofurhetjan okkar allra og fyrir okkur gat hann bókstaflega allt. Nema borða kjúkling, það fannst okkur agalega fyndið. Þolinmæðin gagnvart okkur var með ólíkindum þar sem oft eltum við hann um allt hús. Þetta gekk jafnvel svo langt að þegar Oddný var að taka sín fyrstu skref lá henni svo á að elta hann að hún datt og braut í sér framtennurnar. Ég minnist þess sérstaklega að þegar hún datt og fótbrotn- aði veit hún hreinlega ekki hvort þeirra fann meira til; ég í fætinum eða hann afi í afa- hjartanu sínu. Afi – heimurinn er tómlegur án þín hér. Þórunn Dís Þórunnardóttir. Oddný: Já, hann afi kenndi okkur margt. Bæði í anda og verki, því hann var svo ein- stakur maður í alla staði. Þol- inmæði, góðmennska, dugnað- ur og kunnátta. Við erum öll einstaklingarnir sem við erum í dag, að stórum hluta þökk sé honum. Ég vildi óska þess að sonur minn hefði fengið tæki- færi til þess að kynnast ástinni sem hann gaf okkur frá okkar fyrstu augnablikum, og heiti því að gera mitt besta við að ala Lochlan upp með sömu lífs- gildi og hann ól í okkur. Ég mun sjá til þess að hann fái að heyra allt um hvað langafi hans var yndislegur maður og enn betri afi, því ég get ekki hugsað mér að einhver fái að gleyma honum. Stundum var afi ekki maður margra orða, en þrátt fyrir það þá leyfði hann okkur alltaf að tala, þó það væri stundum svolítið mikið. Samanber bílferð sem við tók- um saman frá Reyðarfirði, alla leið heim á Hellu. Ég held ég hafi talað af honum eyrað í þessari ferð, og hann var upp- gefinn á mér þegar heim var komið, en hann bað mig ekki einu sinni um að hætta að tala, og svaraði öllum fáránlegu spurningunum sem ultu út úr mér. Ég mun geyma þig alla ævi, elsku afi, og hlakka til þess að minn tími komi, bara svo ég geti knúsað þig aftur. Sæmi: Við afi brölluðum margt saman, enda fylgdi ég honum eins og hundur, sama hvað, þó það væri kannski ekki alltaf hjálplegt. Afi var alltaf númer eitt hjá mér, og ég vildi læra allt sem hann kunni. Þrátt fyrir að húsverkin tækju mun lengri tíma með mig í eft- irdragi, þá leyfði hann mér nánast alltaf að koma með, og minningarnar eru endalausar. Ég var stundum erfiður, og prakkarastrikin stundum svæsin, en aldrei skammaði hann mig með illindum. Ég held ég gleymi seint, ef þá nokkurntíma, því sem hann hefur kennt mér og kem ég til með að minnast hans í hvert skipti sem ég tek upp veiði- stöng eða vesenast í bílum. Elsku afi, takk fyrir allt, ég gleymi þér aldrei og mun alltaf sakna þín. Arndís: Ég fékk því miður ekki tækifæri til þess að kynn- ast afa jafn vel og hin barna- börnin því ég var bara ellefu ára þegar við fluttum til Kan- ada, en ég get alveg tekið und- ir allt sem þau hafa að segja. Afi var fullur af ást og þol- inmæði gagnvart okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Hann gaf okkur til dæmis öll- um kindur, þó svo hann sæi al- veg um þær, og við montuðum okkur öll af því við skólafélaga okkar, með stolti. Þrátt fyrir fjarlægðina, þá fann ég alltaf fyrir ástinni og mun varðveita hana um alla mína daga. Elsku afi, hvíldu í friði. Afi, heimurinn er tómlegur án þín og við söknum þín sárt. Þín barnabörn, Oddný Ragna, Sæmundur Friðrik, Arndís Fjóla og Birna Arnarsbörn. Sæmundur Jónsson ✝ Kjartan Blön- dal fæddist í Reykjavík 28. sept- ember 1935. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Seltjörn 21. desember 2022. Foreldrar hans voru Ilse Luchter- hand Blöndal, fædd í Danzig 17. ágúst 1903, d. 17. ágúst 1987 og Ragnar Halldór Blöndal forstjóri, fædd- ur í Winnipeg, Kanada 3. maí 1901, d. 29. júní 1943. Systur Kjartans eru Valdís, f. 17. febrúar 1928, gift Birgi Frí- mannssyni, f. 14. apríl 1926, d. 24. janúar 2001, og Hanna Soffía, f. 13. september 1933, d. 31. október 2008, gift Herði Frí- mannssyni, f. 15. nóvember 1927, d. 6. desember 2015. Eiginkona Kjartans var Þóra Blöndal, f. 26. júlí 1936, d. 28. febrúar 2018. Þau gengu í hjónaband 29. september 1956. Börn þeirra eru: 1) Svanhildur, f. 16. janúar 1957. Maki: Júlíus dóttur. Unnur Lilja, f. 14. októ- ber 1981, maki: Elís Már Kjart- ansson, f. 16. ágúst 1978. Þau eiga þrjú börn. Þórdís Anna, f. 9. janúar 1992, maki: Aron Bergsson, f. 3. maí 1988. Hún á tvö börn. Benedikt Ari, f. 13. ágúst 1995, maki: Kolfinna Katla Jóhannesdóttir, f. 24. mars 1987. Kjartan lauk prófi frá Versl- unarskóla Íslands árið 1955. Að námi loknu hóf hann ásamt bekkjarbróður sínum útflutning á ferskum sjávarafurðum til Hollands. Árið 1961 stofnaði hann ásamt mági sínum steypu- stöðina og verktakafyrirtækið Verk hf. og var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins til ársins 1974. Árið 1977 var Kjartan ráðinn framkvæmda- stjóri Sauðfjárveikivarna og sinnti því starfi til ársins 1995. Samhliða rak hann eigið fast- eignafélag. Kjartan og Þóra bjuggu í Efstaleiti 14. Þau áttu um árabil einnig annað heimili í Flórída í BNA. Síðustu árin dvaldi Kjartan á hjúkrunarheim- ilinu Seltjörn. Útför Kjartans Blöndals fer fram frá Seltjarnarneskirkju, í dag, 30. desember 2022, kl. 13. Vífill Ingvarsson, f. 18. júní 1951. Börn þeirra eru Helgi Vífill, f. 15. maí 1983, maki Elísabet Jónsdóttir, f. 7. ágúst 1976, börn þeirra eru Viktor Vífill, f. 2015, og Áslaug Marta, f. 2018. Gunnar, f. 5. október 1988, maki: Birna Þorvalds- dóttir, f. 2. ágúst 1989. Dóttir þeirra er Droplaug, f. 2022. Íris Þóra, f. 5. október 1988, maki: Guðjón Örn Ingólfsson, f. 23. september 1983. Sonur þeirra er Júlíus Ingi, f. 2015. Sonur Júl- íusar Vífils er Halldór Kristinn, f. 30 júlí 1972, maki: Ólöf Huld Helgadóttir, f. 26. mars 1974. Þau eiga fjögur börn. 2) Ragnar Halldór Blöndal, f. 13. nóvember 1961, maki: Ari Blöndal Egg- ertsson, f. 17. september 1959. Börn Ara eru Sigríður Didda, f. 24. janúar 1979, maki: Matthías Freyr Matthíasson, f. 1. febrúar 1980. Hún á tvö börn og stjúp- Tengdafaðir minn Kjartan Blöndal hefur nú lagt í sína hinstu för. Hann skilur eftir sig margar ljúfar minningar og söknuð hjá okkur sem kynnt- umst honum á langri lífsleið. Þegar litið er yfir uppvöxt og ævi Kjartans má sjá að hann tók mannkosti beggja foreldra sinna með sér inn í lífið. Áhugann á ferðalögum og ólíkum menning- arheimum sótti hann til móður sinnar, Ilse, sem fædd var í Dan- zig og uppalin í Cottbus. Hún var hispurslaus en grandvör og kurteis og þá góðu eiginleika til- einkaði Kjartan sér í mannlegum samskiptum. Kjartan var aðeins sjö ára þegar faðir hans, Ragnar Halldór Blöndal, lést óvænt eftir skammvinn veikindi. Ragnar var djarfur og útsjónarsamur við- skiptamaður sem vegnaði vel. Það orð fór af honum að hann væri bæði heiðarlegur og orð- heldinn. Eðliskostir Ragnars voru syni hans fyrirmynd alla tíð. Kjartan lauk prófi frá Verzl- unarskóla Íslands árið 1955 og fór að því loknu í framhaldsnám í Þýskalandi. Í Verslunarskólan- um kynntist hann lífsförunauti sínum, Þóru Sigurðardóttur, sem stundaði nám í sama skóla og hún lauk prófi þaðan árið 1956. Þau gengu í hjónaband sama ár og voru sem eitt, fallega sam- rýnd alla ævi, eða þar til Þóra lést árið 2018. Að námi loknu hóf Kjartan ásamt skólabróður sínum út- flutning á ferskum sjávarafurð- um flugleiðina til Amsterdam. Þetta var brautryðjandastarf sem keyrt var áfram af dirfsku en mætti ýmsum ófyrirséðum hindrunum. Til Hollands flutti Kjartan með Þóru og litlu dótt- urina Svanhildi. Þarna kom sér vel að Kjartan talaði óaðfinn- anlega þýsku en að hans sögn komst hann lítið áfram í við- skiptum við Hollendinga fyrr en viðsemjendur fengu að vita að hann væri íslenskur. Andstreymið sem útflutningur sjávarafurða mætti dró ekki úr einbeittum vilja Kjartans að koma undir sig fótunum og verða sjálfstæður í atvinnu- rekstri. Um leið og heim var komið stofnaði hann ásamt mági sínum, verkfræðingnum Birgi Frímannssyni, verktakafyrirtæk- ið Verk hf. Þeir mynduðu öflugt teymi. Fyrirtækið óx og var m.a. með fyrstu sjálfvirku steypustöð landsins og framleiddi steyptar húseiningar, sem var nýjung hérlendis. Eftir að þeir Birgir ákváðu að hætta sameiginlegum rekstri tók Kjartan að sér starf fram- kvæmdastjóra Sauðfjárveikiv- arna og sinnti því í 18 ár. Þegar Kjartan leit yfir farinn veg sagði hann gjarnan að skemmtilegast hefði honum þótt að fara um sveitir landsins á vegum Sauð- fjárveikivarna og kynnast fegurð íslenskrar náttúru og eignast vini úr bændastétt. Hesta- mennskan átti hug Kjartans um þessar mundir en slæm bylta batt enda á það áhugamál. Um áratug var Pompano Beach á Flórída annað heimili þeirra hjóna. Þau kunnu vel að meta milt loftslagið en þó ekki síður vingjarnlegt viðmót þeirra sem þau kynntust á þessum slóðum. Á golfvellinum kynntist Kjartan góðum vinum. Þarna held ég að þau Þóra og Kjartan hafi átt sínar bestu stundir. Við kveðjum Kjartan og þökk- um gefandi samverustundir með honum þar sem kímnigáfa hans og frásagnargleði fengu að njóta sín. Blessuð sé minning hans. Júlíus Vífill Ingvarsson. Kjartan Blöndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.