Morgunblaðið - 30.12.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.12.2022, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 DÆGRADVÖL24 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Til hamingju með daginn Stjörnuspá Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir 40 ÁRA Dúfa er fædd og uppalin á Sauðárkróki og fluttist þangað aftur árið 2012. Hún er íþróttafræðingur frá Laugarvatni, er með UEFA-A gráðu í fótboltaþjálfun og er íþróttakennari við Árskóla. Dúfa spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands í bæði fótbolta og körfubolta og var atvinnumaður einn vetur með körfuboltafélaginu Gimle í Bergen. Hún varð Noregsmeistari með þeim og varð einnig Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki. FJÖLSKYLDA Dúfa er gift Díönu Dögg Hreinsdóttur, f. 1982, húsverði í íþrótta- húsinu á Sauðárkróki. Dætur þeirra eru Ellen Día, f. 2012, Evey Díana, f. 2015, og Eydís Dimma, f. 2022. Foreldrar Dúfu eru hjónin Steinunn Hjartardóttir, f. 1948, lyfjafræðingur og kennari, og Ásbjörn Karlsson, f. 1947, fv. áfangastjóri í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þau eru búsett á Sauðárkróki. Nýr borgari Sauðárkrókur Eydís Dimma Dúfu- dóttir fæddist 27. júlí 2022 kl. 17.58 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún vó 4.190 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir og Díana Dögg Hreinsdóttir. 21.mars - 19. apríl A HrúturHikaðu ekki við að sýna frumkvæði í dag.Viðfangsefni sem tengjast ástar- sambandi eru efst á baugi, ef þú reynir að spá í eitthvað annað ertu að synda ámóti straumnum. 20. apríl - 20.maí B Naut Þú ert óhræddur. Leggðu þig fram við að sýna dýpt tilfinninga þinna.Gerðu það að markmiði þínu að sýna öðrumþínar bestu hliðar. 21.maí - 20. júní C TvíburarVerið á tánumgagnvart þeim tækifærum sem kunna að bjóðast.Taktu öllu sem kemur upp ámeð þolinmæði því tíminn vinnurmeð þér. 21. júní - 22. júlí D Krabbi Þú þarft að leysa vandamál sem krefstmikillar einbeitingar og yfirsýnar. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir að leggja svomikið á þig. 23. júlí - 22. ágúst E LjónVeltu því fyrir þér hvaða stefnu líf þitt er að taka og hvert þú stefnir. Ekki lofa meiru en þú getur staðið við í dag. 23. ágúst - 22. september F MeyjaÞú þarft að hrista af þér slenið, bretta upp ermarnar og taka þinn þátt í því sem gera þarf. Nú er tími til að nota þekkinguna. 23. september - 22. október G Vog Það er löngu tímabært að þú sýnir ástvinum þínumhvern hug þú berð til þeirra. Þér finnst fáránlegt af fólki að röfla yfir hlutum sem í raun aldrei gerðust. 23. október - 21. nóvember H Sporðdreki Það er nauðsynlegt að hugsa vel um líkamann, rækta hann og styrkja. Vertu viss um að þú sért nægilegamarkviss í samskiptum við aðra. 22. nóvember - 21. desember I Bogmaður Þú vilt skipuleggja umhverfi þitt en um leið kannt þú að fá félaga þinn eða einhvern nákominn upp ámóti þér. Sá eini sem tapar á lausmælgi ert þú sjálfur. 22. desember - 19. janúar J Steingeit Þótt þú lendir í einhverjumótlæti um skeiðmáttu ekki láta það á þig fá.Allir bera ábyrgð á sínum eigin gjörðum. 20. janúar - 18. febrúar K Vatnsberi Það er gott að vera gleðigjafi en mundu að oft er skammtmilli hláturs og gráts. Reyndu að fá yfirsýn yfir heildar- myndina án þess að hafa áhyggjur af smáatriðunum. 19. febrúar - 20.mars L Fiskar Þú gerir þér skýra grein fyrir því í dag að þú verður að taka viðhorf annarrameð í reikninginn ef þúætlar að námarkmiðum þínum.Ekki láta deigan síga, þú færð þitt fram að lokum. Guðrún Fjeldsted, bóndi og reiðkennari – 70 ára Enn þámeð reiðskólann G uðrún Fjeldsted er fædd 30. desember 1952 í Reykjavík og ólst upp í Ferjukoti við Hvítá í Borgarfirði. Næmni fyrir náttúrunni er henni í blóð borin enda af miklum veiðimönnum komin. Faðir hennar var annálaður stangveiðimaður. „Ég drakk í mig veiðibakteríuna og kraft jökulvatnsins með móður- mjólkinni. „Þegar ég var 11 ára kom Skúli Kristjánsson frá Svignaskarði í Ferjukot og spurði foreldra mína að því hvort hann gæti fengið mig sem knapa á hestinn sinn Tilbera á Faxaborg í kappreiðar. En for- eldrar mínir voru alltaf jákvæðir fyrir að leyfa mér að reyna ein- hvað nýtt. Ég var yngsti knapinn sem hafði keppt í kappreiðum og eitt vandamál þurftum við Skúli að glíma við, ég var alltof létt, en ég þurfti að vera 64 kg með hnakk. Fyrst var látinn sandur í hnakktösku en það reyndist ekki vel. Eftir það var saumað vesti sem hægt var að þyngja með sandi. Síðan fórum við að setja blý í hnakkinn. Seinna meir fór ég að hleypa hestum fyrir fleiri eigendur með góðum árangri. Bestum árangri náði ég á Þjálfa frá Flatey í Horna- firði, hesti Sveins K. Sveinssonar. Ég fór víða um land á kappreiðar og kynntist mörgu góðu fólki.“ Guðrún gekk í barnaskólann á Varmalandi fyrstu árin og fór síðan í Gagnfræðiskólann í Borg- arnesi og bjó þá hjá ömmu sinni. Árið 1970 eftir gagnfræðipróf fór Guðrún til Austurríkis fyrir til- stuðlan Gunnars Bjarnasonar, þar sem hún vann við íslenska hestinn og sótti reiðkennslu. Haustið eftir fór hún í Bændaskólann á Hvann- eyri. „Ég var eina stúlkan með 78 strákum, þetta var ógleymanlegur tími.“ Árið 1975 fór hún síðan í Húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði. Eftir Hvanneyri gerðist Guðrún reiðkennari hjá hestamannafélag- inu Fáki í Reykjavík á veturna í átta ár. Á sumrin starfaði hún í 23 ár sem leiðsögumaður fyrir erlenda veiðimenn í Grímsá. „Í frí- tímanum fór ég með þá á hestbak og í framhaldi seldi ég þeim hesta til Bandaríkjanna. Einnig fór ég fjórar ferðir með reiðnámskeið til Færeyja og kynntist frábæru fólki.“ Guðrún gekk í Félag tamninga- manna 1974 og útskrifaðist sem reiðkennari frá því félagi. Árið 1972 tók hún að sér að kenna reið- mennsku á vegum hestamanna- félagsins Faxa á Faxaborg. Þegar hún flutti á Ölvaldsstaði 1980, sem er skammt frá Ferjukoti, flutti hún reiðskólann þangað og rak hann síðan þar. „Ég hef alla tíð haft gríðarlegan áhuga á reiðþjálf- un fatlaðra og verið í fararbroddi á því sviði. Ég tel íslenska hestinn einstakan í þá kennslu. Ég sótti námskeið í reiðþjálfun fatlaðra hjá Wilson College í Bandaríkjunum og lét sérsmíða hnakkinn Seif sem hefur nýst bæði hérlendis og erlendis fyrir hreyfihamlaða. Ég byggði mér einnig reiðskemmu sem er sérútbúin fyrir fatlaða.“ Guðrún starfaði einnig um skeið í Skotlandi við tamningar og þjálfun á íslenskum hestum sem átti að nota í hálendisferðir. Hún starfaði sem forðagæslumaður hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands í 40 ár. Guðrún sat í bæjarstjórn Borg- arbyggðar og sem formaður bæjarráðs í fjögur ár. Hún var formaður Félags hrossabænda á Vesturlandi í fimm ár og formað- ur hestamannafélagsins Faxa í sjö ár. Hún er heiðursfélagi hjá Hestamannafélaginu Borgfirðingi og fékk einnig gullmerki Lands- sambands hestamannafélaga fyrir vel unnin störf. Hún hefur verið stjórnarmaður í veiðifélagi Norð- urár síðastliðin fimm ár og hefur verið réttarstjóri í Svignaskarðs- rétt síðastliðin 19 ár. Hún er í Lionsklúbbnum Öglu í Borgarnesi. Knapinn Guðrún er enn að keppa og er hér á keppnishestinum sínum, Polka frá Ósi, í apríl í Reiðhöllinni. Í Hvítá Guðrún við vitjun. Á FaxaborgGuðrúnmeð foreldrum sínum á fyrstu kappreiðunum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.