Skátakveðjan - 01.12.1940, Page 6

Skátakveðjan - 01.12.1940, Page 6
4 SKÁTAKVEÐJAN VIKTOR RYDBERG HERRA, HVERT ÆTLARÐU? Vopnaðir þjónar réttvísinnar rudd- ust inn á heimili Péturs og Páls, tóku postulana höndum, drógu þá með sér áleiðis til mamertinska fangelsis- ins, og lctu liöggin dynja á þeim á meðan. í Róm gengu manna á meðal ýms- ar sögur um ógnir þessa fangelsis, og drógu þeir sízt úr sögusögnunum, sem þekktu þar til að einhverju leyti. Mamertinska fangelsið eða Tulli- anum, en svo var það einnig kallað, stóð og stendur enn i dag við rætur Kapitol-hæðarinnar, rétt hjá róm- verska torginu. Leiðin að fangelsinu, þessi Vegur andvarpanna, lá fyrst upp þrep, sem gerð höfðu verið í brekkuna, þar til komið var að járn- hliði einu. Það ldið var sjaldan opn- að til útgöngu nokkrum fanga, nema þegar hann var fluttur á aftökustað- inn, svo fremi, að hann liafði ekki áður verið ráðinn af dögum í fang- elsinu með pyndingum eða hungri. fagna þeir jólunum, fæðingarhátíð hans. Þessvegna kveikja þeir ljós og þrá að bera ljós til þeirra, sem í myrkrum sitja. Kvenskátar: Kveikið ljósin'— jóla- ljósin! Látið birtu þeirra ljóma, með lífi yðar og starfi, sem víðast. j Þannig boðið þér bezt fögnuð jól- anna. Gleðileg jól! Sigurgeir Sigurðsson. Þegar inn fyrir hliðið kom, voru postularnir leiddir inn í sal, er skreyttur var einföldum freskó-mál- verkum. Sá, sem myndirnar málaði, liefir án efa ekki gert sér ljóst, hve bitur mótsetning var milli gleði- mynda hans. og þess svips, er hvildi vfir staðnum, og hugarástands hinna óhamingjusömu manna, er hann gistu. I miðju gólfi var ferhyrnt op. Voru fangarnir leiddir niður mjóan stiga, en þá tók við dimm og rök hvelfing, er var hið eiginlega mamer- tinska fangelsi. Er álitið að það sé byggt á dögum rómversku konung- anna, um 700 árum fyrir Krists burð. Hér blasti við föngunum samskonar op og hið fyrra, og var það inngang- ur að hinu hræðilega Tullianum, sem var lág og þröng livelfing. „Það er hryllilegt“, segir Sallustius, „vegna óhreininda, myrkurs og óþefs.“ Með- al hinna mörgu, er í þessari gröf hafa gefið upp andann, geta árbæk- ur Rómaborgar um Afríkukonung- inn Jugurta og Lentulus og Cetegus, samsærismenn Catilínu. 1 níu langa mánuði voru postul- arnir lokaðir inni i gröf þessari, á meðan þeir biðu dauðadómsins. En þeir voru þar ekki einir. Rúmlega 40 fangar lifðu þar við sömu kjör. Þeirra á meðal voru margir illræð- ismenn, en einnig margir saklausir menn, sem grunsemdir Nerós höfðu orðið að falli, eða þangað voru komnir vegna haturs einhverra gæð- inga hans.

x

Skátakveðjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátakveðjan
https://timarit.is/publication/1760

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.