Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi,
Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101
reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hvað ætli
hafi drifið
alþingis-
menn til
að ætla
þannig að
ákveða
fyrir hönd
íslensks
vísinda-
fólks hvað
er ákjósan-
legt að
rannsaka?
Múgæs-
ingur?
Flokkur
fólksins
lagði fram
tillögu um
heima-
greiðslur
til foreldra
meðan
þeir bíða
eftir leik-
skólaplássi
fyrir börn
sín.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
ser@frettabladid.is
Áfengisskylda
Vegir hins opinbera eru órann
sakanlegri en Guðs almáttugs,
síðasta sönnun þess er alls
herjarkrafa Isavia suður með
sjó um áfengisskyldu allra
matarbúllanna í f lugstöð Leifs
heppna Eiríkssonar. Fyrir vikið
er einn vinsælasti matarbarinn
á staðnum, hinn safaríki Jói,
að hrökklast út með alla sína
hollustu, en forkólfar þessarar
dáðu djúsgerðar telja það engan
veginn samrýmast heilnæmi
staðarins að selja áfengi ofan í
ávaxtablönduna. Ekki er með
öllu vonlaust að hafa samúð
með sölumönnum þessum, enda
óskiljanlegt að ríkisfyrirtæki
geri það að skilyrði að leigutakar
hafi brjóstbirtuna til sölu.
Mathallirnar
Eftir að baðstöðum hefur verið
komið fyrir í öllum byggðum
bólum á Íslandi er komið að því
að troða mathöllum í hvaða hús
næði sem er. Það losnar ekki fer
metri svo að ekki sé þar kominn
bás og kokkur fyrir innan. En sitt
sýnist hverjum, enda er verð
lagningin á matvörunni kannski
ekki alveg í takti við það að
kúnninn þarf svo að segja að
gera allt sjálfur.
Sem minnir á flugið nú til dags,
en þar er svo komið að miða
kaupandinn þarf að gera allt
sjálfur, nema að fljúga vélinni,
sem er kannski næsta skref. n
Kolbrún
Baldursdóttir
oddviti Flokks
fólksins í
borgarstjórn
Í dag, 17. janúar, hefur borgarfulltrúi Flokks fólksins
óskað eftir umræðu um manneklu í leikskólum á
fundi borgarstjórnar. Mannekla í leikskólum er
langvarandi vandamál í Reykjavík sem meirihlutinn
hefur ekki getað leyst.
Eins og vandinn blasir nú við er vissulega engin
ein töfralausn. Mörg hundruð börn bíða eftir plássi.
Meirihlutinn lofaði plássum í leikskólum sem ekki
höfðu verið byggðir eða fullkláraðir sem var áfall
fyrir foreldra.
Ekki kann góðri lukku að stýra að lofa upp í erm
ina á sér og þurfa síðan svíkja loforðin. Það er ekki
aðeins vandamál að það vanti pláss heldur berast títt
fréttir af því að leikskólar sendi börn heim vikulega
eða jafnvel oft í viku vegna manneklu. Það gengur
heldur ekki til lengdar að foreldrar ungra barna hafi
áhyggjur og að starfsfólk leikskólanna sé að bugast
vegna mikils álags í starfi.
Hættan er að það skapist svipað ástand og er á
bráðamóttöku Landspítalans en þar hefur margt
starfsfólk sagt upp vegna mikils álags og slæmrar
vinnuaðstöðu.
Borgin, sem er í hröðum vexti, stefnir á fjölgun
leikskólaplássa um allt að 500 á næsta ári. Margir
leikskólakennarar hafa f lutt sig yfir til grunnskól
anna þar sem þeim kann að finnast störfin þar meira
aðlaðandi.
Í Reykjavík þarf að laða fólk til starfa í leikskólum
meðal annars með bættum kjörum og starfsað
stæðum. Það kann að vera erfitt þar sem fjárhagur
borgarinnar er á heljarþröm.
Flokkur fólksins hefur lagt fram nokkrar tillögur
til úrbóta. Til að vinna okkur út úr stöðunni þarf
hlaðborð lausna. Flokkur fólksins lagði fram tillögu
um heimagreiðslur til foreldra meðan þeir bíða eftir
leikskólaplássi fyrir börn sín. Sú lausn er ódýrari
fyrir sveitarfélagið en dýrt leikskólapláss ef miðað er
við yngstu börnin.
Flokkur fólksins hefur einnig ítrekað lagt til að
bjóða fólki upp á sveigjanleg starfslok. Í hópi eldri
borgara er dýrmætur mannauður, mannauður sem
við viljum njóta sem lengst. n
Lofað og svikið
Hugvíkkandi efni og áhrif þeirra
fengu ærið pláss í fjölmiðlaumfjöll
un og almennri umræðu í liðinni
viku í tengslum við ráðstefnu um
málefnið. Á háværri umræðunni
mátti bæði merkja gott markaðsstarf skipuleggj
enda og knýjandi þörf á nýjum úrlausnum við
geðrænum vanda á við þunglyndi og kvíða.
Ýmsar vísbendingar eru um að þunglyndi fari
vaxandi á heimsvísu og mat fjölþjóðleg rann
sókn þunglyndi næstalgengustu ástæðu örorku
á heimsvísu árið 2019. Það er því ekki að undra
að bæði heilbrigðisstarfsfólk og almenning
þyrsti í nýjar og betri lausnir.
Þegar skipuleggjandi ráðstefnunnar segir frá
því í fjölmiðlum að hún stundi meistaranám
í hugvíkkandi efnum, án þess að sú fullyrðing
sé skoðuð í kjölinn, má þó gera því í skóna að
spennan sé hreinlega orðin of mikil. Eins þegar
svo íþróttahetja, sem kynnt er sem „strákurinn
okkar,“ hvetur spjallþáttastjórnanda til að
prófa sveppatripp í einum vinsælasta sjón
varpsþætti RÚV, er full ástæða til að staldra
aðeins við.
Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartil
laga um heimild til rannsókna og notkunar á
efninu sílósíbin í geðlækningaskyni. Í henni
er heilbrigðisráðherra falið að leggja til nauð
synlegar breytingar á lögum svo heimila megi
rannsóknir og tilraunir á efninu og lagt er til
að Ísland verði leiðandi í slíkum rannsóknum
á heimsvísu. Þegar rýnt er í umsagnir fagaðila
er ekki annað að sjá en að forsvarsmenn
tillögunnar hafi lítinn skilning á eðli slíkra
rannsókna enda bendir Embætti landlæknis
á að núgildandi löggjöf standi ekki í vegi fyrir
slíkum rannsóknum.
Ef íslenskir vísindamenn sjá hag í að ráðast
í rannsóknir á sílósíbin eða öðrum hugvíkk
andi efnum stendur lagaumhverfið ekki í vegi
fyrir því. Aftur á móti er bent á það í fleiri en
einni umsögn að fámenni og fjársveltir innviðir
heilbrigðiskerfisins geri Ísland ekki að ákjósan
legum leiðtoga í slíkum rannsóknum.
Hvað ætli hafi drifið alþingismenn til að ætla
þannig að ákveða fyrir hönd íslensks vísinda
fólks hvað er ákjósanlegt að rannsaka? Múg
æsingur?
Staðreyndin er sú að eðlilegt ferli nýrra lyfja
er að standast fjögurra fasa prófanir áður en
þau fá markaðsleyfi. Þetta ættum við flest að
hafa lært eftir heitar umræður um Covidbólu
efni sem sumum þótti þróast of hratt. Það sama
gildir auðvitað um þessi lyf og mikilvægt er að
umræðan sé á þeim nótum.
Eða er það jafnvel sama fólkið sem gefur lítið
fyrir vísindalegar rannsóknir á hugvíkkandi
efnum – og neitaði að láta bólusetja sig af ótta
við að bóluefnin væru ekki fullprófuð? n
Múgæsingur halldór
Frá degi til dags
12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 17. jAnúAR 2023
ÞRIðJuDAGuR