Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Sigríður, oftast kölluð Sigga Ásgeirs, er danskennari og Halla er jóga- kennari, en undanfarin fimm ár hafa þær blandað saman dansinum og jóganu og haldið viðburði í Kramhúsinu saman. Það var svo í janúar árið 2020, rétt áður en fyrsta Covid-bylgjan fór eins og eldur í sinu um heiminn, að þær skelltu sér til Tenerife í jógaathvarf þar á eynni, sem rekið er af hollenskum hjónum. Það átti eftir að hafa áhrif á líf þeirra. „Staðurinn heitir Mandala de Masca og er staðsettur ofarlega í fjöllunum í Masca-dalnum sem er þekktur fyrir sína einstöku ró og náttúrufegurð. Hollensku hjónin opnuðu staðinn fyrir níu árum eftir að konan greindist með brjósta- krabbamein,“ segir Sigga. „Hún greindist tvisvar og í kjölfarið varð hún þunglynd. Þau hjónin ákváðu þá að breyta um lífsstíl og fóru að stunda jóga. Hún fór í jógakennaranám og byrjaði að bjóða upp á jógabúðir fyrir konur sem eru í eftirmeðferð eftir brjósta- krabbamein,“ heldur hún áfram. „Pabbi mannsins átti veitinga- stað á Tenerife sem þau breyttu í þetta jógaathvarf. Áður bjuggu hjónin í Amsterdam, hann vann í fjármálageiranum en ég man ekki alveg hvað hún vann við. Þau voru vel stæð en óhamingjusöm og breyttu alveg um stefnu í lífinu og byggðu upp þennan ótrúlega fallega stað.“ Sigga lýsir staðnum á þann hátt að hann hljómar eins og Paradís á jörðu. Hann er í 700 metra hæð yfir sjávarmáli, á milli avókadó- og sítrónutrjáa. Á staðnum er kokkur sem eldar vegan mat ofan í gestina sem er allur búinn til úr hráefnum af eynni. Mest úr garði jógaat- hvarfsins. „Það eru fimmtíu avókadótré í garðinum. Þegar þú situr í jóga- salnum horfir þú í gegnum avó- kadótrén yfir í dalinn. Þetta er alveg ótrúleg upplifun. Þú nærð að kjarnast svo vel þarna. Staðurinn er allur svo látlaus og fallegur en samt er þetta algjör lúxus,“ segir Sigga. Halda námskeið í Paradís Þær Halla og Sigga kynntust hol- lensku hjónunum í fyrstu heim- sókn sinni í jógaathvarfið og það fór svo að þau buðu þeim að halda jóga- og dansnámskeið fyrir konur í athvarfinu. En stuttu seinna lokaðist allt vegna Covid. Það leið því ár áður en þær náðu að fara út með hóp frá Íslandi í fyrsta sinn en það var í janúar árið 2021. Núna eru þær að fara að halda námskeið á staðnum í fjórða sinn, en þær ætla að halda tvö vikulöng námskeið í febrúar. „Við rétt náðum að komast með hóp út í janúar 2021 áður en það kom útgöngubann. Stundum hugsa ég bara: Hver var eigin- lega að vernda okkur. En síðan þá höfum við náð að halda tvö önnur námskeið. Ef öll rúm á staðnum eru full er pláss fyrir 19 konur, en yfirleitt erum við um 11-17. Við erum með morguntíma og svo eftirmiðdagstíma en við Halla skiptumst á að vera með tímana. Ef það er dans á morgnana þá er jóga seinnipartinn og svo öfugt. Svo erum við oftast með einhverja dagskrá á kvöldin, til dæmis jóga nidra, sem er liggjandi jóga og slökun,“ segir Sigga. „En við erum ekki með stífa dag- skrá, á milli morgun- og síðdegis- tímanna er frjáls tími. Þá er hægt að slaka á við sundlaugarbakkann, en sundlaugin er upphituð, fara í göngu um dalinn eða fara niður í bæ og fá sér kaffi. Þú þarft ekki að hugsa um neitt, það er bara hringt á bjöllu þegar maturinn er tilbúin og þá er kokkurinn búinn að elda fyrir þig ótrúlega flotta máltíð og Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Halla og Sigga hafa unnið saman í fimm ár og kennt jóga og dans. Þær eru á leið til Tenerife í febrúar og ætla að halda þar jógabúðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Hægt er að fara í dans- eða jóga- tíma utandyra og horfa yfir Masca-dalinn. Halla og Sigga fundu Paradís uppi í fjöllunum á Tenerife. Hópur kvenna dansar í sólinni. MYNDIR/AÐSENDAR Hollensku hjónin breyttu gömlu veitingahúsi í jógaat- hvarf. Fyrir utan gluggann vex avókadó á trjánum. það er blóm ofan á. Þetta er eins og að borða alltaf á fimm stjörnu veitingastað. Svo er fólk yfirleitt sofnað á milli 9 og 10 á kvöldin, þetta er svo mikil slökun.“ Sigga segist yfirleitt kenna seinnipartstímana úti, þá standa þátttakendur uppi á palli með dalinn fyrir framan sig. „Þá horfum við bara yfir allan dalinn. Þetta er alveg geðveikt. En svo á milli tíma er líka hægt að fara í nudd og ýmislegt fleira á staðnum. Það er á vegum hol- lensku hjónanna en þau eru ekki að reka þetta með gróða í huga. Þetta snýst allt um að láta fólki líða vel. Allt sem þú greiðir fyrir auka- lega, eins og nudd, rennur í sjóð sem hjónin nota til að bjóða upp á batameðferð fyrir konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein.“ Sigga segir að þær Halla hlakki mikið til að fara aftur til Tenerife í febrúar og dvelja á þessum dásam- lega stað. „Okkur langar að halda nám- skeið þarna úti svona einu sinni til tvisvar ári. En við höfum líka verið með mini-útgáfur af því í Kram- húsinu fyrir þær sem komast ekki til Tene. Bara til að gefa smjör- þefinn af þessu fyrir þær sem ekki hafa tök á því að fara út.“ n Það eru fimmtíu avókadótré í garð- inum. Þegar þú situr í jógasalnum horfir þú í gegnum avókadótrén yfir í dalinn. Þetta er alveg ótrúleg upplifun. Sigga Ásgeirs 2 kynningarblað A L LT 17. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.