Ótrúlegt en satt - 19.06.1940, Síða 13
líka átti skilið. En hún gætti þess þó, að faðir minn fengi ekki neitt
uni þetta að vita, Það var þó ekki af hlýfð við mig, heldur vegna
þess, að hún vildi ekki þurfa að viðurkenna fyrir honum ósigur
sinn og sinna uppeldisaðíerða. En hún lét. mér fyllilega skiljast, ao
hún myndi ekki treysta mér framar. Hún hafði enga trú á, að það
gæti orðið nokkur maður úr mér.
Eg var til reynslu, settur upp í næsta bekk, en annars var það
fullráðið, að ég skyldi yfirgefa skólann og setjast í frægan einka-
tímaskóla. Sg hafði ákveðið með sjálfum mér að verða liðsforrngi,
en til þess að komast á herforingjaskólann þurfti ég töluverða und,-
irbúningsmenntun. Þetta áform mitt hafði ég tilkynnt föður mínum og
ég hafði lofað honum, því, að ég skyldi ná þessu marki, hvað sem
það kostaði, og að ég skyldi að lokum verða dugandi þjónn keisar-
ans og ættjarðar minnar.
Faðir minn hafði heitið mér því, að ef ég yrði svo duglegur .1.
skóianum, að ég gæti náð prófi upp í næsta bekk fyrir páskana,
skyldi ég fá að fara í heimsókn til frændfólks míns um hátíðina.
Páskaleyfið kom, en ég féll.
Foreldrar mínir voru komnir í ferðalag og ungur stúdent, seiii
hafði verið ráðmn sem kennari minn, átti að veita mér fararleyfið,
ef ég stæði mig vel. Hann kom upp á herbergið mitt og spurði hvernig
mér hefði gengið: »Náðurðu prófi?« spurði hann.
»Já«, svaraði ég og laug að honum: »En skólastjórinn er farinn
burt í páskaleyfinu og getur þessvegna ekki skrifað undir nrófseðl-
ana fyr en seinna. Einkunnaseðillinn verður sendur yður með póet-
inum«.
Stúdentinn varð auðvitað allshugar feginn. Starf hans hafði bor-
ið góðan árangur. Hann óskaði mér til hamingju og til góðrar
skemmtunar í páskaleyfinu.
Ég hugsaði nú ráð mitt. Ég hafði ákveðið að strjúka að heiman
og gerast sjómaður. Og nú undirbjó ég burtför mína að heiman.
Ég setti íöt mín og nauðisynlegan farangur niður í ferðatöskur,
rændi dálitlu af veiðiferðafatnaði föður míns og stakk niður í tösk-
ur mínar, auk þess tók ég traustataki skammbyssu eina og dólk, að
ógleymdri he.ljarmikilli reykjapípu. Og sitthvað fleira tíndi ég til.
Svo var það f járhagshliðin.
Við bróðir minn áttum saman sparibauk einn mikinn. Þegar
frændfólk okkar og aðrir heimilisvinir komu í heimsóknir, var oft,
stungið einum og einum gullpeningi í baukinn okkar. Þetta fé átti
nú að verða farareyrir minn. Fyrst taldi ég fram, 80 mörk, sem með
réttu áttu að koma í minn hlut, en svo varð ég að taka 40 mörk til
viðbótar frá bróður mínum. 40 mörk skildi ég eftir. Ég þurfti nauð-
OTRúLEGT — EN SATT
79