Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Qupperneq 11

Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Qupperneq 11
leitast við að þvinga rafeindastrauminn frá katóðu til anóðu, en mestur er hann í námunda við katóðuna. Þessvegna leggja rafeindirnar af stað með miklum hraða, en þrátt fyrir það kæmust þær ekki langt, ef að þær nytu ekki stuðnings argon-fareinda 1) í nánd við katóð- una. 4) Rafeindastraumurinn frá katóðunni, er stafar frá upphituninni og spennunni, dreifist brátt og dofnar. Nokkrar rafeindanna fara út í hlið- ar pípunnar, en flestar halda þær áfram, eftir krákustígum (zig-zag), í áttina til anóðunnar. Fjöldi þeirra helst nokkuð jafn, því að þær, sem rekast á kvikasilfurs- eða argonfrumeind- ir, losa um leið rafeindir þeirra, sem fyrir árekstrinum verða, og fylla þær þannig í skörðin. Rétt er að geta þess að nokkrar raf- eindir slangra útí hliðar pípunnar og komast aldrei til apóðunnar. Líkja má rafeindarstraumnum við fjár- rekstur, en þrátt fyrir óreglulegan gang er töluverður straumur frá katóðu til anóðu. 5) Oðru hverju fá nokkrar rafeindanna nægi- legan hraða til þess að hrinda rafeindum frá kvikasilfurs-eindunum sem á vegi þeirra verða (þ. e. „ionisera“ eindirnar og breyta þeim í fareindir) og enn aðrar fá ekki meiri hraða en svo, að þær geta aðeins um stundar- sakir hrundið rafeindunum útaf brautum sín- um og þannig aðeins hrundið þeim úr jafn- vægi. Þegar slíkt skeður eru rafeindirnar einmitt að vinna það verk sem til var ætlast. 6) Það krefst orku að hreyfa hlut úr stað. Vér notum orku til þess að lyfta hlut uppá hillu, en orkan er háð þyngd hlutarins. Orkan er bundin svo lengi sem hluturinn hvílir á hill- unni, en ef honum er hrundið niður, sleppir hann þeirri orku sem þyngd hans krafðist. Sama á sér stað þegar rafeind hittir kvika- silfurs-eind og áreksturinn er nægilega harð- ur til þess að hrinda einni af rafeindunum útaf braut sinni inná annað svið. Rafeindin fellur til baka inná sitt eigið svið, og skilar jafnframt aftur orkunni sem það kostaði að hrinda henni útaf braut sinni. 7) I lágþrýstri kvikasilfursgufu er mest allri ork- - 1) „Ion“ eða fareind . er eind eða sameindir, sem hafa misst eða bætt við sig rafeindum og hafa því ýmist jákvæða eða neikvæða rafmagns hleðslu. TÍMARIT RAFVIRKJA Utgefendur: Félag íslenzkra rafvirkja og Félag löggiltra rafvirkjameistara Reykj avík. Ritnefnd: Oskar Hallgrímsson, ábyrgðarmaður. E. Karl Einksson. Jónas Ásgrímsson. Finnur B. Kris-tjánsson. Ritið kemur' út þrisvar sinnum á ári. Verð þessa- árgaings kr: 15.00. Utanáskrift: Tímarit rafvirkja, Edduhúsinu við Lindargötu Reykjavík. unni, sem þannig losnar úr læðingi, skilað sem útfjólublárri geislun með öldulengdinni 2 537 ángstrom; ósýnileg en öflug geislun. Þegar geislun þessi lendir á hinum örsmáu krystöll- um hins flúrandi dufts, er þekur innra borð ljóspípunnar, breytist hún í geislun með öldu- lengdinni 4 000—8 000 ángstrom, eða m. ö. o. í sýnilega geislun eða ljós. 8) Tvennar breytingar eiga sér stað í flúr-lamp- anum. Raforku frá kerfinu í lampann er breytt (50—60% af henni) í útfjólubláa geisla, sem síðan er breytt í ljós (40—50% af þeim). Þ. e. a. s. heildarnýtnin við að breyta raforku í ljós er nálægt 20%. (Sjá 4. mynd) Þeir flúr-lampar, sem hér eru í notkun, eru gerðir fyrir riðstraum með tíðninni 50 rið þ. e. straum, sem skiftir um stefnu 100 sinnum á sek. Á 1/100 úr sek. er annað skaut pípunnar neikvætt eða katóða, en á meðan er skautið í hinum endan- um anóða. Á næsta 1/100 úr sek. er þessu snúið við þannig, að skautið, sem áður var neikvætt verður nú jákvætt og þannig áfram koll af kolli. Þannig verða katóður anóður og anóður katóður 100 sinnum á hverri sekúndu, og rafeindastraum- urinn skiftir jafnoft um stefnu (sbr. greinar 4—5 hér á undan). Framhald í næsta blaði. TÍMARIT RAFVIRKJA 9

x

Tímarit rafvirkja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.