Víkurfréttir - 02.02.2022, Qupperneq 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Línubáturinn Valdimar GK frá Vogum kom til lands í Ólafsvík á sunnudaginn
í leiðindaveðri. Að sögn Vigfúsar Markússonar, skipstjóra, var þetta í annað
sinn á viku sem Valdimar landar í Ólafsvík. „Við erum með fullfermi, eða 103
tonn. Vorum á veiðum vestarlega á Breiðarfirði og það í skítaveðri, en þrátt
fyrir slæma veðráttu allan túrinn náðist þessi afli og er greinilega mikill fiskur
á þessum slóðum,“ sagði Vigfús þegar hann kom að landi.
Löndun hófst svo úr Valdimar eftir hádegi og sá Fiskmarkaður Snæfells
ness um löndun og var ekið með fiskinn suður til vinnslu.
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbanda
lagsins við Ísland hefst í vikunni
með komu flugsveitar portúgalska
flughersins hingað til lands. Þetta
er í annað sinn sem Portúgalar
taka þátt í verkefninu hér á landi
en síðast annaðist portúgalski flug
herinn loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir
áratug. Flugsveitin kemur til landsins
með fjórar F16 orrustuþotur og um
85 liðsmenn sem hafa aðsetur á ör
yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Gert er ráð fyrir að portúgalska
flugsveitin geri aðflugsæfingar að
varaflugvöllum á Akureyri og Egils
stöðum á tímabilinu 31. janúar til
7. febrúar en æfingarnar taka mið
af veðri.
Framkvæmd verkefnisins er með
sama hætti og áður og í samræmi
við loftrýmisgæsluáætlun Atlants
hafsbandalagsins fyrir Ísland. Eins
og með annan erlendan liðsafla sem
hér á landi dvelur tímabundið þá er
í gildi viðbúnaður vegna sóttvarna
meðan á dvöl portúgölsku flugsveit
arinnar stendur og er framkvæmdin
unnin í samvinnu við Embætti
landlæknis og aðra sem koma að
sóttvörnum hér á landi. Landhelgis
gæsla Íslands annast framkvæmd
verkefnisins í umboði utanríkisráðu
neytisins og í samvinnu við Isavia.
Ráðgert er að loftrýmisgæslunni
ljúki í lok mars.
Erindi stjórna körfuknattleiksdeilda
Keflavíkur og Njarðvíkur var tekið
fyrir í bæjarráði Reykjanesbæjar
27. janúar. Þar er beðið um aukið
framlag til barna og unglingaráða fé
laganna beggja, upp á þrjár milljónir
króna á hvort lið, og aukið framlag
til körfuknattleiksdeilda Keflavíkur
og Njarðvíkur, upp á átta milljónir
króna á hvort lið.
Bæjarráð samþykkir að styrkja
aðalstjórn Keflavíkur um sjö og hálfa
milljón króna og aðalstjórn Njarð
víkur um sömu upphæð vegna Covid
sem sérstaklega er ætlað körfuknatt
leiksdeildum félaganna.
Í bréfi sem Kristín Örlygsdóttir,
formaður körfuknattleiksdeildar
Njarðvíkur, Kristján Helgi Jó
hannsson, varaformaður körfu
knattleiksdeildar Keflavíkur, Ólafur
Eyjólfsson, formaður aðalstjórnar
Njarðvíkur, og Einar Haraldsson, for
maður aðalstjórnar Keflavíkur, rita
til bæjarstjórans í Reykjanesbæ segir:
„Á dögunum sátu aðilar úr
stjórnum körfuknattleiksdeilda
Keflavíkur og Njarðvíkur fund
saman. Ástæða fundarins var staðan
á rekstri deildanna sem því miður
orðin ansi slæm en ástæðuna má að
langmestu leyti rekja til þess ástands
sem hefur ríkt í okkar samfélagi
með tilkomu Covid19. Við viljum
ekki fara í langar útskýringar hér á
þessum vettvangi yfir það hversu
gríðarlegu tekjutapi deildirnar hafa
orðið fyrir en viljum gjarnan fá tæki
færi til að sýna ykkur svart á hvítu
hvernig málin standa.
Þess vegna leitum við til ykkar
með þá von að þið séuð reiðubúin
til að hitta okkur þar sem við förum
ítarlega yfir stöðuna. Eins og við
nefnum hér að ofan þá er staðan
orðin slæm og því má segja að við
séum að óska eftir neyðarfundi.
Ef deildirnar okkar ynnu eftir við
búnaðarstigi líkt og Almannavarnir
mætti segja við við séum á hættu
stigi en við það að detta á neyðar
stig.“
„Undirbúningur að uppbyggingu
Suðurnesjalínu 2 hefur staðið yfir
á annan áratug og ennþá er ekki
komin niðurstaða um hvernig línan
verði lögð. Núverandi staða málsins
er algerlega óviðunandi. Það er fyrir
löngu orðið mjög aðkallandi að auka
afhendingaröryggi raforku til Suður
nesjabæjar, sem og til að mæta eftir
spurn og þörf fyrir aukna raforku
bæði vegna mikillar fjölgunar íbúa og
uppbyggingar atvinnulífs í sveitar
félaginu,“ segir m.a. í afgreiðslu bæj
arráðs Suðurnesjabæjar um erindi
frá Alþingi er varðar umsögn um
frumvarp til laga um framkvæmda
leyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur
áherslu á að það er brýnt og aðkall
andi að fá niðurstöðu varðandi upp
byggingu Suðurnesjalínu 2 og að
framkvæmdir hefjist sem allra fyrst.
Reykjanesbær samþykkti sams
konar tillögu á fundi sínum á
þriðjudag, 1. febrúar.
Fylltu bátinn í leiðindaveðri á Breiðafirði
Valdimar GK að
koma í höfn á
sunnudagsmorgun
í leiðindaveðri og
kafaldsbyl.
Texti og mynd:
Skessuhorn.
Portúgalar í loftrýmisgæslu
Aðkallandi að
fá niðurstöðu í
Suðurnesjalínu 2
Fimmtán milljónir til körfu-
boltans vegna Covid-19
Deildir Keflavíkur og Njarðvíkur leituðu til bæjaryfirvalda
„Á hættustigi og við það að detta á neyðarstig“
1.902 börn nýttu
sér hvatagreiðslur
Alls nýttu 1.902 börn sér hvatagreiðslur í Reykjanesbæ á árinu 2021 sem
er 56,7% af heildarfjölda sex til átján ára barna í Reykjanesbæ. Nýtingin
hefur aukist um 6% frá 2019. Þetta gera greiðslur upp á 76 milljónir
króna. Bæjaryfirvöld hækkuðu greiðslurnar í 45.000 kr. 1. janúar sl.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur fólks sem tekst á degi
hverjum við krefjandi verkefni í þágu allra bæjarbúa. Jafnræðis er gætt
í ráðningarferlinu og ráðning byggist á hæfni umsækjanda til að sinna
starfinu í samræmi við þær kröfur sem settar eru fram í auglýsingu. Við
ráðningar er ávallt höfð hliðsjón af jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar.
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Njarðvíkurskóli - Kennari
Starf við liðveislu
2 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM