Víkurfréttir - 02.02.2022, Page 4
Opnar frískápur í Reykjanesbæ?
Anna Karen Sigurjónsdóttir, sjálfbærnifulltrúi, mætti
á síðasta fund framtíðarnefndar Reykjanesbæjar undir
liðnum „Matarsóun – Hringrásarkerfið“ og kynnti svo-
kallaðan frískáp en það er hugtak sem sameinar orðin
„frítt“ og „ísskápur“.
Hugmyndin er að þangað geti fólk farið með matvæli sem það ætlar sér
ekki að nýta. Með þessu er verið að stuðla að hringrásarhagkerfi og minnka
matarsóun. Nú þegar eru tveir slíkir skápar starfræktir á landinu, einn í
Reykjavík og annar á Höfn í Hornafirði, en mörg hundruð frískápar eru starf
ræktir um allan heim og eru þekktir undir heitinu freedge.
Ekki kemur fram í gögnum fundarins hvort ákvörðun hafi verið tekin um
að opna frískáp í Reykjanesbæ.
Atvinnuleysi 9,9%
við árslok 2021
Atvinnuleysi mældist 9,9%
við árslok 2021 og hefur verið
svipað frá því í ágúst. Þetta kom
fram á síðasta fundi menningar-
og atvinnuráðs Reykjanesbæjar.
Alls voru 1.113 einstaklingar
skráðir í atvinnuleit um áramót.
Þar af 659 karlar og 464 konur.
Hæst fór atvinnuleysi í 24,9%
þegar 2.717 einstaklingar voru
skráðir í atvinnuleit í janúar fyrir
ári síðan en atvinnuleysi dróst
mikið saman um mitt ár.
„Þegar litið er yfir liðið ár, má
sjá að langstærsti hluti atvinnu-
lausra komu úr yngri aldurs-
hópum og höfðu starfað við
greinar tengdar flugi og ferða-
þjónustu. Vonir standa því til
þess að við göngum nú um árs-
tíðarbundna lágtíð og atvinnu-
leysi muni á nýjan leik dragast
saman á vormánuðum með
aukinni umferð um flugvöllinn,“
segir í gögnum fundarins.
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Sandgerðing
urinn Dr. Aldís
Guðný nýr for
stöðumaður hjá
Háskólanum
í Reykjavík
Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir
hefur verið ráðin forstöðu-
maður MBA náms og lektor
við viðskiptadeild Háskólans
í Reykjavík. Aldís er sérfræð-
ingur í samningatækni og hefur
starfað undanfarin ár við Há-
skólann í Twente, Hollandi,
þar sem hún hefur rannsakað
hegðun samningamanna og
kennt þau fræði sem og önnur
viðskiptatengd fög. Í Twente
hefur hún einnig þróað náms-
línu á meistarastigi í samninga-
tækni og stýrt því námi. Frá
þessu er greint á vef Háskólans
í Reykjavík.
Aldís Guðný Sigurðardóttir er
fædd og uppalin í Sandgerði. Hún
er forstöðumaður MBA náms og
lektor við viðskiptadeild Há
skólans í Reykjavík.
Aldís hefur kennt viðskipta
tengd fög víðsvegar um Evrópu
um árabil. Rannsóknaráhugi
hennar snýr fyrst og fremst að
hegðun samningamanna og
hvaða hegðun sé vænlegust til ár
angurs. Að auki hefur Aldís hefur
starfað sem aðstoðarsáttasemjari
hjá embætti Ríkissáttasemjara frá
byrjun árs 2021.
Aldís lauk doktorsnámi í við
skiptafræði frá Háskólanum í
Reykjavík með áherslu á hegðun
samningamanna árið 2018 og
kennsluréttindum frá Háskól
anum í Twente árið 2021.
Ásmundur staðfestir framboð
í Rangárþingi ytra
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi og fyrrverandi bæjarstjóri í Sveitar-
félaginu Garði, hefur staðfest að hann hafi tekið áskorun
um að gefa kost á sér í oddvitasætið hjá sjálfstæðismönnum
í Rangárþingi ytra.
„Tæki færið er spenn andi og ég gaf
mínu fólki fyr ir aust an lof orð um að
bjóða mig fram sem sveit ar stjóra
efni. Frest ur renn ur út um miðjan
fe brú ar og að óbreyttu fer ég í fram
boð,“ seg ir Ásmund ur í viðtalið við
Morgunblaðið.
Rangárþing ytra spann ar svæðið
milli EystriRangár og Þjórsár; frá
fjöru og inn á fjöll. Ásmund ur var á
ferð um svæðið um helg ina og ræddi
við fólk um lands ins nauðsynj ar og
verk efn in framundan, segir í frétt
Morgunblaðsins.
„Ég kann vel við mig hér í Rangár
þingi ytra og ég á hér vini á nán ast
öðrum hverj um bæ. Kon an mín, Sig
ríður Magnús dótt ir, er frá Lyngási,
skammt frá Hellu og hér í sveit
eig um við sum ar hús. Á þess um
slóðum á ég trausta stuðnings menn
og góða vini,“ seg ir Ásmundur sem
hefur flutt lögheimili sitt að Árbæj
ar hjá leigu í Holt um.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
vísaði á dögunum erindi Birkis
Rútssonar varðandi lýsingu göngu-
stíga til umhverfis- og skipulags-
nefndar sveitarfélagsins. Á fundi
Skipulagsnefndar 19. nóvember
2021 lagði nefndin til að lýsing
göngustíga yrði sett á fjárhagsá-
ætlun næsta árs. Birkir biður um
að göngustígar meðfram strand-
lengjunni fái að haldast rökkvaðir
svo hægt sé að njóta næturhim-
insins áfram.
„Núna er í skoðun lýsing nokkura
göngustíga til að bæta öryggi þeirra.
Skoðaðar verða ýmsar lausnir og þar
á meðal lýsing með lágum staurum
(<1m) sem eiga ekki að vera truflandi
fyrir þá sem vilja skoða næturhim
ininn,“ segir í afgreiðslu skipulags
nefndar á málinu.
Lýsingin á ekki að vera truflandi
– fyrir þá sem vilja skoða næturhimininn
Þjónustuaðili fyrir:
Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki
Alhliða bílaverkstæði
og dekkjaþjónusta
þar sem þjónustan er í fyrirrúmi
Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ
421 4620
bilaverk.thoris@gmail.com facebook.com/Bílaverkstæði-Þóris
Alhliða bifreiðaverkstæði
sem býður einnig upp á dekkjaþjónustu
ÞJÓNUSTAN Í FYRIRRÚMI Á BÍLAVERKSTÆÐI ÞÓRIS
PÁSKA- OG SUMARÚTHLUTUN
Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur vegna páska er til 14. febrúar 2022 – úthlutað 15. febrúar 2022
Umsóknarfrestur vegna sumars er til 1. mars 2022 – úthlutað 3. mars 2022
Páskaúthlutun er frá 14. til 21. apríl 2022
Sumarúthlutun er frá 6. júní til 12. ágúst 2022 (vikuleiga)
Búið er að opna fyrir umsóknir.
Hægt er að sækja um orlofshús á vef félagsins stfs.is
eða vera í sambandi við starfsfólk á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ. Sími 421 2390.
Orlofsnefnd STFS
Um er að ræða eftirtalin orlofshús:
Munaðarnes
Þrjú hús með heitum potti
Verð kr: 30.000–35.000
Reykjaskógur
Eitt hús með heitum potti
Verð kr: 35.000
Akureyri
Tvær íbúðir
Verð kr: 30.000
Auglýsingin er einnig á
vefsíðu okkar www.stfs.is
Sameiginleg
björgunarmið
stöð í Grindavík?
Bæjarráð Grindavíkur tekur vel í
hugmyndir um sameiginlega björg-
unarmiðstöð í Grindavík og felur
sviðsstjóra skipulags- og umhverf-
issviðs að vinna málið áfram.
Undir liðnum „Björgunarmiðstöð
í Grindavík hugmyndavinna“ á síð
asta fundi bæjarráðs var lagður fram
tölvupóstur frá Björgunarsveitinni
Þorbirni varðandi hugmyndir um
sameiginlega björgunarmiðstöð í
Grindavík. Sviðsstjóri skipulags og
umhverfissviðs sat fundinn undir
þessum dagskrárlið.
4 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM