Víkurfréttir - 02.02.2022, Síða 7
Í Reykjanesbæ er starfrækt athvarf fyrir villiketti og ketti sem fara á ver-
gang. Nú eru þar á annan tug katta sem bíða þess að eignast varanlegt
heimili eða komast á fósturheimili. Athvarf Villikatta er rekið í sjálfboða-
vinnu og þar eru staðnar vaktir alla daga í umönnun dýranna. Flest höfum
við heyrt talað um villiketti en þeir eru komnir til að vera á Íslandi. Þeim
hefur lítið verið sinnt fyrir utan einstaka dýravini. Viðhorf yfirvalda til
þeirra hefur yfirleitt verið neikvætt og leitt til ómannúðlegra útrýmingar-
herferða. Flestir villikettir eru félagsdýr og hópa sig saman á svæðum þar
sem einhverja fæðu er að finna. Markmið sjálfboðaliðanna á Suðurnesjum
er að stuðla að því að koma þessum dýrum til hjálpar með skipulegum
aðgerðum. Þar vegur þyngst að ná dýrunum, gelda og framkvæma ófrjó-
semisaðgerðir. Að Fanga-Gelda-Skila skilar mestum árangri í að fækka
villiköttum og bæta velferð þeirra.
Bjarga kisum og reyna
að finna eigendur
„Við erum í því að bjarga inn kisum
og reynum að finna hvort þær eigi
eiganda. Ef ekkert kemur út úr því
þá komum við þeim á heimili. Þær
fara í geldingu og örmerkingu fyrst,“
segir Silja Ýr Markúsdóttir sem fer
fyrir félagsskap Villikatta í Reykja
nesbæ og nágrenni. Deild Villikatta
í Reykjanesbæ og nágrenni var
stofnuð árið 2015 en árið áður var
félagsskapurinn Villikettir stofnaður
á landsvísu. Fjölmargir kettir eru á
Suðurnesjum. Ekki er vitað hversu
margir þeir eru en Silja Ýr hefur þá
tilfinningu að það hafi aukist að fólk
fái sér ketti.
Silja Ýr byrjaði hjá Villiköttum árið
2017 og þá fyrst í veiðum en sett er
út búr til að fanga villta ketti. Hún
segir að fljótlega hafi starfið undið
upp á sig og nú sé hún af fullum
krafti í starfsemi Villikatta í Reykja
nesbæ og nágrenni. Félagsskapurinn
rekur aðstöðu í InnriNjarðvík sem
sé kisukot. Þar fá kettirnir afdrep
þar til þeim hefur verið fundið fram
tíðarheimili.
Meira um ketti á
vergangi en villta
Kisurnar sem koma til Villikatta hér
suður með sjó eru í misjöfnu ástandi.
Í dag er þó meira um ketti sem hafa
farið á vergang heldur en villiketti,
ketti sem fæðast villtir í náttúrunni.
Ástæður þess að kettir fara á ver
gang eru svo mismunandi. Kettir
geta farið að heiman og ekki ratað
aftur heim en það eru líka dæmi
um að fólk kasti dýrunum sínum
út á guð og gaddinn. Því miður er
líka mikið um ómerkta ketti og því
erfitt að finna eigendur þeirra. Silja
Ýr segir að það sé að aukast að fólk
láti örmerkja dýrin sín en það mætti
þó vera meira um það. „Við erum að
fá rosalega mikið af gæfum köttum
sem eru ekki merktir og þurfum
þá að treysta á samfélagsmiðla til
að koma þeim til síns heima,“ en
þegar köttur kemur til Villikatta er
tekin af honum mynd og hann aug
lýstur á samfélagsmiðlum eins og
Facebook og Instagram. Þá reyna
þau að deila myndunum áfram inn
á kattasíður, sem eru þónokkrar á
veraldarvefnum. Villikettir reyna
að auglýsa eftir réttmætum eiganda
kattar í tvær vikur áður en farið er
í að gelda og örmerkja og finna nýtt
heimili fyrir dýrið.
„Ef eigandi dýrsins finnst ekki, þá
fara þau í heimilisleit. Það er engum
kisum lógað hjá okkur,“ segir Silja Ýr.
Hún segir allan gang á því hversu
lengi kisurnar eru í kotinu hjá Villi
köttum. Ef að kettirnir eru frekar
villtir þegar þeir koma þá eru þeir
lengi í kotinu eða þar til þeir eru til
búnir á heimili. Köttur telst tilbúinn
þegar hann vill vera í kringum mann
fólk og þiggja klapp.
Tók sex ár að fanga læðu sem
eignaðist yfir 100 kettlinga
Hjá Villiköttum í Reykjanesbæ og
nágrenni þarf mismikið að hafa fyrir
því að ná villiköttum. Um þessar
mundir er í kisukotinu læða sem
tók heil sex ár að fanga. Á þessum
sex árum var læðan með tvö til þrjú
got á ári og eignaðist sex til átta
kettlinga í hvert sinn, þannig að af
komendur hennar eru margir, vel á
annað hundrað. Þeir voru fangaðir
jafnóðum en mamman lét ekki ná í
skottið á sér fyrr en af öllum þessum
árum liðnum. Silja Ýr segir að nú búi
læðan við gott atlæti í kisukotinu hjá
Villiköttum. Hún sé orðin gömul og
muni eflaust verja ævikvöldinu hjá
félaginu. Hún sé vör um sig og slái
til þeirra sem reyna að gefa henni
klapp. „Það er svona einn og einn
sem nær að lauma hendinni á hana.
Henni líður ekki illa hjá okkur og við
viljum því ekki setja hana út,“ segir
Silja Ýr.
Kettlingar sem fæðast úti í nátt
úrunni eru hinir raunverulegu villi
kettir. Áður fyrr voru þeir veiddir,
geldir og eyrnaklipptir og sleppt
aftur út í náttúruna. „Í dag reynum
við að manna þessa ketti og erum
með ótrúlega góða sjálfboðaliða sem
eru snillingar í því,“ segir Silja Ýr. Þá
eru kattavinir duglegir að leggja Villi
köttum lið með því að leggja til fóður
fyrir kettina eða styrkja félagið með
fjárframlögum.
Undanfarið hafa heyrst fréttir af
höfuðborgarsvæðinu um að það sé
skortur á köttum í landinu og eftir
spurn sé meiri en framboðið. Þau
hjá Villiköttum kannast þó ekki við
þennan skort og þar er hægt að fá
kisur á öllum aldri sem eru í heim
ilisleit. Í dag eru Villikettir í Reykja
nesbæ og nágrenni t.a.m. með vel
á annan tug katta sem eru að leita
sér að nýju heimili. Nokkuð rennsli
er í gegnum kisukotið. Nýverið fóru
nokkrir kettir á heimili og þá komu
fjórir í staðinn.
Starfið unnið í sjálfboðavinnu
Starfsemi Villikatta í Reykjanesbæ
og nágrenni er rekin í sjálfboðavinnu
með með styrkjum frá kattavinum.
Þá standa sjálfboðaliðar vaktir í
kisukotinu alla daga en þrjár vaktir
eru á sólarhring, morgun, dag og
kvöldvakt, þar sem verið að sinna
dýrunum. „Við höfum verið heppin
með sjálfboðaliða og erum með
góðan hóp núna,“ segir Silja Ýr.
Villikettir í Reykjanesbæ og ná
grenni eru með samninga bæði við
Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ um
að kettir þar sem fara á vergang
eða eru villikettir verði í umsjón fé
lagsins. Þá hefur Heilbrigðiseftirlit
Suðurnesja nokkrum sinnum leitað
til félagsins um að það taki við
köttum sem komið er með þangað.
Hvað drífur fólk áfram í að hafa
kött á heimilinu?
„Þetta er svo gefandi og kettir
veita manni félagsskap.“
Það er sagt að fólk verði einmana
þegar það missir maka sinn og að
það hjálpi að fá sér kött.
„Já, algjörlega. Mér finnst að það
ættu að vera kettir inni á öllum
öldrunarheimilum líka. Þetta gefur
fólki rosalega mikið,“ segir Silja Ýr
Markúsdóttir að endingu.
Kettir svo gefandi og veita góðan félagsskap
– segir Silja Ýr Markúsdóttir hjá Villiköttum í Reykjanesbæ og nágrenni
Smelltu á myndskeiðið í rafrænum
Víkurfréttum til að horfa og hlusta
Tímabókanir í síma 568 6880
VANTAR ÞIG
HEYRNARTÆKI?
Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880
Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet
skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum.
Árni Hafstað heyrnarfræðingur hjá Heyrnartækni verður í Reykjanesbæ
10. febrúar við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja.
Silja Ýr hugar að kisunum hjá
Villiköttum í Reykjanesbæ.
vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 7