Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2022, Side 14

Víkurfréttir - 02.02.2022, Side 14
Körfubolti gerir alla vegi færa Atli Arason er íþróttafréttamaður og stjórnandi körfubolta- hlaðvarpsins Undir körfunni. Áhugi hans á körfubolta kviknaði þegar hann fór á sinn fyrsta körfuboltaleik í Njarðvík. Hann segir áhugann ekki hafa verið til staðar þegar hann var yngri vegna þess hve góður vinur hans var í körfubolta. „Þegar ég spilaði körfubolta með honum sem krakki var ég bara niður- lægður.“ Æskuvinur Atla, Haukur Pálsson, er landsliðsmaður í körfubolta og spilar nú með Njarðvík. „Við vorum saman í Hamraskóla í Grafarvoginum. Hann var svo ógeðslega góður í körfubolta að hann gat verið einn á móti okkur þrettán en samt unnið okkur,“ segir Atli og bætir við: „Ég er svo­ lítið þrjóskur og myndaði með mér ákveðinn mótþróa gagnvart körfu­ boltanum, vegna þess hve góður hann var, og fótboltinn varð því fyrir valinu.“ Þá segir Atli vinskap þeirra Hauks hafa hjálpað honum í fjölmiðlaverkefnum sínum er tengjast körfubolta. Atli skrifar íþróttafréttir fyrir Vísi. „Ég var aðallega að sjá um umfjöllun um fótbolta þar til í janúar 2021. Þá hefur yfirmaður minn samband við mig og segir að það vanti mann á körfuboltaleik í Njarðvík og spyr hvort ég vilji prófa það, sem og ég gerði.“ Atli segir þennan körfuboltaleik hafa verið þann fyrsta sem hann sá í fullri lengd. „Ég var voðalega stressaður yfir þessu öllu, að vera að skrifa fyrir stóran fréttamiðil og það um körfubolta.“ Atli segir að með hjálp Hauks, vinar síns, hafi hann lært ýmis hugtök og staðreyndir um boltann. Hann segir sitt helsta markmið verra að skila frá sér umfjöllun um körfubolta á skýran hátt. „Ég vil að þeir sem ekki sjá leikinn geti lesið umfjöllunina mína og tekið þátt í samræðum um leikinn á kaffi­ stofunni daginn eftir.“ Atla hefur farið mikið fram í umfjöllun sinni um körfubolta og segist reglulega fá hrós frá bæjarbúum Reykjanes­ bæjar. Hlaðvarp Atla, Undir körfunni, hefur notið mikilla vinsælda en þættirnir eru klukkustundar viðtöl þar sem Atli kynnist leikmönnum og liðum þeirra betur. Atli segir hugmyndina að hlaðvarpinu hafa orðið til í fjölmiðlastúkunni á körfuboltaleik. Var það skoðun Atla að erfitt væri að kynnast leik­ mönnum í stuttum viðtölum eftir leiki. „Einn daginn er ég að blaðra við Davíð Eld, ritstjóra karfan.is, um að öll körfuboltahlaðvörp á Ís­ landi séu um það sama. Þau fjalli öll um leikina frá liðinni umferð. Ég talaði fyrir vöntun á því að taka svona eigindleg viðtöl við leik­ menn.“ Þá segir hann Davíð hafa tekið vel í hugmyndina og úr varð hlaðvarpið Undir körfunni. Atli leggur mikið upp úr því að kynjajafnvægi sé í viðmælandahóp sínum en hann ákvað að taka viðtöl við einn kvenkyns og einn karl­ kyns fulltrúa frá hverju liði í úr­ valsdeildinni. „Athyglin er aðeins meira á karladeildinni en kvenna en ég ákvað strax að ég vildi taka kvennadeildina fyrir líka,“ segir Atli. Þá segir hann liðin frá Suður­ nesjum einnig fá meiri athygli en önnur. „Það er aðeins meiri athygli á Suðurnesjaliðunum því körfu­ boltinn er svo stór hér.“ Atli flutti til Reykjanesbæjar fyrir nokkrum árum vegna vinnu sinnar sem flugþjónn og líkar vel. Hann segir körfuboltann vera það besta við að búa á svæðinu. „Körfu­ boltinn er einhvern veginn svo mikið lím hérna, allir sem ég þekki hér tengjast körfubolta á einn eða annan hátt,“ segir Atli. „Ég fattaði það um leið og ég kom inn í körfu­ boltann að hann gerir einhvern veginn alla vegi færa í Reykja­ nesbæ,“ bætir hann við og hlær. NAFN: ALDUR: ROBBI RYAN 24 ÁRA STAÐA Á VELLINUM: BAKVÖRÐUR (GUARD) MOTTÓ: AÐ VERA GÓÐ MANNESKJA Vil frekar vera sú sem borðar en sú sem eldar Robbi Ryan gekk til liðs við nýliða Grindavíkur í Subway- deild kvenna í byrjun tímabils. Hún hefur reynst liðinu happafengur og leiðir liðið í stigum, fráköstum og stoð- sendingum. Robbi svarar nokkrum laufléttum spurningum í uppleggi vikunnar. Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Enga sérstaka – ég borða, legg mig og hlusta á tónlist. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Ég hef spilað körfubolta síðan ég man eftir mér. Ég á fjögur eldri systkini og þau voru öll í íþróttum svo ég hef alltaf verið innan um íþróttir. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Michael Jordan og Kobe. Hver er þín helsta fyrirmynd? Vinkona mín, Briann January. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Ekki viss. Hver er besti samherjinn? Þeir allir. Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Öll liðin eru með sína hæfileika og þau bjóða upp á ólíkar áskoranir í hverjum leik. Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Að halda áfram að vaxa sem leikmaður og bæta mig og liðið. Hvert stefnir þú sem íþrótta- maður? Vonandi í rétta átt og læri eitthvað nýtt og vaxi á hverjum degi. Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Ekki viss. Fjölskylda/maki: Ég á fjögur eldri systkini, þrjár systur og bróður. Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Að hafa getað notað aðstöðu mína í háskóla til að vekja fólk til vitundar um geðheilbrigði, jafnvel þótt það hafi bara náð eyrum fárra. Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Hlusta á og spila tónlist, gera hvað sem er utan dyra og drekka kaffi. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Býð sjálfri mér upp á kaffi og með því. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Morgunverður. Ertu öflug í eldhúsinu? Ég get verið það en ég vil frekar vera sú sem borðar en sú sem eldar [hlær]. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég get spilað á gítar. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Ekki viss. TREYJA NÚMER: 21 Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is sport

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.