Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2022, Page 13

Víkurfréttir - 09.03.2022, Page 13
 Orlofshús Stjórnendafélags Suðurnesja Sumarúthlutun 2022 Orlofshús félagsins eru á eftirtöldum stöðum: • Öldubyggð við Svínavatn í Grímsnesi • Furulundur á Akureyri • Álfasteinssund í Hraunborgum í Grímsnesi Sumarútleiga er frá 27. maí til 3. september. Sótt er um orlofshús á orlofsvefnum: www.orlof.is/vssi. Innskráning á vefinn er með Íslykli eða með Rafrænum skilríkjum. Umsóknafrestur er frá til 15. mars til 28. mars 2022. Úthlutað verður, samkvæmt punktakerfi. Umsækjendum verður tilkynnt um úthlutun með tölvupósti. Ari Arnljóts Sigurðsson – minningarorð Góður félagi og mannvinur, Ari Arnljóts Sigurðsson, féll frá 19. febrúar á nítugasta aldursári. Ari átti djúpar rætur í Framsóknar- flokknum og starfaði innan vé- banda hans um áratuga skeið ásamt Halldóru konunni sinni. Ari var duglegur að sækja fé- lagsfundi Framsóknar á meðan heilsan leyfði. Ari og Halldóra voru mjög áhugasöm um framgang Fram- sóknarfélaganna í Reykjanesbæ, ávallt hvetjandi og gefandi góð ráð í baráttunni. Fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar var Ari gjarn á að gefa okkur unga fólkinu góð ráð. Hann fagnaði mjög vaxandi starfi innan Framsóknarfélags Reykjanesbæjar og hvatti okkur til dáða. Minnistætt var þegar Ari tók til máls á á félagsfundi vorið 2018 þegar listi flokksins fyrir kosningarnar var sam- þykktur. Stutt var í kímnina hjá Ara og lagði hann upp með þá staðreynd að enginn stefna stæðist eins vel tímans tönn eins og Framsóknarstefnan. Það sæist best á þeim öfluga hópi sem nú færi fram fyrir Framsókn í Reykjanesbæ. Unga fólkið skildi mikilvægi sam- vinnunnar og jafnvel hann, sem væri orðinn hálf heyrnalaus og gamall, yngdist um mörg ár við að sjá svo glæsilegan hóp! Ari ann flokknum og starfinu af heilum hug. Þau hjónin færðu Framsóknarfélaginu gjafir og sýndu í verki hversu dýrmætt það er fyrir Framsókn að eiga hugsjónafólk sem lætur gott af sér leiða fyrir samfélagið sitt. Ara verður sárt saknað. Halldóru og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður Díana Hilmarsdóttir, bæjarfulltrúi Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, varaalþingismaður Kristinn Jakobsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR Mávabraut 10c , Reykjanesbæ lést á Hrafnistu Nesvöllum laugardaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 10. mars klukkan 13. Athöfninni verður streymt https://www.facebook.com/groups/sigridureyjolfsdottir Ísleifur Gíslason Pálmar Axel Gíslason Hermina Rós Jamora Áki Pétur Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Vandi HSS og umræðan Guðmundur Björnsson. Nýverið sendi framkvæmdastjórn HSS frá sér yfirlýsingu þar sem m.a. segir að í áratugi hafi HSS þurft að starfa í eitruðu umhverfi ómálefna- legrar umræðu sem sé ein af helstu orsökum mönnunarvandans. Þá segir að ef þessum árásum linni ekki verði vandinn sem við reynum sam- hent að leysa einfaldlega verri. Þessi viðbrögð bjóða ekki upp á samhenta lausn. Það hefur margoft komið fram að framlag ríkisins til heilbrigðismála á Suðurnesjum er mjög lágt og hefur ekki fengist leiðrétt. Er það ekki meginorsökin fyrir mönnunarvand- anum og svo e.t.v. stjórnunar- og/eða skipulagsvandi á stofnuninni? Um- ræður um HSS hafa vissulega verið neikvæðar, stundum um of. Um- ræðuhefðin hér hefur lengi verið á neikvæðu nótunum og nauðsynlegt að hún verði málefnalegri. Fjölbrautaskóli Suðurnesja tók til starfa 1976. Í upphafi var um- ræða um hann í þessum neikvæða farvegi, hann naut lítils trausts, var talaður niður og margir foreldrar sendu börn sín í framhaldsnám í Reykjavík. Honum var í raun ekki gefið andrúm til að koma á stöðug- leika í rekstri og mönnun. Með mark- vissu starfi starfsfólks skólans náði hann vopnum sínum, meginhluti starfsfólks býr nú á svæðinu og hefur starfað við skólann í áratugi. Skólinn nýtur nú trausts og mikillar aðsóknar. Í fjölda ára var hér mikið og nei- kvætt umtal um grunnskóla. Vinur minn sem bjó úti á landi fékk vinnu hér fyrir um tuttugu árum og vinnur hér enn. Þau hjónin settu stefnu á að setjast hér að með sín börn en sú neikvæða mynd af grunnskólum sem við þeim blasti varð til þess að þau settust að í Hafnarfirði. Ég held að ég muni það rétt að Árni Sigfússon, sem varð bæjarstjóri í Reykjanesbæ 2002, hafi tekið málefni skólanna í fangið og átt drjúgan þátt í því að þeir njóta nú almenns trausts. Ég rifja þetta upp til að benda á að unnt er með markvissum aðgerðum að komast út úr storminum og ná sáttum og gagnkvæmu trausti. Kvartanir og neikvæð umræða um HSS hafa verið viðvarandi í langan tíma og farið vaxandi. Þetta beinist ekki að starfsfólkinu, þó einhverjir læknar hafi fengið falleinkunn, heldur að skipulagi og aðgengi. Sjálfur hef ég ekki kynnst öðru en góðu viðmóti og þjónustu alls starfs- fólks og þakka fyrir það. Ég get hins vegar ekki sætt mig við að þurfa að bíða í vikur eftir tíma hjá lækni eða að mæta á læknavaktina í fimm mínútna viðtal eða fá stuttan síma- tíma og hitta aldrei á sama lækninn. Ég hef því skráð mig hjá heilsugæslu- stöð á höfuðborgarsvæðinu þar sem ég hef fastan heimilislækni sem ég get leitað til með stuttum fyrirvara. Mér skilst að fjöldi fólks hafi gert hið sama. Talað er um einhver þúsund. Þetta ætti vissulega að létta á rekstr- inum hér en virðist ekki gera það. Það er bráðnauðsynlegt að koma umræðunni upp úr þessum hjól- förum. Valgerður Björk Pálsdóttir segir í góðri grein í Víkurfréttum 23. febrúar að varnarviðbrögð stjórn- enda HSS séu hrokafull sem ég tek undir. Slíkt eykur ekki traust og býður ekki upp á vitræna umræðu. Hún leggur til að komið verði á al- vöru almennings samráði sem heil- brigðisráðuneytið stæði fyrir með þátttöku fulltrúa íbúa og HSS. Hún útskýrir þetta nánar í greininni sem ég bendi fólki á að lesa. Ég tek heils- hugar undir hugmyndir hennar og tel að fulltrúar sveitarfélaganna (SSS) þurfi einnig að koma að þessu. Ég hvet sveitarstjórnir og fulltrúa HSS að stuðla að því að koma málum í slíkan farveg í samvinnu við heil- brigðisyfirvöld. Undirbúningur að byggingu ann- arrar heilsugæslustöðvar mun vera á byrjunarreit. Nýlega var auglýst eftir bráðabirgðahúsnæði fyrir þá starfsemi ef ég man rétt. Kæmi e.t.v. til greina að skoða hvort ekki væri unnt að fá heimild til að stofna hér einkarekna heilsugæslustöð? Mörg dæmi eru um slíkar stöðvar á höfuð- borgarsvæðinu sem ánægja er með. Hugsanlega tæki styttri tíma að byggja upp slíka stöð en ef um opin- bera framkvæmd er að ræða. HSS fengi þá samkeppni sem er af hinu góða. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru foreldra, GYÐU EIRÍKSDÓTTUR OG MEINERTS JÓHANNESAR NILSSEN áður Borgarvegi 11, Ytri-Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og starfsfólks Nesvalla fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Erna Nilssen Unnar Már Magnússon Júlíanna María Nilssen Gyða Minný Nilssen Sigfús K. Magnússon Eiríkur Arnar Nilssen vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.