Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Málfundafélagið Faxi í samstarfi
við Reykjanesbæ og Víkurfréttir
býður framboðum til sveitar-
stjórnarkosninga í Reykjanesbæ
til framboðsfundar í Hljóma-
höll þann 2. maí næstkomandi
klukkan 19:30 til 22:00.
Sambærilegur fundur fór fram
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
2018 og þóttist heppnast vel. Sjö
listar bjóða fram og má því búast
við fjörugum umræðum.
Fundinum verður streymt á
síðum Víkurfrétta en að sjálfsögðu
eru gestir boðnir velkomnir í sal.
Málfundafélagið Faxi hefur
starfað samfellt frá stofnun þess
árið 1939. Faxi hefur látið til sín
taka í málefnum sveitarfélagsins
í gegnum tíðina og meðal annars
gefið út samnefnt blað frá árinu
1940 þar sem áhersla er lögð á
að varðveita söguna um menn og
málefni svæðisins.
Vonast er til að hægt verði að opna
sundlaug Grindavíkur á næstu
dögum. Um páskana kom frétt á
síðu Grindavíkurbæjar þess efnis
að sundlaug bæjarins væri lokuð
vegna bilunar. Fyrstu fregnir
hermdu að jafnvel yrði hún lokuð
í einhverjar vikur. Eggert Sólberg
Jónsson, sem er með málið á sinni
könnu fyrir hönd Grindavíkur-
bæjar, sagði að þær fréttir ættu
ekki við rök að styðjast og von-
andi verði hægt að opna laugina á
næstum dögum.
Sundlaugin var vígð í apríl 1994 og
var mikil bylting fyrir Grindvíkinga
sem höfðu fram að þeim tíma þurft
að sætta sig við 12,5 metra poll við
grunnskólann. Vel tókst til verka við
byggingu sundlaugarinnar og þóttu
sundklefarnir einkar vel heppnaðir.
Einu sinni hefur verið skipt um dúk
í sundlauginni og telst það eðlilegt
viðhald en vissulega er sundlaugin,
útisvæðið og rennibrautin orðin barn
síns tíma.
Fyrir liggur að vinna við nýtt
deiliskipulag fyrir öll íþróttamann-
virki í Grindavík er í gangi og inn í
því eru tillögur að innisundlaug og
nýrri útisundlaug. Auk þess er þar að
finna tillögur að gervigrasvelli fyrir
knattspyrnufólk, æfingaraðstöðu
fyrir fimleika en þessi deiliskipu-
lagsvinna ætti að klárast á þessu
ári og þá verður í höndum nýrrar
bæjarstjórnar að taka ákvörðun um
forgangsröðun, ekki nema að ráðist
verði í allt á sama tíma.
Ef kafað er dýpra í sögu sund-
laugar Grindavíkur þá kemur ýmis-
legt upp úr krafsinu en ákveðinn
styr hefur staðið um þessi mál-
efni allar götur síðan nýir sund-
búningsklefar voru teknir í notkun
árið 2015. Þótti heimafólki illa hafa
tekist við hönnun klefanna en t.d.
er ekki salernisaðstaða við sturtur
svo viðkomandi neyðist til að bleyta
svæði þar sem nýklæddur fer síðan
um. Fyrstu dagana eftir opnun var
talsverð slysahætta þar sem sturtu-
gólfið var fljúgandi sleipt og þurfti að
loka aðstöðunni á meðan gólfið var
hraunað. Mörgum finnst gangurinn
frá klefunum að sundlaug og heitum
pottum ansi langur og hvað þá yfir
kaldasta tímann á veturna.
Vonandi hillir undir bjartari tíma
fyrir sundgesti Grindvíkinga og
verður spennandi að sjá hvort flokk-
arnir sem eru í framboði muni ekki
setja þetta málefni ofarlega á sinn
málefnalista en eins og áður kom
fram þá ætti að verða hægt að kynna
nýtt deiliskipulag íþróttasvæðis á
þessu ári.
– vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ
Framboðsfundur
í Hljómahöll 2. maí
Sundlaugin í Grindavík
opnuð aftur á næstu
dögum eftir bilun
Sigurbjörn Daði Dagðbjartsson
sigurbjornd@gmail.com
Innviðaráðuneytið hefur veitt
Reykjanesbæ heimild til að gefa
eftir kröfu á Reykjaneshöfn upp
á þrjá milljarða og 73 milljónum
króna betur.
Reykjaneshöfn hefur á undan-
förnum árum gengið í gegnum fjár-
hagslega endurskipulagningu með
endurfjármögnun og sölu eigna. Eftir
standi krafa bæjarsjóðs á höfnina
sem komið hafi til vegna uppbygg-
ingar við Helguvíkurhöfn. Hafi for-
senda þeirra framkvæmda verið sú
að búið var að gera samninga bæði
um kísilver og álver og á þeim grunni
að höfnin væri í samkeppnisrekstri.
Ljóst sé nú að ekki fáist tekjur vegna
þessara samninga í framtíðarrekstur
hafnarinnar og því muni hún ekki
hafa bolmagn til að greiða umrædda
skuld sína við bæjarsjóð Reykjanes-
bæjar, segir í erindi Reykjanesbæjar
til innviðaráðuneytisins. Eftirgjöf
kröfunnar muni styrkja rekstrar-
hæfi og eiginfjárstöðu hafnarinnar
og auka líkur á sjálfbærum rekstri
hennar.
Innviðaráðuneytið tók málið
til skoðunar og er það mat ráðu-
neytisins að skuldirnar, sem um
ræðirm teljist vera vegna óreglu-
legrar skuldasöfnunar og veitir því
Reykjanesbæ heimild til að gefa eftir
kröfuna á höfnina upp á 3.073 m.kr.
Má gefa eftir kröfu
á Reykjaneshöfn
upp á þrjá millj-
arða króna
Í dag eru 1014 börn í leikskólum
Reykjanesbæjar og hafa aldrei
verið fleiri. Skólaárið 2022-
2023 er áætlað að börn í leik-
skólum Reykjanesbæjar verði að
óbreyttu 1050. Gert er ráð fyrir
að öll börn sem fædd eru árið
2020 muni
fá leikskóla-
pláss í lok
sumars 2022.
Nú þegar hafa
69 börn fædd
á r i ð 2 0 2 0
h a f i ð l e i k -
skólagöngu sína. Stefnt er að því
að nýr leikskóli rísi í Dalshverfi
III á vormánuðum 2023. Þá er
stefnt að því að byggingu leik-
skóla í Hlíðahverfi verði lokið
fyrir haustið 2023 og þriðja
áfanga Stapaskóla verði lokið
fyrir haustið 2024. Þetta kemur
fram í fundargögnum frá síð-
asta fundi fræðsluráðs Reykja-
nesbæjar. Ingibjörg Bryndís
Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi
og Helgi Arnarson sviðsstjóri
fræðslusviðs fóru yfir fjölda
leikskólabarna í Reykjanesbæ
og horfur varðandi leikskóla-
pláss á komandi misserum.
„Fræðsluráð fagnar þeim upp-
byggingaráformum leikskóla sem
kynnt voru á fundinum. Ljóst er
að með þeim áætlunum sem voru
kynntar mun Reykjanesbær geta
mætt þeirri þörf fyrir leikskóla-
pláss sem er til staðar í sam-
félaginu sem og tekið inn yngri
börn. Fræðsluráð leggur áherslu
á að uppbyggingaráætlun til
framtíðar verði skilgreind nánar
og fylgt eftir,“ segir í fundargerð
ráðsins.
Fagna uppbygg-
ingaráformum
leikskóla
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur
falið Kjartani Má Kjartanssyni
bæjarstjóra að nýta fyrir hönd
sveitarfélagsins forkaupsrétt vegna
lóðarinnar Berghólabrautar nr. 9a.
Lóðin hýsti áður starfsemi steypu-
stöðvar en hafði verið skipt upp og
sá eignarhluti sem Reykjanesbær
neytir nú forkaupsréttar á var
kominn í eigu Olíuverslunar Íslands.
Forkaupsréttur á lóðinni
Berghólabraut 9a nýttur
Vonandi hillir undir bjartari tíma fyrir sundgesti Grindvíkinga.
VF-mynd: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Helguvíkurhöfn.
Berghólabraut 9a er næsta lóð við Kölku í Helguvík.
2 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum