Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Grásleppan og gullvagninn Páskahelginni 2022 lokið og fram- undan sól og sumarylur, í það minnsta vonum við það. Grásleppuvertíðin hófst í apríl. Nokkrir bátar eru komnir á þær veiðar og eru aðallega tvö veiði- svæði sem að bátarnir eru að stunda veiðarnar. Skammt utan við Grindavík og á svæðinu í kringum Hópsnes og síðan utan við Sand- gerði og áleiðis að Stafnesi. Garpur RE er aflahæstur bátanna enn sem komið er og er kominn með 21,1 tonn í fimm róðrum en hann landar í Grindavík. Þar er er líka Tryllir GK sem er kominn með 670 kíló í einni löndun. Í Sandgerði eru nokkrir bátar komnir á veiðar. Guðrún GK var t.a.m. með 2,1 tonn í einni löndun. Ragnar Alfreðs GK með 3,6 tonn í tveimur og Sunna Líf GK 1,8 tonn í einni löndun. Fyrir páska var þónokkur floti af línubátum á veiðum utan við Sandgerði. Bátarnir lágu þar yfir páskana en eru allir komnir út aftur og fyrstu tölur eftir páskana benda til þess að fiskur er þarna fyrir utan. Hafrafell SU var t.d. með 11,3 tonn (reyndar þorskur og ýsa, vantar aukategundir), Sandfell SU 12,2 tonn (líka þorskur og ýsa, vantar aukategundir). Tölur um aðra báta voru ekki komnar inn fyrir afla þeirra núna eftir páskana. Skoðum aðeins á dragnótabátana nú í apríl. Aðalbjörg RE er með 39 tonn í fimm löndunum, Maggý VE með 33 tonn í fjórum, Benni Sæm GK 9,1 tonn í einni, Sigurfari GK 19 tonn í einni og Siggi Bjarna GK 8,8 tonn í einni löndun. Hjá netabátunum núna í apríl þá er Erling KE kominn með 199 tonn í ellefu róðrum. Grímsnes GK 80 tonn í níu, Maron GK 58 tonn í níu, Halldór Afi GK 18 tonn í fimm róðrum og eru þá netabátarnir upp- taldir. Hjá línubátunum er Sighvatur GK með 236 tonn í tveimur en helm- ingur af þessum afla var landað í Grundarfirði. Fjölnir GK 233 tonn í þremur róðrum, Valdimar GK 224 tonn í þremur róðrum, Páll Jónsson GK 171 tonn í tveimur og landaði hann meðal annars á Skaga- strönd. Valdimar GK, Sighvatur GK og Fjölnir GK voru allir á veiðum djúpt úti frá Sandgerði. Af minni bátnum þá er Sandfell SU með 148 tonn í tólf löndunum, Hafrafell SU 151 tonn í tólf, Kristján HF 116 tonn í níu, Vésteinn GK 111 tonn í tíu, Indriði Kristins BA 102 tonn í átta og Gísli Súrsson GK 98 tonn í níu, allir að landa bæði í Grindavík og Sandgerði, Háey I ÞH, sem er nýjasti línubát- urinn í 30 tonna flokknum, var með 80 tonn í fimm og landaði Háey I þessum afla í Grindavík. Þar voru líka Sævík GK með 57 tonn í sex löndunum, Daðey GK 55 tonn í sex, Margrét GK með 54 tonn í sex og Hulda GK 51 tonn í sjö róðrum. Aðeins meira varðandi þennan bát Háey I ÞH, báturinn er smíð- aður á nokkuð sérstökum stað. Hann var smíðaður hjá Víking en það fyrirtæki er staðsett á Esjumelum í Mosfellsbæ og er ansi langt frá sjó. Enginn höfn er í þarna nálægt og því var leitað til Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og fenginn dráttarvél og vagn sem hún dregur, sem í daglegu tali er kall- aður gullvagninn. Saman fór þessi hersing alla leið frá Njarðvík og upp í Mosfellsbæ og sótti bátinn Háey I ÞH og dró hann í Grafarvoginn þar sem að báturinn var settur á flot á háflóði. Tveir minni bátar voru til aðstoðar gullvagninum frá Njarðvík til að draga bátinn út. Gekk það vel og hefur útgerð bátsins gengið nokkuð vel en hann er gerður út af GPG á Húsavík. aFlaFrÉttir á SuÐurNESJum Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Vilja aukna samvinnu vegna atvinnuleitenda með skerta starfsgetu Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) hvetur aðildar- sveitarfélög sín til að skoða hvort þau geti aukið samvinnu við Vinnu- málastofnun vegna atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram í bókun frá SSS. Bæjarráð Grindavíkur tekur undir bókun SSS og mun halda áfram að taka þátt í þessu átaki hér eftir sem hingað til. Óheimilt er að byggja hús eða mann- virki sem skyggt gætu á Vatnsnesvita „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin] látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.“ Þetta kemur fram í afgreiðslu hafnarstjórnar Reykjanesbæjar sem samþykkt var samhljóða sem svar við fyrirspurn frá Jóni Stefáni Einarssyni, arkitekt, um áhrifasvæði Vatnsnesvita í tengslum við upp- byggingu á Vatnsnesinu. Íbúum fjölgar mest á Suður­ nesjum og Suðurlandi Íbúum fjölgaði mest á Suðurnesjum (3,2%) og Suðurlandi (3,3%) á síð- asta ári en landsmeðaltal var 2,0%. Þetta kemur fram í nýjum upplýs- ingum um mannfjölda frá Hagstofu Íslands fyrir 1. janúar 2022. Skemmtiferðaskip úti fyrir Vatnsnesi. VF-mynd: Hilmar Bragi Frá Grindavík. Skátar halda í hefðir á sumardaginn fyrsta Skrúðganga skáta á Hafnargötu árið 2007 Þessa gömlu mynd fundum við í myndasafni okkar á Víkurfréttum og hefur væntanlega fylgt viðtali í blaðinu fyrir mörgum árum. Þekkið þið fólkið á myndinni? Fylking skáta úr Heiðabúum gengur niður Faxabraut á sumardaginn fyrsta árið 2009 Heiðabúar á leið í skátamessu árið 2004 Skátar í skrúðgöngu niður Hafnargötu fyrir liðlega 30 árum eða svo ... Það er ekki alltaf sól í minningunni frá sumardeginum fyrsta ... Skátar í skátafélaginu Heiðabúum hafa haldið í þá góðu hefð að ganga fylktu liði í skrúðgöngu um Keflavík á sumardaginn fyrsta. Skrúðgangan endar svo við Keflavíkurkirkju þar sem haldin er skátamessa. Hér eru nokkrar myndir úr safni Víkurfrétta frá skrúðgöngum skáta í gegnum tíðina. 6 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.