Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 16
Gleðilegt sumar Það er vor í lofti. Sumarflatirnar komnar í leik á golfvöllunum eftir erfiðan vetur og brúnin léttist á kylfingum. Það er alger óþarfi að láta bankasöluklúður og hópupp- sagnir í verkalýðsfélagi trufla okkur. Ef lundin léttist ekki með hækkandi sól þá er gott að hlusta reglulega á Rúnar Júl syngja Hamingulagið. Textinn er beint í mark. Enginn er það sem hann á. Allt það besta fæst frítt, bæði gamalt og nýtt. Lagið ætti að duga til að peppa alla í gír. Ef það þarf að slá frekar í klárinn og peppa sig enn frekar upp, þá má snúa á B hliðina og tralla með betri bíla, yngri konur, eldra viský, meiri pening. Það er fjör framundan á Suður- nesjum. Njarðvíkingar vinna tvöfalt í körfunni, Keflavík gerir vel í Bestu deildunum í fótbolta, fjörugar sveit- arstjórnarkosningar framundan með óvæntum úrslitum og nýtt eldgos í september. Svei mér þá ef það kemur ekki bara upp rétt nærri tánni. Lásuð þetta allt fyrst hér í Lokaorðum Vík- urfrétta, sem eru alltaf fyrstar með fréttirnar. Ég hvet ykkur öll til að taka þátt í íþróttastarfi í sumar. Áhorfendur á kappleikjum eru alveg jafn mikil- vægir og leikmenn. Það geta ekki allir verið inná vellinum í einu. Þeir sem standa á hliðarlínunni eru þeim sem berjast inná vellinum mjög mik- ilvægir. Hvatning stuðningsmanna er eldsneyti íþróttamannsins. Það er rísandi sól. Hún mun skína á Suðurnesin í sumar. Svei mér þá ef ég fer ekki holu í höggi í sumar. Í Grindavík, Sandgerði eða Leirunni. Þegar allt hér að ofan er búið að raungerast. Þá er setjið þið To be grateful með Trúbroti og Magga Kjartans á fóninn. Það er best. Eins og Suðurnesin. Það vita það bara alltof fáir. Gleðilegt sumar. Mundi Eldgos í september! Er ekki málið að byrja strax á göngustígum á Reykjanesi? Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sýningarpláss. Með umsókn þarf að fylgja greinargóð lýsing á þeirri sýningu sem fyrirhuguð er og ljósmynd með sýnishorni af þeim verkum sem til stendur að sýna. Margs konar listform kemur til greina svo sem málverk, grafík, teikningar, ljósmyndir, skúlptúrar o.fl. Ekki er þó gert ráð fyrir rafrænni miðlun að þessu sinni. Notast verður við sýningakerfi Bíósalar sem eru brautir með nælonþráðum. Ekki er heimilt að negla í veggi. Val á sýnendum er í höndum Listasafns Reykjanesbæjar. Sýnendur bera sjálfir ábyrgð á sýningunni og sjá um uppsetningu með aðstoð frá Listasafni Reykjanesbæjar. Sýnendur fylgja þeim reglum sem gilda um starfsemi í Duus Safnahúsum. Listasafnið áskilur sér rétt til að velja úr verkum sýnenda í samstarfi við þá. Allir sem stunda myndlist af einhverju tagi geta sótt um en þeir sem ekki hafa sýnt í húsunum áður hafa forgang. Hópar geta einnig tekið sig saman og sótt um í einu nafni. Þá er yngra fólk einnig sérstaklega hvatt til að sækja um. Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið helga.a.palsdottir@reykjanesbaer.is í síðasta lagi 9. maí. Í efnislínu (subject) skal skrifa: Sumarsýning í Bíósal. Öllum umsóknum verður svarað. Með umsókn skal fylgja: n Greinargóð lýsing á fyrirhugaðri sýningu, svo sem hvernig verk, fjöldi, stærð, efnisinntak o.s.frv. n Ljósmynd/ljósmyndir með sýnishorni af verkum n Ferilskrá umsækjanda Má bjóða þér að sýna í Duus Safnahúsum? Duus Safnahús og Listasafn Reykjanesbæjar vilja bjóða til samstarfs í sumar við fólk sem ástundar myndlist og býr á Suðurnesjum. Hugmyndin er að bjóða Bíósal undir myndlistarsýningu frá 4. júní til 27. ágúst. Það ræðst af fjölda og eðli umsókna hvort um eitt eða tvö sýningartímabil verður að ræða, eins geta sýnendur reiknað með að taka þátt í samsýningu. LO KAO RÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS ÁHUGAVERÐ SAMANTEKT SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTA Eldur í æðum Reykjanesskaga Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á vf is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.