Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 12
Ég er kominn heim Sverrir Bergmann Magnússon, 3. sæti á S-lista Samfylkingar og óháðra. Ég flutti til Reykjanesbæjar um miðjan ágúst 2018 ásamt Kristínu konunni minni. Á þessum tíma var hún að vinna á Keflavíkurflugvelli og kunni því vel. Við höfðum velt því fyrir okkur að flytjast búferlum meðal annars vegna þess að hraðinn og læti borgarinnar heillaði ekki lengur. Við ákváðum því að setja stefnuna í vestur og flytja til Reykjanesbæjar. Stór hluti ákvörðununarinnar var einnig sú að íbúðaverðið hér var mun hagstæðara og gátum við þannig selt litlu íbúðina okkar og notað það sem kom inn til að versla okkur einbýlishús í Innri-Njarð- vík. Þetta var stór og mikil ákvörðun en þegar hingað var komið fann ég að þetta var hið eina rétta, mér leið eins og ég væri kominn heim. Hér upplifði ég að fólk horfði í augun á þér og bauð góðan daginn. Vina- legur en ákveðinn metingur var á milli íþróttaliðanna tveggja, fólk elskaði að syngja og hafa gaman og nágrannakær- leikurinn var eins og í ævintýri. Ég var aftur orðinn partur af samfélagi. Til- finning sem ég hafði ekki fundið fyrir síðan ég bjó á Sauðárkróki en þar var ég fyrstu tuttugu ár ævi minnar. Í kjölfarið var það því það eina rök- rétta í stöðunni að stofna fjölskyldu. Í febrúar 2020 kom síðan frumburður okkar Ásta Bertha í heiminn. Ein- hverjum fimmtán mánuðum síðar mætti Sunna Stella systir hennar á svæðið. Þetta hafa því verið ansi við- burðarík síðustu ár og má í raun segja að lífið hafi ekki verið að fullu byrjað fyrr en ég flutti hingað. Fleiri leikskólar Það breytist allt þegar maður eignast börn. Þegar börn eru komin í spilið fer maður að treysta á sveitarfélagið á annan máta en áður. Þá horfir maður til þjónustu sem nauðsynlegt er að hafa aðgang að þannig við foreldrarnir getum aftur farið að taka þátt í daglegu lífi og aflað tekna fyrir fjölskylduna. Við vorum einstaklega heppin þegar kom að því að finna dagmömmu fyrir eldri dóttur okkar. Kristín konan mín hafði verið í sundi og lenti á spjalli við konu sem vildi svo til að búa við hlið- ina á dagmömmu. Í ljós kom svo að hún var með laust pláss fyrir okkur. Þegar síðan kom að leikskólagöngu hjá henni vorum við svo heppin aftur að hún var síðasta barnið til að komast inn það haustið. Þá hafði Kristín verið búin að hringja í alla leikskóla í Reykja- nesbæ til að reyna að snapa pláss fyrir barnið. Með þá yngri þá vorum við svo aftur heppin að við römbuðum á góða konu sem var einmitt að hefja starf sem dagmamma og var til í að fá hana til sín. Það vildi svo til að þetta var í vikunni áður en Kristín hóf störf aftur eftir fæðingarorlofið. Öll þessi dagvistun dætra okkar hefur því komið til af einskærri heppni. Það á ekki að vera þannig. Við vitum um stóran hóp foreldra í bæjarfélaginu sem ekki eru jafn heppnir. Þeir sömu foreldrar hafa þannig þurft að leita leiða til, eða jafnvel fresta því, að mæta til vinnu því hvergi var hægt að finna stað fyrir börnin. Þetta orsakar tekju- tap sem kemur strax á eftir tekjutap- inu sem orsakast af því að fara í fæð- ingarorlof. Samfylkingin leggur mikla áherslu á að breyta þessum hlutum í hag fyrir alla foreldra en sveitarfélagið okkar samanstendur af fjöldamörgum barna- fjölskyldum og ábyrgðin því mikil. Markmiðin okkar eru meðal annars þau að hvetja fleiri íbúa til að verða dagforeldra og styrkja þau til þess með stofnstyrk. Auk þess að sveitarfélagið muni greiða fyrir námskeið sem und- anfara fyrir þau. Auk þess munum við bæði kaupa og byggja fleiri leikskóla sem geta tekið inn átján mánaða börn á leikskóla. Reykjanesbær mun einnig niðurgreiða kostnað til þeirra foreldra sem eru með börnin sín hjá dagforeldri þegar börnin eru orðin átján mánaða þannig að þau borgi eins og börnin væru á leikskóla. Höfum hlutina í lagi Annað risastórt atriði sem ég átt- aði mig á eftir að börnin komu til var hversu óþægilegt það er að vera í bæ þar sem ég get ekki treyst á heilsu- gæsluna. Fyrst um sinn fórum við alltaf á HSS þegar eitthvað kom upp á en fengum þar þurrt viðmót og oft rangar greiningar þegar stelpurnar okkur urðu veikar. Í kjölfarið fórum við því til Reykjavíkur til að fá annað álit sem reyndist alltaf rétt og eftir nokkur skipti ákváðum við að fara alltaf beint til Reykjavíkur. Okkur fannst það al- gjör óþarfi að leggja það á stelpurnar okkar að hanga inn á HSS í daufri bið- stofu bíðandi eftir lækni sem nennti engan veginn að sinna okkur. Ég veit að ég er alls ekki einn um þessa upp- lifun en þessi grunnþjónusta verður að vera í lagi. HSS þarf að koma sér í aukið sam- tal við okkur íbúana. Við eigum skilið samtalið um hvað sé að gerast innan- dyra og hvert framhaldið er. Ég man þegar ég var nýfluttur í bæinn þá fór ég á leiksýningu þar sem mikið grín var gert af HSS og ég man að ég hugs- aði að þetta gæti nú ekki verið svo slæmt. Þesii túlkun var það ótrúleg að ég hló með sjálfum mér og hugsaði að það hlyti nú að vera betur lagt í heil- brigðistofnun sem þjónar svona stóru sveitarfélagi. Því miður þá virðist þetta vera raunin. Í mörg ár höfum við lesið fréttir er varða þessa einu heilbrigðisstofnun okkar. Fregnir sem segja til um óá- nægju með þjónustu, langan biðtíma og skort á fjármagni. Eigum við að þurfa að lesa þetta ár eftir ár? Er ekki hægt að breyta þessu og þróa þjónustu í hag okkar íbúa sem þurfum á þessari þjónustu að halda? Þessu verðum við að breyta og ef fjármagnið er það eina sem þarf til að laga þetta þá verðum við að fara að herja á fjárlagavald rík- isins því við sem samfélag eigum skilið hæfa heilbrigðisþjónustu líkt og allir aðrir þegnar þessa lands. Ég vil þó taka það fram að þeir barnalæknar sem koma tvisvar í viku þegar maður á pantaðan tíma eru til mikillar prýði og bæta því við að ung- barnaverndin hefur reynst okkur vel. Þá finnst mér einnig ábótavant að hverfi á stærð við Innri Njarðvík og Ásbrú skuli ekki hafa aðgang að al- mennilegri verslun og/eða þjónustu. Til samanburðar búa fleiri á Ásbrú en í Grindavík og í Innri Njarðvík búa fleiri en í heimabæ mínum, Sauðár- króki. Á þessum stöðum myndi aldrei ganga að hafa eina litla og dýra hverfis- sjoppu. Við hljótum að geta fundið leið til þess að gera það arðbært og aðlað- andi fyrir einhverja af þessum helstu þjónustuaðilum og verslunum að vera með útibú í þessum hverfum. Reykjanesbær er uppfullur af frábæru fólki sem á að geta haft aðgang að sjálf- sagðri þjónustu.Við höfum við gert vel en við getum gert betur og ætlum að gera betur. Höfum hlutina í lagi. Hver var uppáhaldskennarinn þinn? Halldór Rósmundur Guðjónsson, Beinni leið. Ef þú ert spurður hver hafi verið uppáhaldskennarinn þinn eru miklar líkur á því að þú getir svarað því án umhugsunar. Ég get það líka og mér hefur alltaf fundist það í rauninni athyglivert og umhugsunarvert. Næsta spurning virðist hins vegar vera flóknari. Ef þú ert síðan spurður hvers vegna hann hafi verið uppá- haldskennarinn þinn þarf að hugsa sig aðeins um. Kannski vegna þess að svarið er svo margþætt. Þegar ég hugsa um það þá felst svarið hvað mig varðar ekki bara í því sem kenn- arinn var að kenna og tala um heldur ekki síður hvernig hann gerði það og hvernig hann var og er. Þannig minnist ég líka margra annarra góðra starfsmanna skólans sem ég gekk í vegna þess hvernig þeir voru og sinntu sínum verkefnum af áhuga og metnaði. Ég hef stundum velt þessum já- kvæðum áhrifum skólans á mig sem einstakling og hve mikil þau í raun voru og eru. Einnig hvernig hægt er að styðja við skólakerfið þannig að þeir sem þar læra geti allir fengið þaðan gott veganesti sem hægt er að búa að og um leið notið námsins. Þetta er í raun ótrúlega vandasamt vegna þess að það er verið að und- irbúa nemendur fyrir framtíð sem við vitum ekki nákvæmlega hvernig verður og ekki síður vegna þess að hver nemandi hefur líka mismunandi þarfir. Síðan að gera þetta með sem bestum hætti og í góðu samstarfi. Við búum vel að góðu starfs- fólki í skólum Reykjanesbæjar og það sýndi sig vel hversu þessi hópur stendur sig vel í því krefj- andi og erfiða umhverfi sem þurfti að takast á við í skólunum á meðan heimsfaraldur gerði allt skólastarf nánast ómögulegt. Það er hins vegar okkar hlutverk að styðja stöðugt betur við skólafólk og nemendur Reykjanesbæjar. Jákvæð áhrif þess koma kannski ekki fram fyrr en eftir mörg ár en það dregur ekki úr metn- aði okkar að gera allt sem hægt er til þess að gera vel þannig að hver nemandi eigi jákvæðar minningar úr skólagöngu sinni. Þarf að vera hefðbundinn meiri- og minnihluti? Jónína Magnúsdóttir skipar 1. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Laufey Erlendsdóttir skipar 2. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Bæjarlistinn er framboð sem er ekki háð eða tengt stjórnmálaflokkum á landsvísu. Á listanum situr áhugasamt fólk sem vill leggja sitt af mörkum til að vinna að hag bæjarins og bæjarbúa. Við teljum mikilvægt að hver einstaklingur vinni eftir sinni sannfæringu með hag samfélagsins fyrir brjósti fremur en stefnu stjórnmálaflokka. Sveitarstjórn- armál eru að mörgu leyti frábrugðin landsmálunum. Í samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar er til dæmis ekki fjallað um meirihluta og minnihluta. Kjósendur velja sér níu fulltrúa til að stjórna málefnum bæjarins í fjögur ár og eru þeir fulltrúar sem valdir eru einungis bundnir af sannfæringu sinni við ákvarðanatöku. Hver veit nema í náinni framtíð hafi kjósendur val um að velja einungis einstaklinga í bæjar- stjórn frekar en að kjósa þurfi ákveðna lista eða flokka? Markmið framboðs Bæjarlistans í Suðurnesjabæ er að setja áhersluna á samfélagið og íbúa þess fyrst og fremst. Benda má á að í vel reknum fyrir- tækjum er stjórn sem fer fyrir hags- munum fyrirtækisins, þar er enginn meiri- og minnihluti, heldur teymi sem ræðir sig niður á bestu lausnirnar með hagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi. Ekki eru allir alltaf sammála en krafan er að ræða sig niður á lausn. Suður- nesjabær er ekkert annað en stórt fyr- irtæki sem vinnur að hagsmunum bæj- arbúa og þjónustu við þá. Því er engin sérstök ástæða að viðhafa pólitískan ágreining um þá þjónustu sem skiptir bæjarbúa mestu máli. Þess þá heldur er yfirleitt ekki mjög mikill munur á stefnuskrám framboða í bæjarstjórn. En hvernig sjáum við þetta fyrir okkur? Forseti bæjarstjórnar getur leitt málefnafundi allra kjörinna fulltrúa þar sem málefni á dagskrá bæjar- stjórnarfundar eru reifuð og rædd. Allar upplýsingar liggja á borðum fyrir alla kjörna fulltrúa og ábyrgð og vinnuálag dreifist. Við val á fulltrúum í nefndir bæjarins ætti að leita til fólks eftir þekkingu, hæfileikum og áhuga þannig að fleiri nefndarmenn séu virkir og fleiri og fjölbreyttari skoð- anir komi fram. Við sjáum strax að það muni auka skilvirkni og hag bæjar- búa. Það eru breyttir tímar í samfélagi nútímans, við þurfum miklu meira á því að halda að vinna að lausnum og standa saman. Verkefnin eru ærin og því er tíma bæjarfulltrúa mun betur varið í að vinna saman að málefnum bæjarins í stað hefðbundins fyrirkomu- lags um meirihluta og minnihluta. Við í Bæjarlistanum í Suðurnesjabæ stöndum fyrir faglega forystu og hug- rekki í ákvarðanatöku. X við O í kosningum 14. maí 2022. Hlutverk styrkjanna • Auka við nýsköpun á landsbyggðinni • Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni • Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðlastarf á forsendum svæðanna. Frekari upplýsingar og umsóknarform er að finna á www.hvin.is Upplýsingar veitir: Sigurður Steingrímsson sigurdur.steingrimsson@hvin.is N Ý S K Ö P U N A R S T Y R K I R F YRIR LANDSBYGGÐINA UMSÓKNAR FR ESTUR ER TIL 11. M AÍ 2 02 2 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina SKil á aÐSENdu EFNi Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is Velferð samborgara Kæru Suðurnesjabæjarbúar/Sandgerð- ingar og Garðsmenn. Það er gott að vera kominn aftur á heimaslóðir, eftir að hafa verið fjarri um all langa tíð frá þjónustu sem sóknarprestur fólks hér suður með sjó. Flutti hingað fyrir tveimur árum og nýt samveru og lífsins í samfélagi góðs fólks. Og mig sannarlega langar til að verða að liði. Þess vegna hef ákveðið að taka 3. sæti á framboðslista Samfylkingar- innar í Suðurnesjabæ, einkum vegna þess að ég hef áhuga á velferð sam- borgara okkar, að okkar unga og ekki síður eldra fólk njóti aðstoðar og um- hyggju, þeirrar bestu þjónustu sem okkur er unnt að veita. Þá ekki síður að við gætum þeirra sem eiga á brattan að sækja. En þetta er allt undir þeirri ábyrgð, að við gætum tryggrar fjármálastjórnar. Ástæða fram- boðsins er einföld; mig langar til að hafa áhrif á fáein grundvallaratriði lif- aðs lífs í þessu samfélagi. Ábyrg fjármálastjórn er grundvöllur þess sem sveitarfélag megnar að aðhaf- ast en þeirri stjórnun verður að vera stýrt af mannelsku; að hlutur þeirra sem lægri tekjur hafa sé og verði jafn- aðar til allra almennra þarfa. Ef velferð á að virka, þá þarf öflugt atvinnulíf. Það þarf líka sterka velferð til að gott atvinnulíf þrífist. Þetta er ekki flókið. Að sveitarfélagið sé viðbúið breyttri og þróaðri búsetu og geti brugðist við þeim breytingum, verið sveigjanlegra í ljósi aukinna möguleika á vinnu að heiman og heima. Með slíkri fyrirhyggju mun ásókn í lóðir og byggingaframkæmdir hér í Suðurnesjabæ aukast til mikilla muna, sem síðan kalla á fjölbreytt lóðafram- boð og öflugann ramma utan um slíka þróun. Ef við gefum okkur að þessi vöxtur muni eiga sér stað, þá þurfum við heldur betur að standa í fæturnar á mörgum sviðum, svo sem leik- og grunnskólaþjónustu, þjónustu við aldr- aða og aðra þá sem rétt eiga á þjónustu af hálfu sveitarfélagsins; og að sú þjón- usta sé innt af hendi, greidd og upp- gerð refjalaust. Önundur S. Björnsson 12 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.