Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.04.2022, Page 13

Víkurfréttir - 21.04.2022, Page 13
Axel Gunnarsson er íbúi í Sveitarfélaginu Vogum en þangað flutti hann frá Hafnarfirði. Axel er upprunalega frá München í Þýskalandi og hefur búið á Íslandi í tvo áratugi. Um- kringdur fallegri náttúru sem heillar hann þá samdi Axel ljóð um Keili, helsta kennileiti sveitarfélagsins sem hann býr í. Þar sem íslenska er ekki móðurmál Axels þá naut hann aðstoðar frá rithöfundinum Stein- unni B. Jóhannesdóttur og frá félögum í kór Kálfatjarnarkirkju við aðlögun á texta. Axel ætlar að yrkja fleiri ljóð. Hann vinnur nú að tvenns konar ástarljóðum. Annað þeirra er 56 vers á íslensku og þarfnast réttritunar. Hitt er 25 versa ljóð á þýsku og er tilbúið. Ljóð til Keilis hljóðar þannig: Umvafið fornum hraunum rís þú með þínum hætti, yfir Reykjanesið eina til himins gnæfir þú, prýðir landslag okkar með tign og mætti, óhulta fegurð þín var í hættu nú. Myndarlegur við Þráinsskjöld hvílir þú, fagrir dalir taka þig í faðm, fylgja börnin þín í góðri trú, dvelur þinn bróðir litli þér við barm. Stofan mín fegrast með mynd af þér, svo sjaldan til þín ég varla næ, utan landsteinanna þig í hjarta ber, dag og nótt, til þín ég horfi æ. Hjá dyngjunum í forgrunni þú látlausi ert, þær standa með sóma í skugga þér, tröllatoppinn ég hef líka snert, með þrá ég ávallt frá ykkur fer. Komst þú í fréttum í fyrra þá, hristist lengi undir fótum allra, til þín flogið var til að gá, engin vildi þig sem eldfjall kalla. Á þig glaður ég máttlaus stóð, rann úr mér sviti og sára blóð, horfa mátt´ ég í allar áttir, niður fórum við aftur sáttir, undir ísnum þú myndaðist þá, minn trausti vinur þig ég kalla má, það tekur á að sækja heim, frá brautinni í átt að þeim. Þórustaðastíginn ég mætti taka, frá Kúagerði til þín má líka aka. Úr borginni til þín glögglega sést, í huga minn hef ég þig ætíð fest. Framtíðin verður svört eða blíð, mun aftur gjósa hér í kring ? Engin veit um þína ókomnu tíð, lofsöng þér ég þá glaður syng. Útlit þitt breytist við hvert fótmál, úr öllum áttum berð þú geislaskart, þínar rætur ná niður í jarðar bál, þegar sólin lýsir þig upp svo bjart. Sagt er að trúin flytji fjöll, merkir þú upphaf trúar minnar ? Ég bið minn Guð að áfram verðiði öll í sögubók eilífðar sköpunnar sinnar. Höfundur: Axel Gunnarsson Íbúi í Vogum yrkir til Keilis Reykjanesbær þarf að girða sig í brók Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, 3. sæti Umbót. Ásbrú, eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað, er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dá- samlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsi- legar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokka- bót leigt íbúðir á frábærum nemenda- kjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggu- legan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætó- ferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruversl- anir á Ásbrú en vá hvað það væri frá- bært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjar- ins af meiri alúð eins og hann á skilið. Sameinumst um fjölbreytt atvinnulíf Valgerður Björk Pálsdóttir, 1. sæti á lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Helga María Finnbjörnsdóttir, 2. sæti á lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Það er hverju samfélagi mikilvægt að atvinnulíf þess sé fjölbreytt. Hér á Suðurnesjum höfum við sannar- lega fundið fyrir því með brotthvarfi hersins, falli WOW og nú síðast sam- drætti í flugi vegna Covid. Þess vegna verðum við að tryggja fjölbreyttari atvinnustarfsemi og líta til allra átta þegar við horfum til framtíðar. Sveitar- félög geta laðað að sér atvinnustarf- semi með lækkun gjalda tímabundið, framboði á byggingalóðum og tryggt skipulag og aðra innviði sem styrkja starfsemi iðandi atvinnulífs. Nýsköp- unar- og sprotafyrirtækjum þarf að skapa öruggt umhverfi, húsnæði og aðstöðu til rannsókna og vaxtar því hugvitið er okkar dýrmætasta auðlind. Öflugt setur með fjölbreyttri aðstöðu fyrir stóra og smáa, þar sem fyrirtæki og stofnanir geta leigt aðstöðu fyrir starfsfólk sitt sem vinnur fjarri höfuð- stöðvum hefur sannað sig víða um heim. Þá er mikilvægt að ríkið horfi til okkar hér á Suðurnesjum og sýni vilja til að styðja við öflugt sveitarfélag í örum vexti þar sem allt of margir finna ekki vinnu við hæfi og þurfa að sækja hana til höfuðborgarsvæðisins með tilheyrandi ferðalögum ef fjarvinna er ekki i boði. Á síðasta ári var skipaður starfshópur til að útfæra hugmyndir um sjálfstæða innlenda mannrétt- indastofnun til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Nú er lag að tilvon- andi Mannréttindastofnun verði stað- sett í Reykjanesbæ með tilheyrandi fjármagni og til framtíðar. Þar munu skapast tækifæri fyrir íbúa Reykjanes- bæjar að starfa í heimabyggð sem er bæði umhverfis- og fjölskylduvænt. Þá eru ótal mörg tækifæri til að efla sjálf- bærni og horfa til verkefna eins og mat- vælaræktar og garðyrkju með hvoru tveggja jarðvarma og alþjóðaflugvöll til flutninga ef svo ber undir. Veitinga- staðir myndu njóta góðs af og boðið upp á mat úr heimabyggð. Sveitarfélög geta einnig stutt við starfsemi eins og framhalds- og háskóla auk símennt- unarmiðstöðva og fullorðinsfræðslu með samstarfi við stofnanir bæjarins og þannig skapað tækifæri til að efla menntun og möguleika íbúa. Þetta er langt í frá tæmandi listi og það er svo ótal margt sem við getum gert ef við sameinumst um það að efla atvinnu- lífið í Reykjanesbæ svo allir njóti góðs af. Eitt er þó skýrt og það er að Bein leið hafnar alfarið frekari hugmyndum um stóriðju eða aðra mengandi starf- semi í Reykjanesbæ. Ekkert verið fram- kvæmt í 10 ár Guðbergur Reynisson, er í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Ég er mikið í umferðinni, bæði á Reykjanesbrautinni og innanbæjar í Reykjanesbæ. Á alltof mörgum stöðum í bænum okkar eru tifandi tímasprengjur í um- ferðinni og tímaspursmál hvenær það verður alvarlegt slys eða jafnvel bana- slys. Umferðarmannvirki Reykjanesbæjar eru sprungin en ekkert hefur verið gert í því í tíu ár, ekkert síðan fram- kvæmdum við Parísartorg lauk. Í tíu ár hefur bara verið horft á vandamálin sem hlaðast upp við aukna umferð í ört stækkandi bæjarfélagi. Tökum dæmi: Njarðarbraut, frá Atlantsolíu í Innri- Njarðvík, til Nettó við Krossmóa er umferðarmesta æð bæjarins, með 14.500 bíla umferð á sólarhring. Ég leyfi mér að segja, að fyrir utan höfuð- borgarsvæðið og Reykjanesbrautina, sé þessi leið hættulegasti vegur landsins vegna umferðarþunga. Á ótal stöðum eru tengingar inn á Njarðarbrautina í lamasessi, eins og frá Reykjanesbraut inn á Fitjar við Bónus þar sem fólk er að taka marga óþarfa sénsa. Einnig liggur leið barna, fótgangandi eða á hjólum, á leið í skóla og tómstundir, á mörgum stöðum yfir Njarðarbraut, t.d. við Biðskýlið vegna Njarðvíkurskóla og við Krossmóa vegna dansskólans Danskompaní. Umferðarþunginn er mikill á þessum stöðum með tilheyr- andi umferðaröngþveiti sem ekki skánar þar sem útskot fyrir strætó passa bara engan veginn fyrir strætó og skapa ótrúlega hættu og óþarfa tafir á umferð. Til þess að komast hjá þessu um- ferðaröngþveiti á Hringbraut og Njarð- arbraut reyna ökumenn að taka eina af þremur krókaleiðum gegnum bæinn; Sjávarleiðina frá Duus til ÓB á Fitjum en til dæmis aftan við gömlu sundlaugina er ekki gott að vera hjól- andi eða fótgangandi í myrkri þar sem lítil sem engin lýsing er til staðar. Þetta er leið krókaleiða og flýtir ekki fyrir. Ökumenn komast hins vegar hjá því að stoppa á illa umferðarstýrðum ljósum á Hringbrautinni sem ómögulegt er að átta sig á hvernig virka. Önnur leið er gegnum Nónvörðu, Hátún, Sunnubraut og Vallargötu. Þetta er hins vegar enn hættulegri leið en Hringbraut og Njarðarbraut þar sem þetta eru íbúagötur. Þá er ein leið eftir og það er Reykja- nesbraut ofan Reykjanesbæjar en engin ætti að þurfa að smeygja sér inn í mestu umferðaræð landsins þar sem um fara 20.000 bílar á sólarhring bara til þess að flýta för innanbæjar. En hvað er til ráða? Best væri að flýta ofanbyggðaveginum, fyrir ofan Móahverfið og að Flug- völlum, sem hefur lengi verið í farvatn- inu en eins og önnur mannvirki verður að hugsa hann út frá sjónarmiðum og öryggi íbúa. Þessa framkvæmd þarf að ráðast í strax því Skólavegurinn annar ekki allri umferðinni sem fylgir þessari stóru byggð sem er að rísa fyrir ofan Grænulautina. Ráðumst í að bæta umferðarmann- virkin okkar með hag barnanna fyrir brjósti, lækkum hraðann í umferðinni, stýrum ljósum rétt, bætum útskots- svæði bæði fyrir strætó og aðra veg- farendur. Fækkum þrengingum á stofn- brautum eins og á Grænásbrautinni á Ásbrú. Við hljótum með allt þetta land- svæði á Ásbrú að geta gert viðunandi útskot fyrir strætó og öruggar gang- brautir eða undirgöng. Við eigum líka að tengja Ásbrú betur við önnur hverfi Reykjanesbæjar. Þetta má gera með því að leggja Reykjanes- braut frá Fitjum til Grænáshringtorgs í stokk þannig að Fitjar, Ásahverfi og Ásbrú verði samtengd hverfi. Bætum við hringtorgum, undir- göngum, gangbrautum, útskotum og lýsingu, lækkum hraðann, upplýsum og verndum börnin, minnkum flækju- stigið og pælingarnar, förum að fram- kvæma! Ég boða breytingar í umferðar- málum í Reykjanesbæ og mun láta verkin tala. Garðsláttur Ég er 15 ára strákur sem er að taka af mér slátt í Reykjanesbæ í sumar og er einnig að bjóða upp á áskriftir þar sem fólk getur bara valið hversu oft þau vilja láta slá hjá sér. Þau sem munu velja þann pakka bara í apríl munu fá 15% afslátt af pakkanum sjálfum. Tómas Tómasson - 770-0277 Facebook: Tómas Tómasson SmáauglÝSiNgar á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum // 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.