Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 9
Löndun úr frystitogara! Raðað eftir vörunúmeri Elvar rakti ferlið við hvora löndun fyrir sig: En hvernig er ferlið í lönduninni? „Það er byrjað á því að raða köss- unum á bretti í lest skipsins, við reynum að flokka eftir megni svo ekki þurfi að endurraða kössunum inni í löndunartjaldinu en það er erfitt þar sem mjög mörg vöru- númer eru í gangi. Flest brettin koma óflokkuð og því þarf að taka hvern kassa og raða eftir vörunúmeri. Þegar búið er að fylla brettið þá fer það í plöstun, þaðan fer það annað hvort inn í gám sem búið er að koma fyrir á bryggjunni, eða upp í flutn- ingabíl sem ferjar farminn í vöru- geymslu í Hafnarfirði eða Reykjavík. Það líða venjulega ekki margir dagar þar til fiskurinn heldur áfram sjó- leiðis til Evrópu eða Ameríku og eftir það er nú ekki langt í að hann sé kominn á matardiskinn.“ Annað verklag í ferskfisklöndun „Í ferskfisklöndunum er auðvitað allt annað verklag í gangi, þar er fiskurinn í körum, vel ísaður eða krapaður og fer rakleitt í vinnslu við- komandi útgerðar eða á fiskmarkað.“ Hvernig sér Elvar framtíð fyrir- tækisins fyrir sér? „Við viljum stækka, það vantar að fá fleiri aðkomubáta til Grindavíkur en sömuleiðis getum við sinnt bátum og skipum utan Grindavíkur, höfum margoft þurft að gera það þegar skip hafa ekki komist inn til Grindavíkur- hafnar. Við löndum reglulega fyrir Nesfisk í Keflavík og Sandgerði og getum fært kvíarnar út víðar. Von- andi mun kvótinn aukast aftur en það er kvótaskerðing framundan og það mun auðvitað bitna á okkur eins og útgerðinni“. „Norðanstálið“ Orri Freyr Hjaltalín kom upphaflega til Grindavíkur árið 2003 til að leika knattspyrnu en hann hafði komið nálægt löndunarvinnu á Akureyri. Hann hefur lengi gengið með viður- nefnið „Norðanstálið“ og sú nafngift fékk heldur betur byr undir báða vængi eftir mjög alvarlegt löndunar- slys í Hafnarfirði árið 2019 þegar hann vann hjá öðru löndunarfyrir- tæki: „Það datt fullt bretti af kössum ofan á mig, einhver 800 kg og ég þríhryggbrotnaði, braut sjö rifbein ásamt nokkrum öðrum smávægi- legum meiðslum. Ég þurfti að bíða niðri í ískaldri lestinni í 45 mínútur þar til sjúkraflutningamennirnir komu, það tók á. Ég mun líklega aldrei jafna mig að fullu en þetta þokast í rétta átt, ég er orðinn slarkfær í þessu.“ Líkamlega erfið vinna „Þetta er auðvitað mjög líkamlega erfið vinna, ég hef mest gengið um 40 km á einum degi í svona frysti- togaralöndun en þetta reynir mest á bak og hendur. Kannski er mikil- vægast að vera með harðan haus því það er auðvelt að verða þreyttur í svona vinnu en ef maður heldur hausnum gangandi þá verður lík- aminn seinna þreyttur.“ Ég hef oft orðið vitni að uppgjöf manna sem ég taldi að væru algerir jaxlar, t.d. komu eitt sinn lyftingar- menn ónefnds lyftingafélags í löndun á Akureyri og sá sem dugði lengst entist fram að hádegi. Það er ekki nóg að vera líkamlega sterkur, það þarf að vinna hlutina rétt og eins og áður sagði, halda hausnum í lagi allan tímann.“ Tíminn fljótastur að líða í lestinni Hallgrímur Hjálmarsson var á fullu niðri í lest og það er greinilegt að glasið hans er frekar hálffullt en tómt. „Maður er annað hvort hér niðri í lest, uppi í tjaldi að raða þar, stundum er ég á lyftara, þetta er allt gaman! Mér finnst tíminn fljótastur að líða þegar ég er hér niðri í lest en þetta er bara vinna, ég hef unnið í akkorði allt mitt líf og maður einfald- lega klárar verkið, mér finnst þetta ekkert mál og þetta er bara gaman!“ „Það er kalt þegar við byrjum löndunina en þá er frostið í lest- inni um 20 gráður, þá bítur aðeins í kinnarnar en eftir að lúgan opnar þá hlýnar auðvitað hægt og býtandi en þetta er þannig vinna að maður vinnur sér strax inn hita, þetta er líkamlegt erfiði og þ.a.l. hitnar kropp- urinn strax.“ „Það er gott hvernig okkur er skipt á milli línu- og frystitogara- landanna, gott að hafa fjölbreytni í þessu en ég er held ég ánægðastur í svona frystitogaralöndun, þetta heldur manni í góðu formi en ég hef held ég aldrei verið eins vel á mig kominn líkamlega eins og eftir að ég byrjaði að vinna hér! Það væri samt ekki svona gaman í vinnunni ef mórallinn í vinnuhópnum væri ekki svona góður.“ Blaðamaður Víkurfrétta tók til hendinni við löndunina þegar öll við- tölin voru búin og býður sig til þjón- ustu þegar næsta löndun fer fram, sjáum til hvort Elvar muni hringja! Sigurbjörn Daði Dagðbjartsson sigurbjornd@gmail.com Jaxlar í 20 stiga gaddi í lest Hrafns Sveinbjarnarsonar. Emil Gluhalic og Ásgeir Örn Emilsson í lest Sighvats í línulöndun. Allt á fullu á bryggjunni. Hallfreður Bjarnason, flutningabílstjóri. Stuð á Kaffistofu Klafa. Sælir sjóarar í landi eftir mettúr. Ferskur afli úr Sighvati GK. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum // 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.