Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 11
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 16. ÞÁTTUR FYRSTI VETUR SKÓLANS Á VATNSLEYSUSTRÖND Þegar skólinn hafði starfað hálfan vetur birtist svo- hljóðandi grein eftir fyrsta kennara skólans, Oddgeir Guðmundsen, í Þjóðólfi 21. janúar 1973. „Með því að eg hefi orðið þess vís, að allflestum utan þessa hrepps er ókunnugt um stofnun þessa, gef eg hérmeð þessar fáorðu upp- lýsingar. Upptök skólans eru þessi : Prestrinn síra St. Thorarensen lét ganga boðsbréf um sóknir sínar haustið 1870 um samskot til barna- skóla; gáfust þá innan sóknanna loforð um nálega 700 rd. á einní viku. Árið 1871 var tekið megnið af timbrinu til skólans, en byggingunni var frestað til næsta árs, sökum þess að nokkra máttarviði vantaði til hússins, er þá fengust hvergi. Sama ár (1871) var keyptr jarðarpartr í Brunnastaðahverfi, undir skólann til ábúðar fyrir skólahaldara (fram- vegis). Sumarið 1872 var húsið bygt af smiðum, er allir eiga heima í hreppnum ; það er 10 álnir á breidd, 14 álnir á lengd og 5 áln. rúmar undir loft; sakir van- efna er húsið hvergi nærri fullbygt; kenslustofan er í öðrum enda hússins, og nær yfir það þvert (10 áln. á lengd og hérum 7 áln. á breidd); í hinum endanum eru tvö herbergi fyrir kenn- arann; eldhús er í skólanum með eldavél; uppi á lopti er stórt herbergi, einkum ætlað Thorc- hilliibörnum, og fyrir setulopt sér í lagi, þá börnum er kend handvinna; að öðru leyti er annað óbygt uppi, en í áformi að gjöra í öðrum enda kenslustofu, ef þörf gjörist síðar meir. Efnahagr skólans er bágr mjög; til þessa dags hafa honum gefizt hérum 1000 rd. (hafa utanhrepps- menn gefið allt að 200 rd.), en fyrir húsasmíðið, jarðarkaupin og annan kostnað er skólinn í skuld, um allt að 1000 rd. Skólanum er nú sem stendr stjórnað af nefnd í hreppnum; prestr er forseti þessarar nefndar við fimta mann. Á almennum hrepps- fundi hefir verið samþykt reglugjörð fyrir skólann; er svo til ætlazt, að í skólanum sé kent bæði ófermdum börnum (lestur, lærdómskver, biblíu- sögur, skrift, reikningr), og að einnig gefist fermdum unglingum færi á að nema þar (skrift, réttritun, reikning, dönsku, ensku, landafræði o. s. frv.), tvær stundir á dag eftir það að hinni almennu kenslu er lokið, sem varir fjórar stundir á dag; þar er og ákveðið, að kenna skuli handvinnu stúlkubörnum. Fundrinn nefndi skóla þenna: «Thorchilliibarnaskóla í Vatnsleysu- strandarhreppi», því að svo er til ætlazt, að öll þau börn í hreppnum, er njóta styrks af Thorchilliis- jóði, verði framvegis heimilisföst fóstrbörn skólans; sömuleiðis skal utansveitarbörnum ekki neitað um legurúm á skólanum meðan rúm leyfist, og þeim gefinn kostr á kenslu fyrir sama verð og börnum innan- hrepps. Í vetr hafa 22 börn verið á almennri kenslu og 8 unglingar á sér- stakri kenslu. Til þessa hafa verið 10 börn heimilisföst í skólanum að með- töldum Thorchillisjóðs-börnunum, auk kennara og stúlku, sem mat- reiðir, gætir barnanna, o. s. frv. Þess konar stofnun er hér mjög nauð- synleg og alveg ómissandi, þvíað uppfræðsla í heimahúsum er hér yfir höfuð mjög svo vanrækt; það hafa sýnt þau börn, sem eg hefi fengizt við í vetr. Það eru því öll líkindi til að þessi skóli lifi og dafni; annars vegar krefr nauðsynin þess; hins vegar er hér nægr kraftr til að styðja þetta lofsverða og fagra áform. Brunnastöðum, 13. Janúar 1873. Oddg. Guðmundsen.” Oddgeir var þarna nýútskrifaður guðfræðistúdent. Hann kenndi hér aðeins einn vetur, en varð síðan prestur, lengst í Vestmanna- eyjum 1889 - 1924 og sinnti þar einnig kennslu, skólastjórn og sveitarstjórnar- og velferðarmálum. Myndin er af Oddgeir á starfsárum hans í Vestmannaeyjum. Sr. Stefán Thorarensen, frum- kvöðull barnaskólastofnunarinnar, veitti henni forstöðu fyrstu 15 árin. Hann réð flest árin unga guðfræð- inga og verðandi presta sem kennara, sem margir voru þá of ungir til að mega vígjast til prests. Sjálfur hafði Stefán alla þræði í hendi sér, sem for- maður skólanefndar. Nadir Simon Moukhliss er fimmtán ára og kemur frá Keflavík. Honum finnst fátt skemmtilegra en að spila fótbolta og langar að ná langt á því sviði. Nadir er ungmenni vikunnar. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Myllubakkaskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Utan skóla er ég mikið í fótbolta, vinna og hitta vini. Hvert er skemmtilegasta fagið? Samfélagsfræði útaf það eru alltaf svo mörg hópverkefni. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Kristó útaf hann er rugl góður í fótbolta og hann er með mesta metnaðinn. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Skemmtilegasta saga ... ég án djóks veit það ekki. Hver er fyndnastur í skólanum? Fyndn- astur í skólanum er örugglega Máni. Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti. Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest að slíta krossband eða eitthvað sem kæmi í veg fyrir að ég gæti spilað fótbolta. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppá- haldslagið mitt er Starlight með Dave. Hver er þinn helsti kostur? Helsti kost- urinn minn er að ég er góðhjartaður. Hver er þinn helsti galli? Ég er mjög at- hyglissjúkur, er stundum einum of mikið. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok er mest notað í símanum mínum. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er góðhjartað. Hvað langar þig að gera eftir grunn- skóla? Mig langar alveg mjög mikið að komast langt í fótbolta strax en ég held að ég fari bara í framhaldsskóla. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Flottur. Ung(m enni) vikunnar: Nadir Sim on M oukhliss FS-ingur vikunnar: Andrea Ósk Júlíusdóttir Andrea Ósk Júlíusdóttir er nítján ára og kemur frá Keflavík. Hún hefur áhuga á líkamsrækt og vinnur í bíóinu. Andrea er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Íþrótta- og lýðheilsubraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Joules, hún verður podcast-stjórnandi. Skemmtilegasta sagan úr FS: Þegar appelsínugula liðið poppuðu kampavín í matsalnum í starfshlaupinu og bikarinn var tekinn af þeim. Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega Sara Mist njálgur. Hver eru áhugamálin þín? Líkamsrækt. Hvað hræðistu mest? Myrkrið, er mjög myrkfælin. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Pepas!!!!!! Hver er þinn helsti kostur? Ákveðin og jákvæð held ég. Hver er þinn helsti galli? Alltaf að pæla í hvað öðrum finnst um mig. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Klárlega TikTok. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er fyndið. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Læra einkaþjálfarann og íþróttafræðina. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ég er hugulsöm. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum // 11 Góðhjartaður fótboltakappi Ákveðin og jákvæð

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.