Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 10
Fjöldi iðnaðarmanna hefur verið að störfum innan veggja Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja síðustu vikur og mánuði. Nýverið opnaði ný röntgendeild á jarðhæð D-álmunnar og fyrir árslok á að vera búið að innrétta nýja slysa- og bráðamóttöku á sömu hæð. Samhliða því verður opnuð ný móttaka fyrir sjúkra- bifreiðar. Núverandi aðstaða slysa- og bráðamóttöku er óhentug í litlu rými í elsta hluta sjúkrahússins við Skólaveg í Keflavík. Nú þegar er röntgendeildin flutt á nýjan stað og þegar slysa- og bráðamóttakan flytur fyrir árslok verður gömlu rýmunum breytt í skrifstofur fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á þriðju hæð D-álmunnar, þar sem skurðstofur voru áður, eru iðnaðar- menn langt komnir með að innrétta nítján rýma sjúkradeild og átta rýma dagdeild. „Tilkoma nýju sjúkradeildarinnar mun gera okkur kleift að veita aukna sjúkrahússþjónustu á svæðinu sem og að auka viðbragðsgetu sjúkra- hússþjónustunnar á SV-horninu ef áföll dynja yfir. Reynslan af heims- faraldrinum kennir okkur að skortur á slíkum sveigjanleika getur valdið hvoru tveggja samfélags- og fjárhags- legu tjóni,“ sagði Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS, í pistli sem hann skrifaði nýverið á vef VF og bætti við: „Enn fleiri góð verk eru í bígerð á þessu ári og því næsta. Til þessa hefur HSS haft fjögur dag- deildarrými opin tvo daga í viku. Með tilkomu nýju sjúkradeildarinnar verður okkur kleift að hafa átta dag- deildarrými opin fimm daga í viku.“ Markús Ingólfur Eiríksson, for- stjóri HSS, tók á móti útsendurum Víkurfrétta og fór með þeim um framkvæmdasvæðið á heilbrigðis- stofnuninni en sama dag tók hann einnig á Willum Þór Þórssyni heil- brigðisráðherra og Ölmu D. Möller landlækni þegar ný röntgendeild var opnuð. Hvaða þýðingu munu þessar breyt- ingar á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja hafa? „Þær munu hafa þá þýðingu að geta stofnunarinnar til að vaxa í takt við samfélagið mun aukast. Hingað til hefur okkur vantað aukið rými til þess að geta fjölgað fólki.“ Hverju mun nýja röntgentækið breyta? Starfsmenn tala um að færri þurfi að fara til Reykjavíkur til að sækja þjónustu. „Þetta tæki er nákvæmara en eldra tæki sem við höfðum og skilvirkara í sinni vinnu. Það tekur minni tíma að taka hverja mynd og meiri þægindi fyrir sjúklinginn. Það er auðveldara að taka myndir af sjúklingi sem er liggjandi í rúmi. Þá er nýtt sneið- myndatæki fyrir stofnunina í út- boðsferli og vonandi mun það klárast fyrir árslok og þá fáum við öflugra tæki sem getur tekið fleiri myndir en núverandi tæki fyrir utan það að þessi tæki tvö voru komin á aldur.“ Það hefur gustað um Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja undanfarið. Þú hefur verið hérna í þrjú ár og skrif- aðir pistil nýlega á vef Víkurfrétta um HSS. Hvernig ertu að upplifa stöðuna núna? „Ég er að upplifa stöðuna þannig að við erum búin að vera að vinna að breytingum alveg frá því að ég kom. Breytingar hjá ríkinu taka tíma og við erum að gera það miklar breyt- ingar að eðli máli samkvæmt gerast þær ekki einn, tveir og þrír. Þetta reynir á þolinmæðina og við erum búin að vera í langan tíma að tala um framtíðina. Í dag eru tímamót með opnun nýrrar röntgendeildar að við erum að sjá áþreyfanlegan árangur af þessari vinnu. Þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum.“ Hvenær mun þessum breytingum hér á hæðinni ljúka? „Þeim mun væntanlega ljúka í lok ársins þegar ný slysa- og bráðadeild verður tilbúin. Þetta mun þýða að okkar geta til að auka þónustu við íbúanna verður til staðar, sem er ekki í dag vegna þrengsla. Þetta kallar á aukna mönnum en þýðir það líka að færri erindi þurfa að fara á Landspítala með tilheyrandi auka- kostnaði og óþægindum sem af því hlíst.“ Hverju viltu svara því þegar fólk kvartar yfir því að það sér ekki hægt að hafa heimilislækni á HSS? „Við erum með alltof fáa lækna á HSS. Það er lykilatriði. Við þurfum að fjölga þeim.“ Eru líkur á að það gerist? „Það er aldrei að vita. Það sem við erum að reyna að gera er að búa til aðlaðandi starfsumhverfi, aðlaðandi vinnustað sem er þá aðlaðandi fyrir starfsfólkið. Þá eru forsendur fyrir aukinni mönnun. Að bjóða starfs- fólki uppá lélega starfsaðstöðu er ekki leiðin til þess.“ Er forstjóri HSS bjartsýnn á betri tíma framundan? „Já, ég er það. Það sem þarf að gerast er aukinn stuðningur varðandi fjár- veitingar og að verkefnum sé sinnt í heimabyggð á hagkvæman hátt frekar en í Fossvoginum eða á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur nú fengið fullfjármagnaða ríflega 1600 fermetra sérhannaða heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík sem mun bjóða upp á nútímalega aðstöðu fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Til samanburðar er nú- verandi húsnæði heilsugæslunnar í Reykjanesbæ aðeins rúmir 700 fer- metrar. Sökum þrengsla hefur ekki verið unnt að fjölga starfsfólki. Til að brúa bilið fram að opnun nýrrar heilsugæslustöðvar í Innri Njarðvík þá boðaði Svandís Svararsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, að sett yrði upp heilsugæslustöð til bráðabirgða. Víkurfréttir spurðu Markús forstjóra HSS hvað væri að frétta af bráðabirgðaheilsugæslu? „Framkvæmdasýsla ríkisins heldur utan um það mál og er í ferli. Það urðu tafir því það voru gerðar breytingar. Geðheilsuteymið verður tekið þar inn og þær breyt- ingar kölluðu á ákveðnar tafir.“ Mun bráðabirgðaheislugæsla sem stýrt er af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ekki bæta þjónustuna og er ekki akkur fyrir samfélagið að fá hana í gang sem fyrst? „Það þarf að fá aukið rými undir heilsugæslu, það liggur fyrir. Það þarf líka að manna það og fjár- magna. Þetta þarf allt að haldast í hendur. Eins og við sjáum hérna núna þá er aukið rými forsenda þess að það sé hægt að fjölga starfsfólki. Auðvitað þarf fjármagn líka og að byggja upp aðlaðandi vinnuumhverfi.“ Miklar breytingar á húsakosti HSS til að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja Miklar skipulagsbreytingar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur farið í miklar skipulagsbreyt- ingar. Deildir hafa verið sameinaðar og efldar og millistjórnendum fækkað. Stokkað var upp í framkvæmdastjórn og staða framkvæmda- stjóra fjármála- og rekstrar lögð niður og ný staða framkvæmdastjóra mannauðs- og þjónustu sett upp í takt við nýjar áherslur um bætta þjónustu. Gæðamál hafa verið efld með þróunar- og gæðastjóra sem heyrir beint undir forstjóra. Sjúkraflutningar á öllum Suðurnesjum hafa verið sameinaðir í þágu betra öryggis, meiri fagmennsku, betri starfsaðstæðna og þjálfunar. FULLFJÁRMÖGNUÐ HEILSUGÆSLA Í INNRI NJARÐVÍK EN TAFIR Á BRÁÐABIRGÐASTÖÐ Ólafur Júlíusson málarameistari mundar rúlluna á nýrri sjúkradeild á 3. hæð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Fyrsta og þriðja hæð D-álmunnar, til vinstri á myndinni, hafa tekið miklum breytingum á síðustu vikum og mánuðum. VF-myndir: pket og hbb Markús Ingólfur Eiríksson hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja síðustu þrjú ár. Hér voru áður skurðstofur HSS en verða sjúkra- og dagdeildir. 10 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.