Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 8
„Við viljum stækka, það vantar að fá fleiri aðkomubáta til Grindavíkur en sömuleiðis getum við sinnt bátum og skipum utan Grindavíkur“ segir Elvar Hreinsson, framkvæmdastjóri Klafa löndunarþjónustu ehf. Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarn- arson frá Grindavík, sem er í eigu Þorbjarnar hf., kom í land mánu- daginn 4. apríl eftir 35 daga veiði- ferð þar sem gekk á ýmsu, bæði tengt Covid og eins veðráttunni sem hefur herjað á Ísland meira og minna á þessu ári. Þrátt fyrir þessa erfið- leika og þá staðreynd að áhöfnin var einum færri mest allan tímann, þá varð til nýtt aflamet en þegar endan- lega verður búið að ganga frá sölunni má gera ráð fyrir að túrinn sigli yfir 400 milljónir. Það var því borubrött áhöfn sem lagði að bryggjunni í Grindavík þennan mánudagsmorgun og mega þeir gera ráð fyrir að fá dýrindistertu við næstu brottför en lengi hefur tíðkast að mettúr færi áhöfninni tertu í boði útgerðarinnar. Það er venjulega svona frétt sem vekur mesta athygli, minni gaumur er gefinn að því sem tekur við þegar skipið er lagst við bryggju – sjálfri lönduninni á aflanum. Þess vegna var sá póll tekinn í hæðina í þessari grein, að leyfa löndunargenginu að eiga sviðið að þessu sinni. Geta bætt við viðskiptavinum Klafar löndunarþjónusta ehf. var stofnað árið 2015 en eigendur eru feðgarnir Elvar Hreinsson sem jafnframt er framkvæmdastjóri og Alexander Aron Elvarsson, auk Þor- bjarnar hf. Víkurfréttir skelltu sér í löndun þennan umrædda mánudag og eins og venjulega er með frystitogara- löndun, þá teygðist löndunin yfir á næsta dag en þá var sömuleiðis kíkt í línulöndun, n.t.t. upp úr Sighvati sem er í eigu Vísis hf. „Við stofnuðum Klafa löndunar- þjónustu ehf. árið 2015 en ég hafði einhverju áður tekið við sem verk- stjóri löndunar hjá Þorbirni,“ segir Elvar Hreinsson. „Við sáum fljótlega að þetta var ekki að ganga upp, það var ekki nógu mikið að gera til að geta rekið deildina á arðbæran máta og því fæddist þessi hugmynd, að stofna sér fyrirtæki í löndunarþjónustu. Vísir hf. bættist fljótlega í viðskipta- vinahópinn og svo Gjögur. Nes- fiskur í Suðurnesjabæ hefur verið hjá okkur síðan 2016 en þessi fyrir- tæki eru föstu kúnnarnir, inn á milli höfum við tekið að okkur einstök verkefni en við höfum fullan mögu- leika á að bæta viðskiptavinum við.“ Nesfiskur landar í Keflavík eða Sandgerði en hinir fastakúnnarnir í Grindavík en þar sem veður eru stundum válynd þá er erfitt um vik fyrir drekkhlaðið skip að sigla inn í Grindavíkurhöfn og því kemur það stundum fyrir að löndun fari fram í Hafnarfirði. Löndunargengið mætir þá þangað vopnað lyftara og því sem til þarf og verkið er klárað. Einstaka sinnum kemur fyrir að gengið fari út á land og t.d. var landað á Siglu- firði í allt fyrrahaust og það kemur fyrir að það þurfi að skjótast á Aust- firðina. Klafarnir hafa t.d. oft farið á Eskifjörð. Löndun úr frystitogara! Löndunarþjónustan fær sviðið! Þetta er auðvitað mjög líkamlega erfið vinna, ég hef mest gengið um 40 km á einum degi í svona frystitogaralöndun en þetta reynir mest á bak og hendur. Orri Steinn Hjaltalín, Elvar Hreinsson og Hallgrímur Hjálmarsson. Löndun úr línuskipinu Sighvati GK. “Hálfnað verk þá hafið er.“ Nýbúið að opna lúuna á skipinu og löndun hefst. Jaxlar í 20 stiga gaddi í lest Hrafns Sveinbjarnarsonar. 8 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.