Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 4
Bæta við beinu flugi til Mílanó Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavík til Mílanó á Ítalíu. Fyrsta flugið verður 28. maí og stefnir EasyJet á að fljúga allt að þrjú flug í viku þegar mest lætur. Miðasala er nú þegar hafin. „Ákvörðun EasyJet að bæta við nýjum áfangastað er einkar ánægjuleg og skýrt merki um það hve vinsæll ferðamannastaður Ísland er. Eftirspurnin er greini- lega mikil og við fögnum því. Það verður spennandi fyrir okkur að taka á móti fyrsta flugi EasyJet frá Mílanó til Íslands í næsta mánuði,“ segir Grétar Már Garðarsson, for- stöðumaður flugfélaga og leiðar- þróunar hjá ISAVIA. Líf er að færast í Keflavíkur- flugvöll eftir Covid-19-faraldurinn og flugferðum um völlinn fjölgar stöðugt. Búast má við að 24 flug- félög muni fljúga um Keflavíkur- flugvöll í sumar, tveimur fleiri en flugu um völlinn í fyrra. „Lorenzo Lagorio, svæðisstjóri EasyJet á Ítalíu, segir: „Þökk sé þessari nýrri flugleið gefst við- skiptavinum EasyJet tækifæri til að uppgötva land í Norður-Evrópu sem býður upp á einstaka náttúru- fegurð. Landslagið er einstakt og kemur til með að heilla ferðamenn með eldfjöllum, jöklum og ólgandi hverum svo fátt eitt sé nefnt.“ Flugið kemur Íslendingum einnig að góðu enda Mílanó nú þegar orðin þekktur og hentugur áfanga- staður fyrir íslenska ferðalanga. Umbót býður fram í Reykjanesbæ Umbót í Reykjanesbæ tilkynnir að það mun bjóða fram framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022. Umbótalistinn er nýtt stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem leggur áherslu á raunverulegar umbætur til hags- bóta fyrir samfélagið. Framboðslisti Umbótar er sem hér segir: 1. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi og flugfreyja 2. Gunnar Felix Rúnarsson, verslunarmaður og vara- bæjarfulltrúi 3. Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, alþjóðafræðingur og fv. kennslustjóri hjá Keili 4. Úlfar Guðmundsson, lögmaður 5. Jón Már Sverrisson, vélfræðingur og rafvirki 6. Kristbjörg Eva Halldórsdóttir, flugfreyja 7. Michal Daríusz Maniak, framkvæmdastjóri 8. Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson, stuðningsfulltrúi 9. Karen Guðmundsdóttir, húsmóðir 10. Þorvaldur Helgi Auðunsson, verkfræðingur 11. Tara Lind Pétursdóttir, háskólanemi 12. Júlíana Þórdís Stefánsdóttir, kerfisstjórnandi 13. Una Guðlaugsdóttir, fulltrúi hjá Vinnumálastofnun 14. Harpa Björg Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri 15. Rúnar Lúðvíksson, eftirlaunaþegi á timarit.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Spennandi tímar framundan hjá Dacoda og CookieHub Félög í eigu bræðranna Magnúsar Sverris Þorsteinssonar og Þorsteins Þorsteinssonar og maka þeirra festu nýverið kaup á helmingi alls hluta- fjár Dacoda ehf. af þeim Júlíusi Frey Guðmundssyni og Ástþóri Inga Pét- urssyni. Þá keyptu fyrrnefnd félög einnig 25% hlut í Cookiehub ehf. sem býður upp á heildarlausn fyrir vefsíður til að uppfylla kröfur um persónuvernd og vinnslu persónu- upplýsinga með því að bjóða not- endum upp á að veita samþykki fyrir notkun á vafrakökum á einfaldan hátt. Kaupin sem hér um ræðir þykja áhugaverð fyrir margra sakir en Da- coda er forritunarfyrirtæki og þeir bræður einna helst þekktir fyrir að stýra bílaleigunni Blue Car Rental. Þorsteinn kvað hugmyndina að kaupunum hafa blundað í þó nokkurn tíma. „Við Júlíus höfum rætt þessi mál með opnum huga í um tvö ár en létum loks verða að þessu núna.“ Aðspurður um ástæðu kaupanna kveður Þorsteinn hana margþætta en fyrst og fremst hafi hugmyndin verið að leiða saman kraftmikla og drífandi aðila á Suður- nesjum sem hafa metnað og vilja til að gera enn betur á sínum sviðum. „Við sjáum marga kosti í þessu skrefi sem við erum að taka. Allt sem við vinnum að í dag og í fram- tíðinni snýr að stafrænni vegferð. Dæmi um þetta er Blue Car Rental því þó við séum í grunninn bílaleiga er fyrirtækið að mestu leyti gagna- drifið tæknifyrirtæki þar sem loka- varan er svo bílaleigubíll. Þá teljum við auðvitað mikil tækifæri fólgin í því að tengja saman og samnýta þá færni sem er innan eigendahóps og starfsmanna þeirra fyrirtæka sem leiða nú saman hesta sína.“ Júlíus Freyr, framkvæmdastjóri Dacoda ehf. og Cookiehub ehf., tekur í sama streng og telur söluna heilla- spor fyrir starfsemi fyrirtækjanna en Dacoda varð tuttugu ára á þessu ári. „Kaupin skapa ný tækifæri fyrir okkur og þær lausnir sem við höfum verið að bjóða upp á. Það má segja að þau séu líka ný áskorun þar sem að við erum að fá menn með allt aðra færni og viðskiptasýn til liðs við okkur.“ Blue Car Rental hefur vaxið hratt síðustu ár en mest hafa um 100 manns unnið hjá fyrirtækinu. Starfsmönnum hafa aftur tekið að fjölga eftir heimsfaraldurinn og fyrirtækið og tengd félög bætt tölu- vert í og heldur sú vegferð áfram að sögn Þorsteins. Stefnan sé að bæta einnig í hjá Dacoda og Cookiehub á næstunni en Dacoda er eina forrit- unarfyrirtækið í Reykjanesbæ. „Við fórum í þessi viðskipti til að gera enn betur og liður í því er að fjölga fólki, þó ætlunin sé kannski ekki að fara í 100 starfsmenn. Við höfum opnað fyrir umsóknir og leitum eftir kröft- ugum einstaklingum til að koma og vinna með okkur, bæði hjá Dacoda og Cookiehub. Við ætlum að okkur að skapa mjög spennandi vinnustað og eru forritarar, verkefnastjóri og hönnuður meðal starfsgilda sem við leitum að núna. Við hvetjum fólk á Suðurnesjum að sækja um þessi nýju og spennandi störf sem við erum að skapa hér í Reykjanesbæ,“ segir Þor- steinn. Magnús Sverrir Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ástþór Ingi Pétursson og Júlíus Freyr Guðmundsson. Við ætlum að okkur að skapa mjög spennandi vinnustað og eru forritarar, verkefna­ stjóri og hönnuður meðal starfsgilda sem við leitum að núna ... Tónleikasumar í Hljómahöll Mirja Klippel með tónleika í júní Mirja Klippel, söngkona, hjóð- færaleikari og lagahöfundur frá Finnlandi, mun spila í Hljóma- höll ásamt hljóðfæraleikaranum Alex Jonsson frá Danmörku og fleira listafólki þar með talið verð- launaða tríóinu Vesselil. Mirja hefur vakið athygli þar sem hún hefur komið fram, unnið til verðlauna, spilað í fjölda landa í Evrópu, Skandinavíu og Rússlandi svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að lesa meira um Mirja Klippel á heimasíðu Hljómahallar. Tónleikarnir fara fram í Hljómahöll þann 10. júní. Húsið opnar klukkan 19 og tónleikar hefjast kl. 20. Miðasala er hafin á tix.is og hljomaholl.is. Aldous Harding í ágúst Það verður að teljast sannkall- aður hvalreki fyrir tónlistarunn- endur á Íslandi að Aldous Har- ding leggi lykkju á leið sína til að halda tónleika hér á landi. Hún gaf út sína fyrstu plötu, Aldous Harding, árið 2014 og hefur síðan þá vakið athygli fyrir lagasmíðar og ekki síður flutning. Plöturnar Party (2017) og Designer (2019) hlutu einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim. Þannig fékk hún fimm stjörnur af fimm mögulegum í Q tímaritinu og í The Indipendant fyrir Designer. Lagið The Barrel af plötunni náði talsverðri spilun á Íslandi þegar það kom út í febrúar 2019. Dómar um nýju plötuna Warm Chris eru farnir að birtast og gaf Clash henni 9 í einkunn og Mojo og Uncut 8. Lögin Fever og Lawn af plötunni Warm Chris hafa heyrst á öldum ljósvakans síðustu vikur. Aldous Harding hefur unnið síðustu þrjár plötur (Party, De- signer og Warm Chris) með tón- listarmanninum John Parish sem er þekktur m.a. fyrir samstarf sitt með PJ Harvey, Eels og Tracy Chapman. Tónleikarnir fara fram í Hljóma- höll þann 15. ágúst. Húsið opnar kl. 19 og tónleikar hefjast kl. 20. Miðasala er hafin á tix.is og hljomaholl.is. Efstu fjögur á lista Umbótar. Mirja Klippel á sviði. Glímudeild UMFN út­ hýst úr Bardagahöll­ inni í Reykjanesbæ Í ljósi þess að stjórn glímudeildar UMFN samþykkir ekki aðgerðir aðalstjórnar UMFN, virðir ekki til- kynningar sem koma frá aðalstjórn og neitar að starfa undir stjórn aðal- stjórnar þá getur íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjanesbæjar ekki heimilað notkun á íþróttaaðstöð- unni í Bardagahöllinni við Smiðju- velli í Reykjanesbæ fyrir glímudeild UMFN. Íþrótta- og tómstundaráð styður allar aðgerðir aðalstjórnar UMFN, segir í fundargerð síðasta fundar ráðsins þann 12. apríl síðast- liðinn. 4 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.