Víkurfréttir - 21.04.2022, Blaðsíða 15
Daníel Dagur Árnason
með bronsverðlaun á
Copenhagen Judo Open
Daníel Dagur Árnason úr Júdófélagi
Reykjanesbæjar fór um síðastliðna
helgi ásamt sautján öðrum íslenskum
keppendum til Kaupmannahafnar
að keppa á Copenhagen Judo Open.
Mótið var stórt í sniðum en um 750
keppendur frá hinum ýmsu þjóðum
tóku þátt í mótinu. Bestum árangri af
íslensku keppendunum náðu Daníel
Dagur Árnason úr Júdófélagi Reykja-
nesbæjar og Helena Bjarnadóttir úr
Júdófélagi Reykjavíkur. Daníel keppti
í fullorðinsflokki (18+) og eftir frá-
bærar glímur komst hann í úrslita-
glímu um þriðja sæti þar sem hann
vann bronsið. Um næstu helgi fer
Norðurlandameistaramótið í júdó
fram í Digranesi en það er haldið á
Íslandi þetta árið og má búast við
harðri keppni. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 6. apríl 2022, í samræmi við
41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að auglýsa deiliskipulagstillögu að reit sem áður var
kallaður Gerðatún Efra og afmarkast af Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut. Í tillögunni
felst uppbygging þriggja nýrra fjölbýlishúsa á tveimur hæðum með 16 íbúðum með
innakstri frá Melbraut og útakstri við Valbraut. Einnig er gert ráð fyrir leiksvæði innan
reitsins líkt og verið hefur. Sjá svæði auðkennt ÍB5 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs
2013-2030.
Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Suðurnesjabæjar og í Ráðhúsinu Garði, Sunnubraut 4
á opnunartíma frá 21. apríl til 3. júní 2022. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru
hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til
skipulagsfulltrúa eða senda á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is eigi síðar en 3. júní
2022.
Suðurnesjabæ 20. apríl 2022.
Jón Ben Einarsson, skipulagsfulltrúi.
TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI
GERÐATÚNS EFRA, SUÐURNESJABÆ
Að ofan fellir Daníel andstæðing sinn.
Að neðan er Daníel lengst til hægri
ásamt öðrum keppendum í flokki 18+.
Nú er körfuboltatímabilið við það að renna sitt skeið
og styttist í að nýir Íslandsmeistarar verði krýndir.
Fyrsti leikurinn um titilinn í kvennaflokki fór fram
á þriðjudag þegar Haukar tóku á móti Njarðvík á Ás-
völlum og gerðu Njarðvíkingar sér lítið fyrir og höfðu
betur, 59:70. Þær taka á móti Haukum í öðrum leik
liðanna á föstudag í Ljónagryfjunni.
Njarðvíkingar byrjuðu úrslitaviðureignina
um Íslandsmeistaratitilinn á sigri
Aliyah Collier hefur verið alger lykilleikmaður hjá kvennaliði Njarðvíkur á tímabilinu.
Hún hefur átt hvern stórleikinn af öðrum og virðist vaxa og verða betri með hverjum
leik. Hér er fer hún á móti Helenu Sverrisdóttur í leiknum gegn Haukum. Mynd: SkúliBSig
Njarðvík gæti unnið tvöfalt
... jafnvel þrefalt
Njarðvíkingar eru í frábærri stöðu og geta mögulega orðið tvöfaldir Íslands-
meistarar í ár því karlalið UMFN er komið í undanúrslit Subway-deildar karla
og mæta liði Tindastóls sem sló Keflavík út í oddaleik átta liða úrslitanna.
Stemmningin í Njarðvíkum er góð þessa dagana enda ótrúlegur munur á
gengi liðanna milli ára. Á síðasta tímabili var karlaliðið í tómum vandræðum
og barðist við að halda sæti sínu í deildinni en urðu svo bikarmeistarar fyrr
í vetur. Kvennaliðið er nýliði í efstu deild eftir að hafa komið upp úr næst-
efstu deild ásamt Grindavík. Gæti nýtt gullaldartímabil verið að renna upp
í Njarðvík?
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum // 15