Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.2022, Síða 6

Víkurfréttir - 02.11.2022, Síða 6
Fiskvinnslan Miðnes er komin aftur Þegar þessi pistill kemur fyrir sjónir ykkar lesendur góðir þá er nóv- ember genginn í garð – og þá er rétt að líta á hvernig október var. Afli bátanna var góður og miklir fiskflutningar voru í gangi allan mánuðinn, mest frá Norðurlandi, t.d. lönduðu allir Vísisbátarnir á Skagaströnd og Sighvatur GK var með 518 tonn í fjórum róðrum, Páll Jónsson GK 449 tonn í fjórum róðrum og mest 130 tonn, Fjölnir GK 510 tonn í fimm og Valdimar GK 393 tonn í fjórum en hann landaði líka í heimahöfn sinni Grindavík. Hjá minni bátunum var t.d. Auður Vésteins SU með 179 tonn í fimmtán, Margrét GK 159 tonn í nítján, Gísli Súrsson GK 154 tonn í fjórtán, Óli á Stað GK 119 tonn í nítján, Daðey GK 100 tonn í sextán og Sævík GK 113 tonn í sautján. Í síðasta pistli var talað nokkuð mikið um Katrínu GK en hún var þá eini báturinn sem hafði hafið línuveiðar frá Suðurnesjum eða Sandgerði. Síðan það var skrifað hefur bátunum fjölgað um þrjá, því á svipuðum tíma og Katrín GK var við veiðar þá kom Jón Ásbjörnsson RE frá Þorlákshöfn til Sandgerðis og hóf veiðar þaðan. Fyrsti róður bátsins gekk mjög vel og landaði Jón Ásbjörnsson RE 9,4 tonnum, síðan hafa þrír aðrir róðrar bæst við en aflatölur voru ekki komnar inn þegar þessi pistill er skrifaður. Skömmu síðar kom Hópsnes GK frá Skagaströnd en hann hefur ekki hafið veiðar og frá Neskaupstað kom Margrét GK og fyrsti róður bátsins frá Sandgerði var góður, eða rúm níu tonn. Svo það er óhætt að segja að veiðar línubátanna frá Sandgerði byrji ansi vel. Kannski stærsta og kannski já- kvæðasta fréttin er sú að Miðnes er komið aftur. Í Sandgerði var í vel yfir 50 ár rekið fyrirtæki sem hét Miðnes hf., það fyrirtæki rak mjög fjölbreytta fiskvinnslu í Sandgerði og gerði út stóran flota bæði af bátum og togurum. Nefna má t.d. Sæunni GK, Geir Goða GK, Munin GK, Þorgeir GK, Jón Gunnlaugs GK, Reyni GK, Elliða GK og togarana Svein Jónsson GK og Ólaf Jónsson GK. Segja má að svo til allir Sandgerðingar og margir Suðurnesjamenn hafi unnið í Mið- nesi, enda var fyrirtækið stórt og oft var unnið á vöktum þarna allan sólarhringinn, t.d. þegar loðnu- frysting var í gangi. Ég sjálfur vann í Miðnesi hf. og á mjög góðar minningar frá vinnu minni þar. Upp úr 1996 sameinaðist Miðnes hf. Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi og þrátt fyrir fögur orð HB manna um að halda áfram vinnslu í Sandgerði þá á endanum var öllu lokað þar. Allur kvótinn fór í burtu, allir bátar og togarar hurfu og hátt í 300 manns misstu vinnuna. Var þetta gríðarlegt högg fyrir bæjarfélagið og marga aðra á Suður- nesjum – og reyndar urðu örlög HB á Akranesi ennþá verri, því að það fyrirtæki sameinaðist síðan Granda og á Akranesi var öllu lokað og svo til enginn fiskvinnsla hefur verið í húsnæði HB á Akranesi. Sandgerðingar eru nú ekki þannig fólk að það láti svona hluti stoppa sig og fiskverkunin Ásberg ehf. var stofnuð í húsnæði Miðness og er það fyrirtæki að fullu í eigu Nesfisks. Síðan árið 2003 hefur Ás- berg ehf. verið rekið þar og gengið vel en núna var nafni fyrirtækisins breytt úr fiskverkuninni Ásbergi yfir í Miðnes hf. Sannarlega gleðileg tíðindi enda er saga hússins og allt þar í kringum mikil og fólk í Sandgerði, sem og víðar, hugsar mjög hlýlega og margir eiga jákvæðar minningar frá veru sinni einmitt í þessum húsum. Reyndar mun Miðnes hf. ekki verða það stórveldi sem gamla Miðnes hf. var en stefnt er að því að auka fiskvinnslu í þessum sögu- frægu húsum. Og talandi um bátana sem Miðnes hf. átti að í Grindavík hefur eikarbáturinn Dúa RE legið ansi lengi við bryggju. Þegar sá bátur var smíðaður hét hann Jón Gunnlaugs GK og var gerður út til ársins 1972 þegar hann var seldur til Tómasar Sæmundssonar og þar fékk þá nafnið Hafnarberg RE. Báturinn réri frá Sandgerði alla sína tíð undir nafninu, Hafnarberg RE, og var það þannig að yfir ver- tíðina fór fiskurinn til vinnslu hjá Baldvin Njálssyni í Garðinum en yfir sumarið fór báturinn á humar. Lagði Tommi humrinum og öllum aukaafla í Miðnes hf. og hann hélt þessum viðskiptum sínum við Miðnes hf. í hátt í 30 ár. aFlaFrÉttir á SuðurneSJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Ökuskóli allra landsmanna Finndu næsta námskeið inn á www.aktu.is Allir réttindaflokkar Verkleg kennsla í boði víða um land Bókleg kennsla á netinu MEIRAPRÓF Fjarkennsla Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS w Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Verið velkomin í nýja og glæsilega gleraugnaverslun Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar kynnti fyrirhugað fyrirkomulag við Aðventugarðinn og Aðventusvellið sem starfrækt verða í desember, fyrir menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar á síðasta fundi ráðsins. Nú er auglýst eftir rekstraraðila fyrir Aðventusvellið og opið er fyrir um- sóknir um jólakofa fyrir söluaðila og fyrir þá sem vilja gleðja gesti og gangandi með viðburðum og skemmtidagskrá. Ráðið hvetur íbúa, félög og fyrirtæki til virkrar þátttöku í verkefninu. Drög að aðgerðaáætlun Reykjanes- bæjar vegna innleiðingar Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna voru lögð fram á síðasta fundi barnaverndarnefndar Reykjanes- bæjar. Óskað er eftir umsögnum um áætlunina. Barnavernd Reykjanesbæjar fagnar aðgerðaáætlun Reykjanes- bæjar vegna innleiðingar Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Barna- vernd leggur til að bætt verði við aðgerðaáætlunina eftirfarandi: Settur verði á fót verkefnishópur sem hafi það hlutverk að setja fram tillögur um vistheimili barna í sveit- arfélaginu. Í málum barnaverndar þarf stundum að vista börn og ungmenni utan heimilis með tilheyrandi álagi fyrir börnin. Barnavernd hefur í starfsáætlun í mörg ár lagt áherslu á mikilvægi þess að komið verði upp vistheimili fyrir börn innan sveitar- félagsins. Börn hafa í mörgum til- fellum verið vistuð langt utan sveit- arfélagsins. Í þeim tilvikum eru börn tekin úr skóla og frá vinum, langt frá þeim sem eru í umgengni við þau. Slíkt getur haft áhrif á tengslarof við þá sem barnið tengist. Stofnaður verði starfshópur sem hafi það að markmiði að skoða ein- kenni geðlægðar hjá börnum þannig að hægt sé að bregðast við sem fyrst. Vísað er til rannsóknar Eiríks Arnar Arnarssonar, sérfræðings í klínískri sálfræði. Stofnaður verði starfshópur sem hafi það að markmiði að styðja betur við börn og foreldra sem tala ekki ís- lensku og geta ekki tjáð sig í skóla og samfélaginu. Það að geta ekki tjáð sig og lært takmarkar möguleika barna til þess að tjá sig um líðan sína í skólum og annars staðar og einnig við að læra. Barnavernd tekur undir bókun velferðarráðs þann 19. október síð- astliðinn og telur mikilvægt að verk- efninu sé vel fylgt eftir. Barnavernd hefur áhyggjur af því að staða verk- efnisstjóra Barnvæns sveitarfélags verði lögð niður um næstu áramót. – og stutt verði við börn og foreldra sem tala ekki íslensku Vistheimili fyrir börn í Reykjanesbæ Næsti Súluhafi er fundinn Menningar- og at- vinnuráð Reykja- nesbæjar ræddi til- nefningar til menn- ingarverðlauna Reykjanesbæjar og ákvað verðugan fulltrúa til að hljóta Súluna, menningarverðlaun Reykjanes- bæjar 2022. Nafn verðlaunahafa verður afhjúpað um miðjan nóvember með sérstökum atburði. Leita að rekstraraðila fyrir Aðventusvellið 6 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.