Víkurfréttir - 02.11.2022, Blaðsíða 8
Átta aðilar á Suðurnesjum fengu veg-
lega styrki eftir Góðgerðarfest Blue Car
Átta góðgerðarfélög á Suður-
nesjum fengu veglega styrki
annað árið í röð eftir vel
heppnað Góðgerðarfest Blue
Car Rental sem haldið var 15.
október. Alls söfnuðust rúmar
fimmtán milljónir króna frá
fyrirtækjum og einstaklingum
samhliða Góðgerðarfestinu. Um
600 manns sóttu skemmtunina
og nutu glæsilegrar dagskrár
og veitinga í boði Blue Car
Rental.
Þeir aðilar og sjóðir sem fengu styrk
eru eftirfarandi:
Minningarsjóður Ölla, Minningar-
sjóður Ragga Margeirs, Hæfingar-
stöðin, Þroskahjálp á Suðurnesjum,
Velferðarsjóður Suðurnesja, Öspin,
Eikin og Skjólið. Styrkirnir voru að
upphæð 1.875.000 krónur og voru
afhentir þann 25. október og tóku
fulltrúar styrkþeganna á móti þeim
í húsakynnum Blue Car Rental í
Reykjanesbæ. Voru þeir mjög þakk-
látir og þökkuðu kærlega fyrir veg-
lega styrki sem hafa mikla þýðingu
fyrir starf þeirra. Blaðamaður Vík-
urfrétta settist niður með þremur
fulltrúum styrkþeganna og heyrði í
þeim hljóðið.
Snýst allt um
börnin í Öspinni
Öspin er miðlæg sérdeild á vegum Reykjanesbæjar.
Deildin hefur stækkað mikið á síðustu árum en í ár
eru tuttugu ár liðin frá því deildin opnaði.
Kristín Blöndal, deildarstjóri hennar, segir styrkinn þýða
mikið fyrir þeirra starfsemi enda sé þörf á nýjum leikföngum,
kennslugögnum og skynörvunar búnaði.
„Þetta er frábær gjöf, það skiptir miklu máli að við njótum
svo mikillar velvildar, það er í raun það sem starfsemin byggir
á. Þetta er heldur betur rausnarlegt og þessir snillingar hjá
Blue eiga heldur betur hrós skilið. Innra starfið styrkist svo
mikið við það að fá ný kennslugögn og nú getum við aðeins
leyft okkur að gera þetta í þágu barnanna, því þetta snýst allt
um þau,“ segir Kristín.
Styrkurinn hefur
heilmikla þýðingu
Hæfingarstöðin er dagþjónusta fyrir fatlað fólk á
Suðurnesjum. Þjónustan er hæfingamiðuð og hugsuð
til þess að efla atvinnu- og félagslega færni.
Jón Kristinn Pétursson, forstöðumaður Hæfingarstöðvarinnar,
segir styrkinn gefa þeim tækifæri á að gera meira fyrir fólkið
í stöðinni.
„Þessi styrkur hefur heilmikla þýðingu, hann í rauninni þýðir
að við getum styrkt starfsemina talsvert og gert meira fyrir
okkar fólk. Með þessu getum við kannski leyft okkur hluti sem
við myndum vanalega ekki leyfa okkur eða fara í hluti sem
eru ekki partur af heildar fjárhagsáætlun. Sem dæmi héldum
við árshátíð fyrir ekki svo löngu síðan og hún var að hluta til
fjármögnuð með þessum sama styrk sem við fengum í fyrra.
Þetta veitir okkur svigrúm til að gera þetta skemmtilegt og
gera eitthvað gott fyrir okkar fólk. Við erum því afar þakklát
fyrir stuðninginn,“ segir Jón.
Ásókn í sjóðinn er
alltaf að aukast
Minningarsjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar
sem ekki eiga kost á því, yfirleitt vegna bágrar fjár-
hagsstöðu forráðamanna. Þá borgar sjóðurinn meðal
annars æfingagjöld, æfingabúnað, keppnis- og æf-
ingaferðir.
María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir
styrkinn frá Góðgerðarfestinu skipta sjóðinn miklu máli og
mun hann renna beint til barnanna í formi styrkja. „Við höfum
notið góðvildar ýmissa fyrirtækja og þetta er rosalega veg-
legur styrkur sem við fengum frá Blue sem kemur sér vel. Allt
sem kemur inn til sjóðsins fer beint út aftur í formi styrkja,
beint til barnanna. Við þökkum kærlega fyrir okkur, þetta
skiptir gríðarlega miklu máli þar sem ásókn í sjóðinn er alltaf
að aukast og við finnum mikið fyrir því,“ segir María.
Fulltrúar styrkþega ásamt
eigendum Blue Car Rental.
VF-mynd: pket
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma@vf.is
Magnús Sverrir og Kristín Blöndal. Magnús Sverrir og Jón Kristinn.
Magnús Sverrir og Kormákur Kristinsson,
sonur Maríu Rutar sem tók á móti styrknum.
8 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM