Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.2022, Page 18

Víkurfréttir - 02.11.2022, Page 18
Skemmtilegur og hugmyndaríkur Helstu kostir Frosta Kjartans eru að hann er fyndinn, skemmtilegur og hugmyndaríkur. Frosti er í 9. bekk Njarðvíkurskóla, æfir fótbolta og er í unglingaráði Fjörheima sem og nemendaráði skólans. Hvert er skemmtilegasta fagið? Enska er uppáhaldsfagið mitt því kennarinn er skemmtilegur og ég er góður í ensku. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Annað hvort Patrik Joe eða Freysteinn Ingi, báðir vegna íþrótta. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Gummi samfó að segja „hoyyjaa“ upp úr þurru. Hver er fyndnastur í skólanum? Ég. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppáhalds- lagið mitt er Lítill drengur með Villa Vill. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Einkennisrétturinn hennar Heru frænku að nafni Herupasta. Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Cars 2. Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn, hleðslutæki og risastóran hleðslubanka, svo ég gæti verið í símanum lengi og mögulega beðið um aðstoð. Hver er þinn helsti kostur? Ég er fyndinn, skemmtilegur og hug- myndaríkur (að eigin mati). Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi vilja geta flogið. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Hreinskilni. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að verða rafvirki. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Sætastur. Alltaf hress „Ég vinn í Krambúðinni, fer á Súper- formæfingar, baka stundum og hitti vini og kærasta,“ segir Birgitta Rós, aðspurð hvað hún geri utan skólatíma. Hún ákvað að fara í FS vegna þess að vinir hennar fóru í skóla á höfuðborgar- svæðinu og hún sá það sem tækifæri til að kynnast nýju fólki. Birgitta er FS- ingur vikunnar. Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Það eru alveg þrjú ár síðan ég var í grunn- skóla en sakna mest Danielu kennara og jólastemmningarinnar. Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Ég ákvað að fara í FS því mig langaði að læra hárgreiðslu og kynnast nýju fóki í mínu umhverfi, flestir vinir mínir voru að fara í bæinn í skóla þannig þetta var frá- bært tækifæri til að kynnast nýju fólki. Hver er helsti kosturinn við FS? Þú eignast vini sem búa í nærumhverfi þínu og fjölbreytileiki á fólki, frá starfsfólki til nemenda. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mín upplifun er góð, ég byrjaði í hár- greiðslu sem er bara eins og lítill bekkur á fyrsta árinu mínu og eignaðist vinkonur þar. Ég skipti svo um braut og var mikið í matsalnum og eignaðist einn af mínum nánustu vinum þar. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég held að það verði Logi Þór, formaður nemendafélagsins. Ég held að hann verði pólitíkus. Hver er fyndnastur í skólanum? Mér finnst Helena Mjöll fyndnasti FS-ingurinn. Hvað hræðist þú mest? Ég hræðist mest að missa fólkið mitt, myrkrið og anda/drauga. Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt akkúrat núna eru jólalög að mínu mati og kalt er alltaf sömu LUX djömmin. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Akkúrat núna er það Let’s hear it for the boy úr Footloose og Underneath the tree sem er jólalag. Hver er þinn helsti kostur? Úff, erfið spurning. Ég held að minn helsti kostur sé að ég er eiginlega alltaf hress og opin fyrir öllu. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Tiktok. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Mig langar í lögregluna og vonandi læra eitthvað tengt fjölbreyttu starfi, t.d. fjöl- miðlafræði. Hver er þinn stærsti draumur? Að eiga fjölskyldu og heilbrigt líf. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Orðið væri skammstafirnir ADHD ... af því ég er mjög virk og er skólabókadæmi um manneskju með lesblindu og ADHD (og já, er með greiningu). FS-ingur vikunnar: Nafn: Birgitta Rós Jónsdóttir Aldur: 19 ára Námsbraut: Fjölgreinabraut Áhugamál: Líkamsrækt, félags- störf og að vera með vinum Ungmenni vikunnar Nafn: Frosti Kjartan Rúnarsson Aldur: 13 ára Skóli: Njarðvíkurskóli Bekkur: 9. bekk Áhugamál: Fótbolti, félagsstörf og vera með vinum Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Fjölbrautaskólinn þátttakandi í alþjóðlegu menningarverkefni Fjölbrautaskóli Suðurnesja er þátt- takandi í Erasmus+ verkefninu Cultural Heritage in a European Context en verkefnið er samstarf skóla frá Finnlandi, Ungverjalandi og Spáni. Markmið verkefnisins er að efla menningarlæsi nemenda og auka víðsýni og umburðarlyndi gagnvart öðrum menningarheimum. Nemendur fræðast um siði, menn- ingu og markverða staði í samstarfs- löndunum. Þau þjálfa einnig tungu- mála- og samskiptafærni auk þess sem þau þjálfast í tölvunotkun og samvinnu. Hugmyndin að samstarfinu spratt upp úr fyrra samstarfi við Ungverja- land og má líta á verkefnið sem nokkurs konar framhald af National Prides in a European Context-verk- efninu sem var í gangi 2018–2021. Hvert land tekur að sér að vera gestgjafi einu sinni á tímabilinu sem verkefnið stendur og skipuleggur þá dagskrá í eina viku þar sem gest- irnir fá að kynnast menningu gest- gjafanna og markverðum stöðum í nánasta umhverfi. Fyrir hverja heimsókn vinna nemendur mynd- bönd um ýmsa þætti sem tengjast menningu sinni eða tungumáli. Í lok hverrar ferðar vinna nemendur raf- rænt tímarit sem verður aðgengilegt á heimasíðum skólanna. Eftir hverja heimsókn heldur hver skóli menn- ingardaga til heiðurs því landi sem heimsótt var. Á vorönn 2022 voru farnar tvær ferðir, önnur til Spánar en hin til Finnlands. Fimm nemendur ásamt tveimur kennurum fóru í hvora ferð. Á vorönn 2023 munu svo fimm nemendur í viðbót og tveir kennarar ferðast til Ungverjalands. Nýverið var komið að FS að vera gestgjafar í verkefninu og komu hingað hópar nemenda frá Spáni, Finnlandi og Ungverjalandi ásamt kennurum sínum. Í allt voru það sautján nemendur og níu kennarar sem komu hingað í heimsókn. Nem- endur gistu hjá fjölskyldum nem- enda sem taka þátt í verkefninu og fengu þannig tækifæri til að kynnast nánar heimilislífi hér á landi. Dagarnir voru viðburðarríkir og margt var skoðað. Meðal annars fór hópurinn á Rokksafnið, í Vík- ingaheima og ferðaðist um helstu náttúruperlur Reykjaness. Förinni var einnig heitið að skoða náttúru- perlur á Suðurlandi eins og Þingvelli, Gullfoss, Geysi og komið var við á orkusýningunni í Ljósafossvirkjun. Einn dagur var nýttur í að kynnast höfuðborginni og þá var m.a. farið í Flyover Iceland, Perluna og komið við í hesthúsum þar sem hægt var að prófa að fara aðeins á bak. Dag- skránni lauk með glæsilegu loka- hófi á sal FS þar sem snæddur var ljúffengur matur, nemendur sýndu skemmtiatriði og veitt voru viður- kenningarskjöl fyrir þátttöku. Hópurinn fór um að gosstöðvum við Fagradalsfjall. Dagarnir voru viðburðarríkir og margt var skoðað og gert. Við húsakynni Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 18 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.