Rökkur - 01.08.1938, Blaðsíða 2

Rökkur - 01.08.1938, Blaðsíða 2
114 R Ö K K U R ANTANAS SMETANA ríkisforseti. Þegar menn ferðast um Lit- hauen nú á dögum reka menn fljótt augun í það, að hvarvetna hafa risið upp nýjar byggingar á bújörðunum-ný býli hafa ris- ið upp um gervalt landið og jTirleitt virðist alt bera miklu athafnalífi vott. Landbúnaðarlögin sem sett voru í þessu litla, unga lýðveldi, eru farin að bera ávöxt. Með þeim fengu bændur landsins ný og betri skilyrði til þess að bæta liag sinn og þeir Iiafa vissulega notað þau, sér og þjóðarheild- inni til liagsbóta. Litbauen er eitt þeirra ríkja, þar sem fáir liafa safnað mikl- um auði, og örbirgðin þekkist þar ekki, þótt margir sé litlum efnum búnir. Jafnvel hinminstu bændabýli i Lithauen virðast bera þvi vitni, að einnig þar komist menn mjög sæmilega af. í Lithauen tíðkast það bvergi, eins og í Fríslandi og Saxlandi, að hlöður og gripa- bús sé undir sama þaki. í Lit- bauen rekur ferðamaðurinn fljótlega augun í ,að útihús eru mörg — og kornskemmumar stærstar —- og hestar, kýr og svín hafa sínar sérstöku vistar- verur. 1 Flest hús eru bygð af timbri og ríkið selur bændum og' land- nemum byggingarefni fyrir mjög sanngjarnt verð. Hagstæð lán eru veitt til efniskaupa, því að þau eru til langs tima og af- borganir litlar. Bændur eru bvattir til þess að nota óeldfimt byggingarefni i þök og því sjiást hvarvetna á hinum nýju húsum skífuþök og járnvarin þök. Það vekur sérstaka athygli ferðalangsins í þeim béruðum, þar sem nýtt land hefir verið tekið til ræktunar, að megin á- liersla er lögð á það af land- nemunum, að koma sér upp sæmilegum húsum fyrir gripi og uppskeru fyrstu árin. Land- oemar sætta sig við að búa í bráðabirgðaskýlum meðan þeir eru að koma upp útihúsum, en

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.