Rökkur - 01.08.1938, Blaðsíða 4
116
RÖKKUR
til kveldnámskeiða fyrir bænd-
ur og bændaefni og sveitakon-
ur og stúlkur. Þá hefir ráðu-
neytið haft forgöngu í því, að
ungir bændur stofnuðu með sér
félög, það gefur út blöð og bún-
aðarrit og styður ýmiskonar
nýjar tilraunir á sviði landbún-
aðar. Æðri búnaðarleg fræðsla
fer fram í búnaðarháskólanum
í Dotnava, en þar eru 45 kenn-
FRÁ VILNA.
arar, og er stofnun þessi að öllu
leyti rekin af ríkinu. Búnaðar-
háskólinn hefir aðsetur á stórri
bújörð og er það vitanlega eitt
af mestu fyrirmyndarbúum
ríkisins. Þar fá nemendurnir
einnig tækifæri til þess að
stunda verklegt nám og fylgj-
ast með ýmiskonar búvísinda-
legum rannsóknum.
Miklar breytingar hafa orðið
í þessum efnum frá því er var
fyrir heimsstyi’jöldina, því að
þá miðaði ekki áfram á þessu
sviði frekar en öðrum, þvi að
Rússar létu sig litlu skifta vel-
ferð fylkisins. Rússneska stjórn-
in lagði aðaláherslu á að finna
rnarkaði fvrir landbúnaðaraf-
urðir Ukraine og Sibiriu, og sá
fyrir svo ódýrum flutningi á
korni þaðan, að korn frá Ukra-
ine fékst með lægra verði í
Memel og Riga en frá Lithau-
en, rétt hjá.
Landið var að mestu leyti í
eigu manna, sem litið skiftu sér
af því og bjuggu ekki í fylkinu.
Eftir uppreistina 1861 var mik-
ið land i Litbauen tekið eignar-
námi og fengið Rússum í hend-
ur, en eftir byltinguna 1905
varð sú breyting á, að talsvert
inörgum litháiskum bændum
var gefinn kostur á að eignast
land til ræktunar, og tókst þeim
að koma sér sæmilega áfram,
með aðstoð banka og samvinnu-