Rökkur - 01.08.1938, Blaðsíða 11
P, ö K K U R
123
Tíu ára ríkisstjðrnarafmæli Zogs
Albanakonungs.
Fyrir nokkuru var efnt til mikilla hátíðahalda í Tirana, höf-
uðborg Albana, og víðar um landið, í tilefni af því að tíu ár
voru liðin frá því er Zog I. settist á konungsstól. Þá var því
spáð, að eftir tíu vikur yrði búið að launmyrða hann eða reka
úr landi, en sú hrakspá og aðrar hafa ekki ræst. Á undan-
gengnum árum hefir mjög færst í umbótaátt í Albaníu og má
mikið þakka það Zog konungi.
Ameríski blaðamaðurinn R.
H. Markham var í Tirana, þeg-
ar hátíðahöldin stóðu yfir, og
segir að fögnuður manna hafi
verið mikill, og það sé enginn
efi á því, að þegnarnir hafi yfir-
leitt hvlt Zog af einlægum huga.
Því að þótt sitthvað megi að
Zog finna og gerðum lians,
hefir honum orðið mikið iá-
gengt á skömmum tíma. Al-
bania var eitt af „tundurhorn-
um“ álfunnar. Þar var áður
fyrrum alt af eitthvað að gerast,
sem gerði allar horfur á Balk-
anskaga tvísýnar, og Albanir
áttu tíðast í deilum við eina eða
fleiri nágrannaþjóðir sínar, og
friðinum í álfunni stafaði oft
hætta af þvi, sem var að gerast
i Albaniu. Stigamenn óðu þar
uppi. Engin lög voru virt. En
þetta er alt hreytt.
Vafalaust jók það mjög á
fögnuð manna, er rikisstjórnar-
afmælisins var minst, að Zog
gekk fvrir nokkuru að eiga
unga og fagra konu, sem er lík-
leg til að afla sér mikilla vin-
sælda sem drotning Alhana.
En drotningarvalið var vissu-
lega eitt hinna erfiðustu vanda-
mála sem Zog hefir orðið að
fást við. Það mál var á dagskrá
nokkur undangengin ár. Alban-
ir ræddu það sín á milli. Það
þurfti að ráða fram úr því,
hvort velja ætti fyrir drotningu
konu, sem væri Vesturlanda —
eða Austurlandakona, kristinnar
trúar eða Mohammeðstrúar,
konungborin eða af borgaraleg-
um ættum, innlend eða erlend
o. s. frv. I landi eins og Alhaniu
kemur nefnilega margt annað
til greina en í flestum öðrum
konungsríkjum heims. En kon-
ungurinn réð fram úr málinu á
þann hátt, að flestir eða allir
létu sér vel líka. Hann gekk að
eiga stúlku sem er af amerísk-