Rökkur - 01.08.1938, Blaðsíða 15

Rökkur - 01.08.1938, Blaðsíða 15
RÖKKUR 127 Heimssýningin í New York. Afsteypup af Leifsstyttunni og stytt- unni aí Þorfinni karlsefni verða reistar við hús islandssýningarinn- ap í New Yopk. Reykjavíkurbær leggur fram 12.000 kr. og styttan af Karlsefni verður reist hér í bænum, að Heimssýning- unni lokinni, en Vestur-íslendingar leggja fram fé til afsteypunnar af Leifsstyttunni, sem svo verður reist á viðeigandi stað í Bandaríkjunum. Á síðasta fundi bæjarráðs, sem haldinn var s. 1. föstudag, 21. þ. m., var rætt um erindi, sem framkvæmdarstjórn íslands- deildar heimssýningarinnar í New York 1939, hefir sent bæjar- stjórn. Fer framkvæmdastjórnin fram á, að bæjarsjóður leggi fram 12.000 kr. til sýningarinnar gegn því, að stjórn sýningarinnar láti Reykjavíkurbæ i té líkn- eski úr bronze af Þorfinni karlsefni, eftir Einar Jónsson. Mælti bæjarráð með því, að fjárveitingin verði tekin upp í f járhagsáætlun næsta árs. Má því fullyrða, að bæjarstjórn sam- þykki f járveitinguna. Útgefandi Rökkurs hefir snú- ið sér til hr. Haralds Árnasonar kaupmanns, sem á sæti í fram- kvæmdarst j órn íslands-sýning- arinnar, og hað hann um nán- ari upplýsingar. Kvað hann hugmyndina vera þá, að taka afstcypu af likani Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni, en það stendur í skemtigarði í Filadelfiu. Hefir verið ákveðið, að hafa líkanið við sýningarhús íslands í New York, en að sýningu lok- inni verður það flutt hingað, og tekur bærinn við því, er hingað

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.