Rökkur - 01.08.1938, Blaðsíða 9
RÖKKUR
121
mikið af togleðri. Samgönguæð-
arnar eru Kongofljót og þverár
þess. Siglingaleiðir landsins á
ánum eru 11.500 kilometrar á
lengd. Hefir nýlendustjórnin yf-
ir 50 skip í förum á ánum. —
Járnbrautir hafa og verið lagð-
ar allvíða um landið. Yfirmaður
nýlendustjórnarinnar er ný-
lendumálaráðherrann, sem á
sæti i belgisku stjórninni. Er
hann forseti 14 manna nýlendu-
ráðs, sem skipað er af þjóð-
þingi Belgíu og konungi. Land-
stjórinn er skipaður af konungi
Belgíu og einnig eru nokkr-
ir aðstoðar-landstjórar. Höfð-
ingjar blökkumanna njóta enn
allmikilla réttinda, en þau eru
ákveðin af nýlendustjórninni.
Nýlendan hefir sinn eigin 14.000
—15.000 manna her, til þess að
aðstoða við að lialda uppi lög-
um og rétti í landinu.
Landkönnuðurinn frægi, Stan-
ley, ferðaðist sem kunnugt er
um Afríku 1874—1877, og fékk
Leopold II Belgiukonungur
mikinn áhuga fyrir hinum ný-
könnuðu löndum, og stofnaði
hann félagið Comité d’Etudes
du Haut Congo (1878). Stanley
kannaði landið frekara fyrir
Leopold konung og kom á stofn
bækistöðvum fyrir félagið víða
við fljótið. Félaginu var nú
breytt og tók það sér nafnið
Association Internationale du
Congo og stofnaði Kongo-ríkið,
sem Leopold konungur hét
vernd sinni. Á alþjóðaráðstefnu
i Berlín 1885 var Kongoríkið
viðurkent og lýst yfir lilutleysi
þess. Siglinga- og verslunar-
frelsi í landinu var heitið öllum
þjóðum, þrælasala bönnuð o. s.
frv. Það yrði alt of langt mál,
að rekja hér sögu Kongo til árs-
ins 1908, en það ár tók Belgía
við landinu og upp frá því hefir
það verið belgisk nýlenda. Og
það er frá þeim tíma, sem fram-
farirnar hafa verið mestar. —
Samkvæmt Versalasamningun-
urn fékk Belgía og umráðarétt
(mandatory rights) yfir héruð-
unum Buanda og Urundi og
svæðinu kringum Kiuvivatn,
fyrir hönd Þjóðabandalagsins.
Landstjórinn og æðstu em-
bættismenn landsins búa í Stan-
leyville, en undir-embættismenn
eru í hinum ýmsu lilutum
landsins. Hafa þeir strangt eftir-
lit með, að hinir innfæddu höfð-
ingjar fari vel með þá, sem
undir þá eru gefnir.
„Blökkumennirnir i Kongo
nú á dögum“, sagði belgiskur
embættismaður í Kongo við
Helen M. Bolleston, „eru hraust-
ari og mannaðri en feður þeirra
og mæður, sem komust hjá að
vera seld mansali, af því að þau
voru óhraust. Þrælasalarnir
völdu úr hraustasta fólkið“.