Rökkur - 01.08.1938, Blaðsíða 5
ROKKUR
117
félaga, sem um þessar mundir
fóru að koma til sögunnar. En
vfirleitt voru framfarirnar litl-
ar meðan Rússar réðu þar ríkj-
um. Og meðan heimsstyrjöldin
stóð j'fir var enn ver ástatt, þvi
að þýski herinn, sem þar var,
hirti framleiðslu bændanna, og
var landbúnaður i Lithauen í
rústum, er styrjöldinni lauk. En
þegar sjálfstæðið var fengið
tóku bændur i Litliauen til ó-
spiltra málanna og hafa unnið
að viðreisnarstörfunum af svo
miklum áhuga og kappi, að fá
dæmi eru til, með ágætum á-
rangri, enda studdir vel af hinu
opinbera svo sem að framan
getur.
Land var tekið eignarnámi af
þeim, sem ekki áttu heima í
landinu og fengið hændum í
hendur, og hermenn, sem harist
Jiöfðu fyrir sjálfslæði landsins,
fengu land til ræktunar endur-
gjaldslaust, en þeir, sem keyptu
land af stjórninni, greiða fyrir
])að í 36 ár. Erfingjar þeirra,
sem Rússar höfðu svift eignar-
rétti á jörðum sínum 1861,
fengu þær aftur.
Ríkið hefir og tekið í sína
umsjá alla skóga landsins og
nauðsynlegt land undir til-
raunastöðvar og fyrirmyndar-
hú, sjúkrahús, elliheimili,
Jjarnahæli og skóla.
Yfirleitt verður eigi annað
sagt en að Litháum Iiafi vegn-
að vel síðan er þeir fengu sjálf-
stæði sitt og alt er þar í fram-
för. Og þeir, eins og hinar smá-
þjóðirnar við Eystrasalt, sem
fengu sjálfstæði sitt upp úr
heimsstyrjöldinni, hafa leitað
samvinnu við skandinavisku
þjóðirnar, einkanlega Svía og
Finna.
En fá þessar smáþjóðir hinna
nýju ríkja við Eystrasalt að
vera í friði, og vinna að sinni
eigin farsækl og menningu
framvegis, eins og þessi tiltölu-
lega fáu ár, sem liðin eru frá
því þau fengu sjálfstæði sitt.
Margir óttast, að það sé að eins
timaspursmál, hvenær stór-
þjóðirnar gleypi þær, Rússar,
Þjóðverjar eða Pólverjar (sem
eru stórþjóð í samanburði við
Lithaua, Eistlendinga og Lett-
lendinga).
Litháar og Pólverjar hafa
lengi deilt um Vilna og veldur
deilan því, að fullur fjandskap-
ur er undir niðri milli Pólverja
og Litháa, þótt hinir síðar-
nefndu hafi í öllum deilum sín-
um við Pólverja orðið að láta
í minni pokann. Litháar höfðu
til skamms tima engan stjórn-
málafulltrúa í Póllandi og hót-
uðu Pólverjar að beita vopna-
valdi, ef Litháar tæki ekki upp
stjórnmálalega og viðskiftalega
samvinnu. — Deilan um Vilna