Rökkur - 01.01.1941, Page 12

Rökkur - 01.01.1941, Page 12
12 R Ö K K U R ingar um olíuþörf Ítalíu og þær upplýsingar liefi eg fengið hjá fulltrúum Standard Oil-félaginu í Italíu og Rúmeníu. Olíunotkun Italíu er um 1500 smál. daglega á venjulegum tímum. Hún getur að eins flutt .100 smál. á dag og sá innflutn- ingur fer næstum allur eftir hinni löngu og ógreiðfæru leið frá Rúmeníu. Á matvælasviðinu er ástandið engu betra. Maccaroni er jafn- vel skamintað og skammturinn er að eins tvö kíló á mánuði. Hver miðlungs Neapelbúi etur áttunda hluta þessa skammts í mál. h'ólkið getur valið milli maccarónis, korns og hrís- grjóna. í nóvember sendi Mússólíni legáta sína út á meðal fólksins, sem stóð í biðröðunum fyrir ut- an húðirnar. Þessir menn áttu að kanna hug popolino, eins og alþýða manna er nefnd. Árang- urinn var sá, að fólk sagði: „Við þurfum ekki að kvarta". En þetta bar að skilja svo: „ Við þorum ekki að kvarta.“ En nú er þjóðin liætt að taka þessu á þenna hátt. Síðan frétt- imar um ósigrana hafa borist til Ítalíu má heyra reiðióp og óónægjuraddir meðal fólksins í biðröðunum. Þjónninn minn beið í fjórar klukkustundir eftir að fá kol af- greidd. Þegar liann fékk þau voru það að eins 12 pund, sem átiu að endast í hálfan mánuð. Konur fátæklinga, sem þurfa að gæta stórra barnahópa, geta ekki eytt tíma sinum i að standa í biðröðunum og þess vegna fer oft svo, að þær fá engan eldivið. Af þessu leiðir svo, að þegar kalt er í veðri, þjáist þetta fólk mjög. * Badoglio var í öndverðu mót- fallinn þátttöku ítala í stríðinu. Hann var líka andvíg- ur stríðinu við Grikki og í Egiptalandi, og varaði il Duce við þvi að háðar myndu fara út um þúfur. Þegar Mússólíni sagði Badoglio að kippa þvi i lag, sem aflaga var farið, sagði hann:: „Hvað sagði eg yður?“ og bætti því við, að eklci væri hægt að bjarga því við. Margir herforingjar sögðu af sér að dæmi Badoglios, fremur en heyja vonlausa baráttu. Eft- irmaður Badoglios stóð sig að vísu vel i Heimsstyrjöldinni, en hann liefir ekki hrifið huga fjöldans, sem nefnir hann „ó- Jiekta hermanninn“. Umberto, krónprins, og' Badoglio eru nú J>eir menn, sem allra augu mæna á. Staða Mussolini er orðin ótrygg og allir harma það, að honuin var fengin i hendur æðsta stjórn

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.