Fréttablaðið - 25.01.2023, Side 2
5
þingmenn Vinstri
grænna vilja gjaldtöku
á vindorkuver.
Umhleypingar á Austurvelli
Frostið linaði í gær tök sín lítillega og svell um borg og bý stungu upp hálum kolli sínum. Á Austurvelli speglaðist kona með barnavagn og jólaskreyting að
auki í polli. Miðað við veðurspár eru nokkrir frostlausir dagar fram undan á suðvesturhorninu en á sunnudagskvöld fer hiti undir núll stig. Fréttablaðið/Ernir
Bjarni Lárus Hall skilaði
meistararitgerð sinni í hlað-
varpsformi. Hann talaði við
tónlistarfólk um lög og þróun
þeirra frá demói til lokatóna.
Aldrei er að vita nema hlað-
varpið verði að þáttum.
benediktboas@frettabladid.is
menning „Ég elska að fræðast meira
um lög sem ég fíla. Hlusta á demó
og fá upplýsingar um hvernig lagið
varð til,“ segir Bjarni Lárus Hall sem
skilaði meistararitgerð í fimm hlað-
varpsþáttum um söguna á bak við
lagið, sem hann kallaði Nú er lag.
Bjarni var að klára nám í hagnýtri
menningarmiðlun og er útskriftin
17. febrúar. Hann tók viðtöl við
fimm tónlistarmenn sem fræddu
hann um hvernig lög verða til,
hvernig þau þróast og fékk að hlusta
á gömul demó.
Verkefnið var tvískipt. Annars
vegar fimm hlaðvarpsþættir með
einn viðmælanda í hverjum þætti
og svo greinargerð þar sem verk-
efnið var tekið saman.
Hann ræddi við þau Krumma,
Frank Hall, Hildi, Lay Low og Hauk
Heiðar úr Diktu fyrir ritgerðina.
„Þau segja mér almennt frá hvern-
ig þau búa til lög svo að maður fái
betri innsýn í þeirra heim. Svo fékk
ég þau til að spila demó af einhverju
þekktu lagi. Ég leyfði viðmælendun-
um að ráða miklu því þau auðvitað
þekkja sín lög, vita hvað er á bak við
þau og hvaða demó eru skemmti-
legri en önnur,“ segir Bjarni.
Haukur Heiðar úr Diktu og Hildur
fengu að koma með tvö lög á meðan
hinir mættu með eitt.
Í þættinum með Hauki ómar
sagan á bak við lagið stórkostlega
Thank you.
Fékk að heyra hvernig lögin
urðu til hjá tónlistarfólkinu
Viðmælendur Bjarna voru ekki af
verri endanum en þeir segja sögur
sínar á bak við lög sín og hvernig þau
verða til. Mynd/SaMSEtt
Bjarni Lárus Hall eða Baddi í hljómsveitinni Jeff Who? Mynd/aðSEnd
„Hann var með tvö mismunandi
demó af hvernig lögin hjá Diktu
urðu til og annað er Thank you.
Dikta var þá að taka upp eitthvað
allt annað og byrja bara að glamra
í stúdíóinu.
Einhver byrjar á gítar og Haukur
byrjar að syngja yfir, alveg ramm-
falskt, en maður heyrir lagið vera að
fæðast,“ segir hann.
Frumskógur hlaðvarpa er mikill
en þar sem fjallað er um ákveðið
efni er það yfirleitt líklegra til vin-
sælda. Bjarni hefur íhugað næstu
skref, hvort hann gefi hlaðvarpið út
eða haldi jafnvel áfram.
„Þetta var verkefni í einum kúrs
og María Ásdís Stefánsdóttir Bernd-
sen, leiðbeinandi minn, sagði mér
að hafa þetta sem lokaverkefni sem
ég og gerði. Þetta var alveg ótrúlega
skemmtilegt verkefni, en hvað verð-
ur næst, ég veit það ekki alveg. Ég
hef svo sem lítið velt því fyrir mér.
Þetta gæti samt orðið eitthvað því
viðmælendurnir voru svo skemmti-
legir og opnir,“ segir Bjarni. n
ragnarjon@frettabladid.is
leikir „Þetta er ótrúlega óvænt og
skemmtilegt,“ segir Laufey Árna-
dóttir sem sigraði í myndaleik
Fréttablaðsins og Play í gær og fékk
að launum hundrað þúsund króna
gjafabréf frá flugfélaginu.
Heppnin var svo sannarlega með
Laufeyju en þátttakendur voru hátt í
átta þúsund. Hún hefur ekki ákveð-
ið hvert ferðinni er heitið.
„Nú á ég eftir að ákveða það,“
segir Laufey sem ætlar að leggjast í
rannsóknarvinnu til að finna besta
áfangastaðinn. Aðspurð segist
Laufey aldrei áður hafa unnið í leik
af þessu tagi og hafi þetta því komið
henni skemmtilega á óvart.
Play-f lugvélin er falin á síðum
Fréttablaðsins á hverjum degi og
ættu lesendur því að hafa augun vel
opin við lesturinn. Næsti útdráttur
verður þann 30. janúar.
Fleiri leikir af þessu tagi með flug-
félaginu Play verða kynntir á síðum
Fréttablaðsins á næstu dögum. n
Fundvís lesandi fékk gjafabréf frá Play
Laufey Árnadóttir tók við gjafabréf-
inu á skrifstofu Fréttablaðsins í gær.
GÆÐI OG HOLLUSTA
FYRIR ÞIG
kristinnhaukur@frettabladid.is
orkumál Fimm þingmenn Vinstri
grænna hafa lagt fram þingsálykt-
unartillögu um gjaldtöku vegna nýt-
ingar á vindi. Fyrsti flutningsmaður
er Orri Páll Jóhannsson en meðflutn-
ingsmenn eru Bjarkey Olsen Gunn-
arsdóttir þingflokksformaður, Jódís
Skúladóttir, Lilja Rafney Magnús-
dóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Samkvæmt tillögunni er Guð-
laugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-,
orku- og loftslagsráðherra, falið að
leggja fram frumvarp sem tryggi hlut
þjóðarinnar í arðinum af nýtingu
vindorku til raforkuframleiðslu með
innheimtu auðlindagjalds. „Vindur
verði skilgreindur í lögum sem sam-
eiginleg auðlind í eigu þjóðarinnar,“
segir í ályktuninni. n
Skilgreini vindinn
sem þjóðareign
Orri Páll Jóhannsson er fyrsti flutn-
ingsmaður. Fréttablaðið/Sigtryggur ari
2 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 25. jAnúAR 2023
MiÐViKUDAGUr