Fréttablaðið - 25.01.2023, Qupperneq 6
Við þurfum að kanna
fornleifar á þessum
stað.
Hugrún Hjálmarsdóttir, fram-
kvæmda- og umhverfismála-
stjóri Múlaþings
Við leggjum áherslu á
að miðla réttum upp-
lýsingum til félagsfólk.
Sólveig Anna
Jónsdóttir, for-
maður Eflingar
Það vill enginn fara í
verkfall og fólkið
okkar langar ekki í
verkfall.
Davíð Torfi
Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri
Íslandshótela,
Við erum að leika
okkur að eldinum.
Kolbrún
Baldursdóttir,
borgarfulltrúi
Flokks fólksins
Sálfræðingar eru farnir
að leita í önnur störf.
Tryggvi Guðjón
Ingason, for-
maður Sálfræð-
ingafélagsins
Borgarfulltrúi Flokks fólksins
segir stjórnendur Reykja-
víkurborgar ekki geta rétt-
lætt sífellt lengri biðlista eftir
skólaþjónustu fyrir börn með
því að vísa til fólksfjölgunar
og faraldurs. Taka verði á
vandanum af metnaði.
ser@frettabladid.is
FÉLAGSmáL Um 2.050 börn eru nú á
biðlistum eftir fagþjónustu í grunn-
skólum Reykjavíkur, sem er stór-
fjölgun á fáum árum.
Árið 2018 voru um 400 börn á
þessum biðlistum. Það merkir að
meira en fimmfalt f leiri börn bíða
nú eftir þjónustu borgarinnar en
fyrir tæpum fimm árum.
Þessum upplýsingum hefur borg-
arfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir
viðað að sér, en hún þekkir vel til
málaflokksins eftir að hafa starfað
í tíu ár sem skólasálfræðingur í
Hafnarfirði.
„Það er ekki hægt að réttlæta
svona þróun með fólksfjölgun og
faraldri,“ segir Kolbrún, „og í mínum
huga er ekki til nein afsökun fyrir
því að láta börnin bíða lon og don.“
Í nýlegu svari embættismanna
borgarinnar til Kolbrúnar um
skólaþjónustu kemur fram að
meðalbiðtími eftir henni hafi verið
að lengjast á umræddu árabili – og
ástæðuna megi rekja til mikillar
fjölgunar erinda á síðustu árum.
Í svaribnu er tekið sem dæmi að
á milli áranna 2020 og 2021 hafi
beiðnum um aðstoð fjölgað um 30
prósent.
„Ég hef margsinnis bókað í borg-
arstjórn að við erum að leika okkur
að eldinum,“ segir Kolbrún og bætir
við: „Hvað halda menn að barn sem
er búið að bíða lengi eftir hjálp hugsi
með sér? Það hlýtur að spyrja: Ætlar
enginn að hjálpa mér?“ segir Kol-
brún enn fremur.
Að sögn Kolbrúnar eru börnin
fyrst og fremst að bíða eftir sál-
fræðiaðstoð, einkum vegna kvíða,
eineltis, námserfiðleika, málhelti,
félagsfælni og atferlisþátta
„Þarna innan um eru börn sem
þora einfaldlega ekki í skólann svo
dögum skiptir,“ segir Kolbrún. Og
það sé ekkert annað í stöðunni en
að taka á þessum vanda af metnaði.
„Við erum að tala um þjónustu við
börn í borg sem á tyllidögum segist
stefna að því að verða barnvænasta
borgin á heimsvísu. Sú borg þarf að
taka sér tak,“ segir Kolbrún
Árelía Eydís Guðmundsdóttir,
formaður Skóla- og frístundaráðs
borgarinnar, segir vanda skólabarna
sem þurfa á umræddri þjónustu að
halda vera fjölþættari og f lóknari
en áður.
„Við erum að færa skólaþjónust-
una út í hverfin til að bæta hana –
og sú breyting, ásamt fjölgun skóla-
barna, ekki síst barna af erlendum
uppruna, hefur gert það að verkum
að okkur hefur reynst erfiðara um
vik að stytta biðlistana,“ segir Árelía
Eydís.
Ekki bætir úr skák í þessum
efnum að skortur er á sálfræð-
ingum á höfuðborgarsvæðinu og
raunar víðar um land. Það staðfestir
Tryggvi Guðjón Ingason, formaður
Sálfræðingafélags Íslands.
„Það vantar fjármagn í þessa
þjónustu og fyrir vikið er f lótti úr
stéttinni. Sálfræðingar eru farnir
að leita í önnur störf vegna álags og
fjársveltis,“ segir Tryggvi. n
Fjöldi barna á biðlistum
fimmfaldast á fimm árum
Meðalbiðtími
skólabarna
eftir þjónustu
sálfræðinga og
fleiri fagaðila,
svo sem tal-
meinafræðinga
var um 140
dagar 2018 en
212 dagar 2022.
fréttablaðið/
anton brink
Árelía Eydís
Guðmunds-
dóttir, borgar-
fulltrúi Fram-
sóknarflokks
kristinnhaukur@frettabladid.is
AuSturLAnd Búið er að kynna
frumhönnun að nýjum varnar-
görðum sunnan við Seyðisfjörð.
Þar féllu miklar aurskriður á hús í
desembermánuði árið 2020. Einn-
ig er stefnt að frekari uppbyggingu
varnargarða norðan við bæinn.
Hugrún Hjálmarsdóttir, fram-
kvæmda- og umhverfismálastjóri
Múlaþings, segist búa við nýrri
skýrslu á næstu dögum eða vikum.
Þá taki umhverfismat við og verk-
hönnun. Garðarnir sjálfir gætu svo
risið eftir um það bil fjögur ár en
þeir eru hugsaðir bæði sem vörn
gegn snjóflóðum og aurskriðum.
Í fjallinu Bjólfi hefur Múlaþing
ákveðið að bæta við framkvæmdir
sem þegar eru hafnar, það er fyrir
ofan atvinnusvæðið. Var það gert
eftir athugasemdir fyrirtækjaeig-
enda á svæðinu vegna aukinnar
hættu sem sást í frumhönnuninni.
En eitt mannskæðasta snjóf lóð
Íslandssögunnar féll úr fjallinu árið
1882 þegar 24 manns fórust.
„Þetta er allt unnið í samstarfi
við Ofanflóðasjóð,“ segir Hugrún
og segist bjartsýn á að þessi viðbót
fáist samþykkt. Segist hún vonast
eftir að þetta gerist f ljótt og geti
risið strax í sumar. Ólíkt görðunum
sunnan megin eru þessir garðar
aðeins hannaðir fyrir snjóflóð.
Eitt sem þarf þó að huga að á þessu
svæði, norðan við bæinn, séu forn-
minjar sem kynnu að finnast í jörðu.
„Við þurfum að kanna fornleifar á
þessum stað,“ segir Hugrún. n
Garðar rísi norðan og
sunnan Seyðisfjarðar
Aurskriðurnar hrifu með sér hús og ollu miklum skaða.
fréttablaðið/anton brink
ser@frettabladid.is
vArnArmáL Landsmenn ættu að
verða varir við hvininn úr norskum
orrustuflugvélum á næstu dögum,
en flugsveit norska hersins er komin
til landsins og mun annast loftrým-
isgæslu Atlantshafsbandalagsins í
íslenskri lögsögu á næstu dögum.
Norsku hermennirnir eru vel
vopnum búnir, en fjórar F-35 orr-
ustuþotur þeirra sem koma til
landsins að þessu sinni eru taldar
vera þær fullkomnustu sem nú fara
um loftin, jafnt vélarnar sjálfar sem
og vopnabúnaður þeirra.
Þetta er í sjöunda sinn sem Norð-
menn leggja Atlantshafsbanda-
laginu lið í þessum efnum. Áttatíu
liðsmenn eru með í för og munu þeir
sinna aðflugsæfingum víða um land
á næstu dögum. n
Norski herinn gæti loftrýmis landsins
thorgrimur@frettabladid.is
KjArAmáL Davíð Torfi Ólafsson,
framkvæmdastjóri Íslandshótela,
segist ekki eiga von á því að fyrir-
hugað verkfall meðlima Ef lingar
sem vinna hjá hótelunum, verði
samþykkt í atkvæðagreiðslu sem
stendur nú yfir.
„Við erum búin að funda með
fólkinu okkar og það er búið að fara
yfir báðar hliðar málsins, hluti sem
ekki var búið að fara yfir á fund-
inum með Eflingu,“ segir Davíð.
„En það er alveg ljóst að ef Efling-
arfólki hefði verið leyft að kjósa um
samning Starfsgreinasambandsins,
sem auðvitað hefði verið réttast, þá
hefði fólkið mitt klárlega verið kosið
með þeim samningi,“ heldur Davíð
áfram
„Það vill enginn fara í verkfall og
fólkið okkar langar ekki í verkfall,“
bætir Davíð við. „En þegar málflutn-
ingurinn er þannig að spurt er hvort
maður vill fá 50.000 kr. launahækk-
un eða 70.000 kr. launahækkun, þá
er þetta auðvitað einfalt svar.“
Að því er Davíð segir hefur Efling
i haldið eftir nauðsynlegum upplýs-
ingum til þess að starfsfólk Íslands-
hótela gæti tekið upplýsta ákvörðun
um verkfall. Hann nefnir meðal
annars það að afturvirkni kjara-
samnings SGS myndi falla niður ef
verkfall verði samþykkt.
Sólveig Anna Jónsdóttir, for-
maður Eflingar, þvertekur fyrir að
félagið hafi haldið eftir nokkrum
upplýsingum.
„Við leggjum áherslu á að miðla
réttum upplýsingum til félagsfólks,
sérstaklega þegar um eins alvarleg
mál og erfiðar kjaradeilur er að
ræða.“
Atkvæðagreiðslu félagsmanna
Ef lingar um verkfallið á að ljúka
klukkan átta á mánudagskvöld og
er þá gert ráð fyrir að niðurstaðan
verði fljótt ljós enda er um að ræða
rafræna kosningu. n
Segir að engir starfsmenn Íslandshótela vilji fara í verkfall
Norsk F-16 orr-
ustuþota hefur
sig til flugs.
fréttablaðið/EPa
6 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 25. jAnúAR 2023
MiÐViKUDAGUr