Fréttablaðið - 25.01.2023, Síða 19

Fréttablaðið - 25.01.2023, Síða 19
Í áramótatölublaði Fréttablaðsins 31.12. sl. birtist langhundur eftir Aðalstein Ingólfsson sem saman- stendur af palladómum um mynd- listarfólk og sýningar ársins 2022. Aðalsteinn er talinn einn helsti höfundur þjóðarinnar þegar kemur að umfjöllun um myndlist síðustu áratuga og eru gáfur hans, þekking og innsæi af þeirri stærðargráðu að telja má til tíðinda þegar ný umfjöllun hans um myndlist birtist almenningi. Sökum mikilvægis hans og afkasta á þessu sviði teljum við undirritaðar að núna sé rétti tíminn til þess að að koma með dæmi frá ferli hans sem varpa ljósi á listræna sýn hans varð- andi myndlist kvenna og hinsegin fólks. Við höfum kosið að hefja þessa Æ, góði besti gáðu nú að þér yfirferð árið 1985 þegar stóra kvennasýningin, Hér og nú: Lista- hátíð kvenna, var haldin á Kjarvals- stöðum. Þetta var í fyrsta sinn sem konur tóku sig saman og héldu stóra sýningu á verkum sínum á eigin for- sendum þar sem reynsla þeirra og sögur voru í forgrunni. Um þessa tímamótasýningu hafði Aðalsteinn ýmislegt að segja. Hann kveðst t.d. ekki vita „til þess að myndlistar- konum hafi nokkurn tímann verið mismunað á grundvelli kynferðis síns …“. Svo heldur hann áfram hug- leiðingum sínum og kennir þjóð- félagsaðstæðum um að konur eigi erfiðara með að koma verkum sínum á framfæri en karlar. Hann, karlmað- urinn, kemur sér hins vegar hjá því að skilgreina þessar þjóðfélagsað- stæður enda hefði hann þá lent í ógöngum og þurft að viðurkenna að konur voru og eru hlekkjaðar við eldhúsvaskinn og neyddar til að bera rjómatertur á höfðinu til hátíða- brigða þegar stund gafst frá heimilis- þrældómi. Til að láta kné fylgja kviði talar hann niður til réttindabaráttu þeirra og telur það „marklaust hjal“ að konur séu ósýnilegar þegar kemur að kaupum á verkum þeirra í söfn, svo ekki sé minnst á styrkveitingar. Næsti minnisvarðinn um sýn Aðalsteins er sýning Viktoríu Guðna- dóttur Pride, í Gallerí Hlemmi árið 2002. Hérna gefur hann til kynna yfirgripsmikla þekkingu á stöðu samkynhneigðra en sleppir því að minnast á tvíkynhneigða og trans- fólk sem sannarlega voru orðin hluti af hinsegin menginu þetta árið. Hins vegar, þegar kemur að umfjöllun þessa, að því er virðist, víðlesna gáfumanns um sýningu Viktoríu, er annað upp á teningnum. Þá eru verk Viktoríu ómöguleg. Það er augljóst að hann hvorki þekkir né skilur hinsegin fagurfræði fyrir utan regnboga fánann sem hann sá bregða fyrir í einu myndskeiði. Aðalsteinn reynir hvað hann getur til að búa til nýtt vídeóverk eftir sínu höfði sem hentar hans sýn á hinseginleikann samkvæmt þeirri formúlu að cishet, gagnkynhneigður karl, viti meira um hinseginleika en hinsegin fólk, en það er afar algengt. Má því segja að hann hafi sjálfur misst af póstmód- ernísku lestinni sem hann talar svo fjálglega um í upphafi greinar sinnar. Hann gerir sér heldur ekki grein fyrir því að þarna er hinsegin listamann- eskja að vinna með hinsegin fagur- fræði í opinberu galleríi, en fram að þeim tíma hafði list hinsegin fólks verið einangruð á sýningum í húsa- kynnum Samtakanna ‘78. Ekki er heldur vitað til þess að Aðalsteinn hafi fjallað um þær sýningar sem þar voru haldnar með reglulegu millibili frá 1985-2020 og var Viktoría þó ein af þeim sem þar sýndu. Mikið braut- ryðjendastarf. Þegar að sýningunni Til sýnis: Hinsegin umfram aðra, sem haldin var í Nýlistasafninu 8. október til 20. nóvember 2022 er Aðalsteinn ekki enn búinn að finna lestirnar sem hann missti af frá 1985-2002. Merki um víðsýni og skilning á stöðu minnihlutahóps sjást ekki í dónalegri umfjöllun um sýninguna, heldur er einungis á ferðinni þröng- sýnn, skilningssljór cishet karl sem hefur allt á hornum sér og geltir að hinsegin fólki og myndlist þess eins og óþveginn götustrákur og telur sýninguna merki um „fáfræði og fáfengilegheit“. Auk þess setur hann í tilvitnanamerki orðin „hinsegin listafólk“ eins og þau eigi sér engan tilverurétt. Svona mikið liggur karl- manninum Aðalsteini Ingólfssyni á að opinbera hinsegin fóbisma sinn og fer að tala í anda úreltrar tví- hyggju til að koma orðinu „stakket“ að í skeyti sínu. Nú er það bara þannig, herra Aðalsteinn Ingólfsson, að hvorki sýningarstýrurnar né listafólkið sem notuðu verk Iannone og Rósku sem innblástur að nýjum verkum gefa til kynna það sem þú þorir ekki að nefna en reynir að fela á bak við stakketið þitt. Þetta sýnir svo skýrt að þú hefur ekki á nokkurn hátt lagt þig fram við að kynna þér innihald sýningarinnar. Með palladómi sínum er Aðal- steinn ekki bara að lítilsvirða Dorot- hy Iannone og Rósku, heldur líka listafólkið sem lagði á sig ómælda vinnu við að gera ný verk sem byggð eru á verkum varðveittum í Nýlistasafninu. Einnig ræðst hann af fólsku á það brautryðjendastarf sem Nýlistasafnið hefur unnið með því að fá hinsegin sýningarstýrur og listafólk til að hinsegja safneignina. Þetta er skref sem Nýlistasafnið, eitt listasafna á Íslandi, hefur haft kjark til að stíga. Af þessum dæmum má glöggt sjá hvernig hvítur gagnkynhneigður karlmaður í valdastöðu fer fram af lítilsvirðingu gagnvart konum og hinsegin fólki í íslenskum listheim- um t.d. þegar hann notar orð eins og „fáfræði og fáfengilegheit“ ásamt „marklaust hjal“ um verk þeirra. n Dr. Ynda Eldborg sýningarstýra og listfræða Viktoría Guðnadóttir myndlistarmann- eskja og sýningar- stýra N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is ÚTSALA á sýningarvörum í verslun Borðstofuborð, borðstofustólar, eldhússtólar, sófaborð, sófar o.fl. o.fl.10-60% afsláttur Ciro 3 litir Áður 39.900 NÚ 29.900 Alison snúnings Áður 33.900 NÚ 27.000Sierra nokkrir litir Áður 25.700 NÚ 19.200 Kato svart Áður 29.900 NÚ 19.400 Adele Áður 39.900 NÚ 23.900 Obling 3ja sæta Áður 129.000 NÚ 103.000 Brookliyn borðstofuborð 220x98, stækkun 2x50 cm, reykt eik – hvítuð eik Áður 199.000 NÚ 149.000 Notthingham sófaborð Áður 116.000 NÚ 58.000 Hill hvíldarstóll með tauáklæði Áður 176.000 NÚ 123.000 Staturn 3ja sæta Áður 159.000 NÚ 119.000 25% 25% 25% 25% 40% 50% 35% 30% 20% 20% Fréttablaðið skoðun 1525. janúar 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.