Rökkur - 01.06.1945, Page 7
RÖKKUR
167
í veg fyrir styrjöld. Námumenn í Suður-Wales lýstu
sig andvíga styrjöldum. Á fundi fulltrúa Sambands
námufélaganna í Cardiff var stjórnin hvött til þess
að veru hlutlaus, og námumenn Evrópu voru hvatt-
ir til þess að knýja stjórnir þeirra landa, sem í deil-
unni áttu, til að taka tillit til skoðana þeirra.
Kl. 7 á sunnudagskvöld afhentu Þjóðverjar Belgíu-
mönnum úrslitakosti. Því var lofað, að ef Belgiu-
stjórn leyfði Þjóðverjum herflutninga um landið,
skyldi sjálfstæði landsins haldast, er friður væri
saminn. Ef úrslitakostunum væri hafnað yrði lit-
ið á Belgíumenn sem fjandmenn. Tólf klukkustunda
l'restur var gefinn til að svara orðsendingunni.
Belgiumenn hikuðu ekki. Þeir lýstu yfir því skýrt
og skilmerkilega, að þeir væru hlutlaus þjóð, og
árás á hlutleysi þeirra væri bert brot á rétti þjóð-
anna. Ef fallizt væri á úrslitakostina væri þjóðar-
lieiðri Belgíu kastað á glæ. Hlutleysi Belgíu var *
viðurkennt með samningunum frá árinu 1839, og
Þjóðverjar viðurkenndu hlutleysi Belgíu 1870.
Á bankafrídeginum 2. ágúst óku brezku konungs-
'hjónin frá Buckinghamhöll í opnum vagni. Múgur
manna hyllti þau. Fólk fór í hópum um göturnar
og margir báru samveldisfánann brezka og franska
fánann.
Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan kon-
«mgshöllina um.kvöldið. Konungshjónin og prins-
inn af Wales gengu fram á hallarsvalirnar.
I neðri málstofunni ríkti alger kyrrð, er Sir Ed-
ward Grey utanríkisráðherra las upp skeyti, sem
Georgi konungi hafði borizt frá Albert Belgíu-
konungi.
Skeytið var svo hljóðandi:
„Minnugur þess hve mörgum sinnum Yðar Há-
tign og lyrirrennari Yðar Hátignar auðsýnduð
Belgíumönnum vinsemd — og minnugur vinsam-
legrar afstöðu Englands 1870 — og vinsemdar og
samúðar, sem nú hefur enn verið í ljós látin, bið