Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 46
94
ROKKUR
hefir ekki gleymt öllu, sem hann veit um framleiðslu og
viðskipti, þótt efnin séu farin.“
,,Hann hlýtur að vera orðinn fjörgamall,“ sagði Mau-
reen.
„Nógu gamall, til þess að slunginn bófi gæti litið á hann
sem deig i hendi sér,“ sagði Murdoch. „Eg held að þú ættir
að fara á fund hans.“
„Eg mundi eyða öllu, sem eg á, í förina. Og að hvaða
gagni gæti eg orðið, þegar eg er komin þangað?“
„Þú þarft ekki að leggja fram grænan túskilding nú. Eg
skal leggja til peningana. Álykti eg skakkt um Moxx þenn-
an bætist þá bara við enn ein skökk ályktun á langan
hsta rangra ályktana, sem við Murdoch-arnir höfum gert.
Verði árangurinn af ferðinni þér hagstæður geturðu greitt
þetta fé — annars ekki. Ætlarðu að fara?“
„Eg mun fara,“ sagði Maureen.
„Eg ætla að skrifa Moxx þessum og segja honum, að þú
komir.“ -----
Moxx hafði komið til fundar við hana við komu hennar
til Seattle. Hún fekk óbeit á honum þegar í stað. Hann
bar ekki með sér á nokkurn hátt, að hann væri menntað-
ur maður, skorti fágun i framkomu — og hún hafði á
tilfinningunni, að hann væri refur mesti, sem eklci léti
sér allt fyrir brjósti brenna. Hann sagði henni, að föður-
bróðir hennar væri mikið veikur, og lælínir hans teldi,
að hann ætti skammt eftir ólifað, en er hún svaraði, að
það væri gott, ef hann fyrir náð guðlegrar forsjónar fengi
hvíldina og að hún gæti talað við hann áður en hann dæi,
varð Moxx æstur í skapi og framkoma hans hin einkenni-
legasta. Hann sagði að frændi hennar lægi með óráði og
mundi ekki þekkja hana, og læknirinn mundi ekki vilja
heyra það nefnt, að hún færi á fund hans. Ef hún aðeins
vildi undirrita skjal nokkurt mundi verða séð um allt og
hún þyrfti engar áhyggjur að hafa. Hann mundi selja
eignina fyrir það, sem hægt væri að fá fyrir hana, greiða
allar skuldir, og hún mundi fá afganginn. Það gæti ekki
orðið mikið, þvi miður, sagði hann, í mesta lagi 3—4000
dollarar. Ef hún vildi nú aðeins skrifa undir plaggið