Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 19
R Ö K K U R
67
„Ertu viss um, að ekkert vanti?“
„Auðvitað er eg ekki viss um það, en eg liygg svo
vera. Bréfin, sem þú skrifaðir til írlands, og svarbréfin,
voru þar.“
„Hamingjunni sé lof að mildlvægustu skjölin, varðandi
söluna, voru eldd þarna. Þau eru á öruggum stað, í
geymsluhólfinu í bankanum.“
„Alveg rétt.“
„Varð lögreglan noklvurs visari?“
„Eg held ekki — en —“
Hambly sleikti þurrar varir sínar.
„Hvað?“
„Mér hefir dottið dálítið í hug — líttu á stafina. Það
er eins og notaður hafi verið lítill bursti, eins og Kínverjar
nota til að skrifa stafi.“
Lingh Phi var allt í einu kominn að borðinu. Hann hélt
á diski með grænmeti og fleiru. Þeir höfðu ekki orðið hans
varir. Svo hljóðlega hafði liann komið. Hambly revndi að
leyna gulnaða miðanum, en varð of seinn til.
„Aha,“ sagði Lingh Phi, „þér lappa líka?“
Hann dró gulleitan samanbögglaðan miða upp úr vasa
sinum og lagði á borðið. Miðinn var alveg eins á lítinn og
jafnstór hinum miðanum. Munurinn sá einn, að kínverskir
stafir voru dregnir á miða LiPgh Phis.
„Eg miða líka, lierra Moxx. Mér sagt segja stóra hvíta
húsbónda ekki koma Clonaleur annars honum stútað
snarlega. Hvað gerir herra Moxx Clonaleur ?“
Það var komið fram á varir Moxx að segjh Ling Phi að
skipta sér ekki af því sem honum kom ekki við. En hann
hætti við það. Kinverski þjónninn hans gat orðið lionum að
liði sem bandamaður — en reynst lionum hættulegur sem
fjandmaður.
„Við Hambly höfum áhuga fyrir timburlanfh þar. Að
þvi er virðist hafa einhverjir aðrir áhuga fyrir að ná þessu
landi. Veiztu hver sendi þessa miða Ling Phi?“
„Veit ekkert, herra Moxx.“
Ekkert varð lesið úr svip Kínverjans. Hann trítlaði burt.
Undir eins og hann var farinn livislaði Hambly allæstur,
5*