Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 17
RÖKKUR
65
vega aðaldyra voru risavaxnar súlur — frá Rauðskinna-
ættkvislum komnar, útskornar og málaðar á glottandi
andlit, vopn og fuglar. Moxx gekk inn i forsalinn og iagði
svo leið sína inn i íbúð sina, sem var nr. 7.
Moxx liafði fataskipti og þvoði vandlega skeinuna á
enninu og setti plástur yfir hana. Þvi næst lét liann
renna í baðkerið. Þegar Ling Phi, kinverski þjónninn
hans, heyrði vatnsrennslið, mundi liann koma, því að þá
vissi hann, að húsbóndi hans væri kominn lieim. Hann
mundi bera inn i borðstofuna súpu og aðrar rjúkandi
rétti, og ekki gleyma að hafa sherry á borðum. Ling Plii
var sjötugur, nöldrari mikill, en vafalaust bezti einka-
þjónninn i Port Albert. Hann var og húsbóndahollur tal-
inn i bezta lagi.
Moxx kom brátt inn í borðstofuna, hress eftir baðið,
klæddur nýpressuðum fötum.
„Nokkur bréf, Lingh Phi?“
„Nóg af bréfum, herra. Engin viðskipti. Kyennabréf.
Þau anga, anga.“
Lingh Phi var jafnan stuttorður mjög og notaði fá tengi-
orð, enda kunnátta hans í ensku takmörkuð.
„Margir spurt um mig í síma?“
„Hambly. Kemur. A eftir súpunni. Borða fljótt. Hann
kemur. Ef strax þér segið: Súpu? Nei, takk, segir hann.
Sezt niður. Etur súpu. Eins og svín.“
Moxx brosti i kampinn, en hann fór ósjálfrátt að bend-
ingu Lingh Phi og hafði hraðann ó. Hann furðaði sig á
þvi, að Hambly skyld koma svona fljólt.Ef til vill beið hann
með óþolinmæði fregna af viðræðum hans við irsku stúlk-
una. Hann varð ygldur á svip, er hann hugsaði um, að
hann yrði að segja honum, að i þetta skipti hefði sér al-
gerlega mistekist.
Hann var að ljúka við fiskréttinn, þegar hann hevrði
bjölluhringingu í eldhúsinu. Lingh Phi opnaði fyrir
Hambly, þvi að það var hann, sem kominn var. Þegar
Hamblv var kominn inn í stofuna veitti Moxx þvi þegar
a'.iygli, að hann var óvanalega fölur.
5