Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 11

Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 11
KÖKKUR 59 „Hvemig ætti eg að vita það? Eg kallaði á eftir honum, er liann tók til fótanna og hann anzaði þvi engu.“ Lögregluþjónninn horfði á hatt Catleighs og þar næst á hattinn, sem hann hafði tekið við. „ILkki voruð þér með neinn auka-hatt, þegar eg vísaði yður til vegar til gistihússins, herra. Það er því augljóst, að hatturinn er eign einhvers annars, sem hér hefir verið.“ Lögregluþjónninn brá aftur upp vasaljósi sinu og skoð- aði hattinn innan. „Hér eru stafimir T. M. Rennið þér gmn í hver T. M. muni vera?“ Catleigh hikaði. Ef til vill var það ekki hyggilegt fyrir hann, ókunnugan mann, að hafa nein afskipti af þessu. Hann var minnugur þess ,að Moxx hafði sagzt vera lög- fræðingur. „Eg hefi enga hugmynd um það,“ svaraði hann stutt- lega. „Hverjir eru upphafsstafir yðar, herra?“ „D. C. Eg heiti Duff Catleigh. Eg er Bandarikjamaðhr og á heima í New York. Eg hefi ekki annað gert en að reyna að koma manni til lijálpar, manni, sem margir menn höfðu ráðizt á. Eg hefi sagt yður allt af létta. Eg er þreyttur orðinn — og svangur. Ef eg hefi gert full- nægjandi grein fyrir öllu er, vænti eg, ekkert því til fyrir- stöðu, að eg haldi áfram til gistihússins.“ „Eldcert til fyrirstöðu, herra. Verið þér sælir.“ „Góða nótt,“ sagði Catleigh og var grenijuvottur í röddinni. Hann sneri sér við snögglega og gekk á braut. „Fari hann í logandi,“ liugsaði hann. „Eg gæti bezt trúað, a* hann gruni mig um að hafa skrökvað þessu öllu. Jæja, þegar hann sá hattinn —“ Og Catleigh fór að hugsa um hvort lögregluþjónninn mundi þekkja Temple Moxx. — Þegar menn ræddu sín á milli um þá Moxx og Ham- bly, sem ráku málflutningsstörf og innheimtu í félagi, kom jafnan í ljós, að menn töldu Moxx hinum fremri sem lögfræðing. Hann var harðduglegur talinn, ágengur og ýtinn, og menn ætluðu, að tveir þriðju tekna lögfræðinga-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.