Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 47

Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 47
RÓKKUR 95 mundi hann gera allt, er í hans valdi stæði, til þess að hjálpa jafn fagurri stúlku og hún væri. Og er hún neitaði, liafði hann jafnvel haft í hótunum við iiana. Hún lézt ekki taka eftir því. Há varð hann enn ósvifnari og varð sá endir á, að hún rak hann á dyr. Henni var skemmt af tilhugsuninni um, að hann hafði fengið að kenna á því, að enn var skap í O’Donnell-ættinni. Hann var fyrirlit- legur maður. Hún hafði séð .mörg ný andlit á hinni löngu ferð sinni — bæði á ferðalaginu vestur yíir haf, og á járnbrautinni frá New York vestur á Kyrrahafsströnd, en það var ekki nema eitt þeirra, sem livað eftir annað kom fram fyrir hugskotsaugu hennar. Það var andht, sem var vert að muna, og það var vegna þess, að það hafði verið eitthvað heillandi og dularfullt í augnatilliti þessa manns. Hún liafði fyrst komið auga á hann á skipinu milli Seattle og Port Albert. Hann hafði hallað sér fram á borðstokkinn, brett upp kraganum á kápu sinni, og tottaði pípu sína. Iiann var hár og grannur. Og þótt hann hallaði sér fram fór það ekki fram hjá henni, að hann var vel vaxinn. Já, hann var hár og grannur, eins og karlmennimir á Aran-ey, en herðabreiðari. Ösjálfrátt flaug henni í hug, að þessi maður væri hreinn i lundu og djarfur. Þetta voru kostir, sem hún mat mikils. Þau áttu kannske margt sameiginlegt. Hún hafði gengið framhjá, eins og liún tæki alls ckki eftir honum, en af kvenlegum næmleik og skarpskyggni hafði hún eigi að síður orðið margs vör. Bezt hafði hún tekið eftir andlitssvipnum, og augunum. Hún hafði veitt því athygli, að í andlitinu voru drættir, sem ekki áttu að vera þar, því að þetta var ungur maður, í mesta lagi einu eða tveimur iámm eldri en hún sjálf. Eitthvað hafði komið fyrir hann — sem hafði liaft djúp áhrif á hann, ef til vill gert hann dálítð einmana, — ef til vill kaus hann að fara sinar götur. Hún hafði ósjálfrátt orðið fyrir eins miklum áhrifum af honum og hann af henni. Sá einn var munur- inn, að hún vissi hvaða hugsanir bærðust í brjósti hans, en hann renndi blint í sjóinn um hugsanir hennar. Heima

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.