Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 28
76
ROKKUR
II.
Þegar Catleigh fór frá Thunderbird Arms byggingunni
var honum efst í hug að reyna að hverfa í þokunni. Hann
vildi losna við lögreglumanninn fyrir fullt og allt. En
liann heyrði þungt fótatak lögregluþjónsins að baki sér,
er hann var kominn út á tröppurnar. Hann flýtti sér í
felur, mundi í svip eftir, að súlurnar með útskornu Rauð-
skinnamyndunum voru oft holar innan, til þess að þær
væru auðveldari í flutningum, hentist að annari súlunni,
og komst að raun um, að hún var hol innan, og faldi sig
í henni. í sömu svifum kom lögregluþjónninn út á tröpp-
urnar og kallaði nafn hans, en er ekkert svar barst, hélt
lögregluþjónninn áfram eftir stígnúm frá lnisinu. —
Catleigh heyrði ekkert liljóð, nema dropahljóðið, er lak
af laufi sedrusviðartrjánna. Hann fór brátt úr felustaðn-
um og læddist meðfram húsinu og ætlaði að lcomast aftur
fyrir það og' út um einhverjar bakdyr þar. Hvað sem taut-
aði vildi hann ekki -rekast á lögregluþjóninn aftur. Er
hann fór fyrir horn nam hann skyndilega staðar. Ljós
var í allmörgum gluggum á annari hæð. I þokunni var
öll bakhliðin að sjá sem væri hún lýst. Catleigh mundi
hvar íbúð Moxx var og var viss um, að birtan flóði úr
gluggum á íbúð lians.
Hann var í þann veginn að halda áfram, er hann sá,
að hann var ekki einn þarna. Um það bil tuttugu fet frá
veggnum stóð maður nokkur hreyfingarlaus og horfði
upp í gluggana á íbúð Moxx. Maðurinn stóð alveg graf-
kyrr og var að mestu hulinn greinum og laufi. En birtu
lagði á andlit hans.
Þetta andli kom honum liálfvegis kunnuglega fyrir
sjónir. Maðurinn var kinnfiskasoginn, kjálkbeinin há,
munnurinn smár, augun htil og dálítið skásett — eins
og á Kínverja. .Tá, vitanlega. Það edtt villti hann, að andlitið
virtist hvítara, af þvi að birtunni sló á það. Þetta var and-
litið, sem hann sá fyrir innan káetuhurðina á fiskibátn-
um fyrr um kvöldið.
Catleigh fór ekki að verða um sel. Lögreglumaðurinn —-