Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 6
Talið er að um 460 úlfar séu í Svíþjóð. Meðlimir voru 500 um síðustu mánaðamót. Það var súrsæt tilfinn- ing að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar. Jón Kaldal Sem íslenskt flugfélag gerum við ráð fyrir þessum kostnaði í okkar rekstri. Nadine Guðrún Yaghi, upplýs- ingafulltrúi Play solrun@frettabladid.is samgöngur „Það var farið í að láta farþega vita og bjóða þeim að færa f lugið sitt um einn dag fram eða aftur. Það voru töluvert margir sem nýttu sér það,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, um aflýsingar á f lugi í gær vegna slæmrar veðurspár. Að sögn Guðna gengu aðgerðir Icelandair vel. Örfáum flugferðum hafi verið frestað þar til síðdegis en annars hafi allt verið á áætlun. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir vindinn hafa valdið töluverðum truflunum, meðal ann- ars á fjallvegum. Veðrið hafi gengið mjög hratt yfir landið og staðið skemur en spárnar gáfu til kynna. Nadine Guðrún Yaghi, upplýs- ingafulltrúi Play, segir aldrei annað hafa komið til greina en að fresta flugi við þessi veðurskilyrði. „Þetta er alltaf vandmeðfarið. „Álit veður- fræðinga varðandi morguninn gaf til kynna að aðstæður í Kef lavík yrðu hættulegar,“ segir hún. Aðspurð hvort aðgerðir af þessu tagi setji strik í reikninginn hjá flug- félögunum taka Guðni og Nadine í sama streng. „Þetta er bara það sem fylgir því að reka flugfélag á Íslandi,“ segir Guðni. „Þessu fylgir að sjálf- sögðu kostnaður en sem íslenskt f lugfélag gerum við ráð fyrir þess- um kostnaði í okkar rekstri,“ segir Nadine. n Aðgerðir flugfélaganna í vonskuveðri gengið vel kristinnhaukur@frettabladid.is evrópumál Aðalfundur Evrópu- hreyfingarinnar fór fram á laugar- daginn á Nauthóli. Jón Steindór Valdimarsson, varaþingmaður Við- reisnar, var endurkjörinn formaður og Helga Vala Helgadóttir, þingmað- ur Samfylkingar, var kjörin í stjórn. Endurkjörin í stjórn voru Valdi- mar Birgisson, sveitarstjórnarfull- trúi Viðreisnar í Mosfellsbæ, og Inger Erla Thomsen, forseti Ungra jafnaðarmanna á Suðurlandi. Auk Helgu koma ný inn í stjórn Hjalti Björn Hrafnkelsson, gjaldkeri Ungra Pírata, Bryndís Nielsen almanna- tengill og G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í desember var Evrópuhreyfingin stofnuð á síðasta ári til að þrýsta á um þjóðaratkvæði um Evrópusam- bandsaðild. Vefur hreyfingarinnar var opnaður í desember og þá farið í að safna meðlimum. Um síðustu mánaðamót voru meðlimir orðnir 500 talsins. n Fimm hundruð manns nú í Evrópuhreyfingunni Ný stjórn hreyfingarinnar var kjörin á laugardag. Mynd/EvrópuhrEyfingin arnartomas@frettabladid.is svÍÞJóÐ Veiðimenn í Svíþjóð hafa skotið 54 úlfa á rúmum mánuði í umdeildri stýrðri veiði á tegund- inni. Veiðin hefur vakið reiði meðal náttúruverndarsinna sem vara við áhrifa ofveiði á heilbrigði stofns- ins. Sænskir bændur telja úlfana hins vegar ógna lifibrauði sínu og segja að árið 2021 hafi meira en 340 kindur verið drepnar af úlfum. Á sjöunda áratugnum voru úlfar á barmi útrýmingar í Svíþjóð og voru þá yfirlýstir vernduð tegund. Þeim byrjaði að fjölga til muna undir lok síðustu aldar og árið 2010 hófu yfirvöld að leyfa stýrða veiði á stofninum. Sænsk yfirvöld hafa nú heimilað að 75 úlfar verði skotnir á þessu ári sem er meira en tvisvar sinnum fleiri úlfar en í fyrra. Sænska þingið samþykkti fyrir tveimur árum að takmarka úlfastofninn við 270 dýr en aðrir vilja ganga enn lengra. Vísindamenn hafa varað við að úlfarnir séu ekki nægilega margir til að viðhalda heilbrigðum stofni en talið er að stofn landsins telji um 460 dýr. Til að heilbrigðum stofni sé viðhaldið megi fjöldinn ekki falla niður fyrir 500 og hefur Umhverfis- verndarstofnun Svíþjóðar sagt að minnsta kosti 300 dýr séu nauðsyn- leg til þess að forðast úrkynjun. n Óánægja vegna metveiði á úlfum Yfirvöld hafa nú heimilað að 75 úlfar verði veiddir á árinu. fréttablaðið/gEtty Talsmaður íslenska náttúru- verndarsjóðsins segir fyrrver- andi ráðherra þurfa að axla ábyrgð samhliða núverandi ráðherrum eftir svarta skýrslu um stöðu á fiskeldi hérlendis. Fyrirtæki í atvinnugreininni fagna tækifærinu til að bæta utanumhald. kristinnpall@frettabladid.is laxeldi Óánægju innan stjórnsýsl- unnar með skýrslu Ríkisendurskoð- unar um stöðuna á laxeldi og eftirlit með starfsgreininni gætir víða. Jón Kaldal, talsmaður íslenska náttúru- verndarsjóðsins (e. Icelandic Wild- life Fund), segir að í skýrslunni hafi margt verið staðfest sem sjóðurinn hafi áður bent stofnunum á. „Það var súrsæt tilfinning að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar. Hún er gríðarlega vel unnin og það var ánægjulegt að sjá staðfest fjöl- mörg atriði sem við höfum bent á í umsögnum okkar til hinna ýmsu stofnana, Alþingis og ráðuneytisins. En á sama tíma var sorglegt að sjá, fyrir okkur sem samfélag, hversu illa hefur tekist að skapa umgjörð um þennan iðnað.“ Hann segir það ljóst að vanda- málið sé víðtækt. „Lögunum um fiskeldi var breytt árið 2019 og lögð sérstök áhersla á að auka eftirlit með sjókvíaeldinu og áhrifum þess á náttúruna. Þess- um lagabreytingum fylgdu hins vegar ekki þær fjárveitingar sem þurfti til svo eftirlitsstofnanirnar og Hafrannsóknastofnun gætu sinnt hlutverkum sínum. Þetta voru ótrúlega slöpp vinnubrögð af hálfu þáverandi ráðherra, sem var Kristján Þór Júlíusson,“ segir Jón og heldur áfram: „ Svandís Svavarsdóttir tók við nánast fullkomnu þrotabúi í þessum málaflokki þegar hún varð matvælaráðherra fyrir rúmlega ári. Staðan er nú sú að eftirlitið hefur að stórum hluta verið fært til fyrir- tækjanna sjálfra. Þetta þýðir að eft- irlitsstofnanir almennings þurfa að treysta innra eftirliti sjókvíaeldis- fyrirtækjanna um brot og frávik í starfseminni. Það er furðuleg hug- mynd að láta fyrirtæki, sem hafa gríðarlegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta, sjálf annast eftirlit með sér. Við brot og frávik geta þau misst umhverfisvottanir og viðskipta- samninga.“ Hann segir að það þurfi einhver að axla ábyrgð í þessu máli. „Hvernig staðið hefur verið að málum er ekki bara fúsk. Þarna voru teknar ákvarðanir að yfirlögðu pólitísku ráði, með því að veikja þær stofnanir almennings sem eiga að sinna eftirliti og rannsóknum. Það hljóta einhver að þurfa að axla ábyrgð á þessum vinnubrögðum. Það er svo sérstakt umhugsunar- efni af hverju umhverfisráðherrar undanfarinna ára hafi ávallt bara setið aðgerðalausir hjá.“ Að mati Jóns geta sjókvíaeldis- fyrirtækin unað vel við núverandi fyrirkomulag. „Fyrirtækin í þessum iðnaði ættu að geta verið nokkuð sátt. Þau hafa komist upp með ótrúlega hluti í skjóli þess að eftirlitið með starf- seminni er í raun ekki neitt. Viður- lögin sem hægt var að beita þau vegna alvarlegra frávika í rekstri hefðu sannarlega getað verið marg- falt meiri.“ Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Laxa fiskeldis, tekur undir niðurstöður skýrslunnar um að það sé þörf á breytingum þegar hann er spurður út í niðurstöðurnar „Ég held að þessi skýrsla endur- spegli það sem iðnaðurinn hefur um árabil bent á, að það þarf að setja meiri fjármuni í stjórnsýsluna þegar kemur að uppbyggingu fisk- eldis. Að stjórnsýslan og stofnanir geti þjónustað greinina með viðun- andi hætti,“ segir Jens sem vonast til að aðilar málsins geti sest niður og ákveðið næstu skref. „Þessi skýrsla sýndi að stjórn- sýslan þarf virkilega að fara yfir alla verkferlana og gæti orðið tækifæri til að einfalda regluverk í kringum greinina. Í mínum huga snýr þetta að því að stjórnvöld, atvinnugrein- in og aðrir hagaðilar geta komið saman og bætt stjórnsýsluna í tengslum við vöxt greinarinnar svo að hægt sé að skapa áfram verðmæti fyrir samfélagið og þjóðina alla,“ segir Jens enn fremur um niður- stöður skýrslunnar. n Einhver þarf að axla ábyrgð Óánægja ríkir innan stjórnsýslunnar með skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðuna á laxeldi. fréttablaðið/pétur 6 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 8. FeBRúAR 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.