Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Það er hins vegar ekki enda- laust hægt að senda reikning af ósjálfbær- um rekstri ríkissjóðs á heimili landsins. Ríkisend- urskoðun hefur hringt dyrabjöll- unni. Garðar Örn Úlfarsson gar @frettabladid.is Stórfelldar brotalamir eru í umgjörð sjókvíaeldis hér á landi. Þetta leiðir úttekt Ríkisendurskoðunar skýrt í ljós. „Stjórnsýsla og eftirlit með sjó kvía eldi hafa reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar,“ eru upphafsorð niðurstöðukafla Ríkisendurskoðunar sem gefa tóninn fyrir mat stofnunarinnar á viðfangsefninu. Af nógu er að taka er kemur að agnúum, ekki síst varðandi lagaumgjörð og eftirlit með þessum umdeilda iðnaði. Lagabreytingum sem áttu „að stuðla að vexti og viðgangi greinar- innar í sátt“ við samfélagið og umhverfið hafi ekki verið fylgt eftir með eflingu stjórnsýslu og eftirlits. Þá hafi hvorki skapast aukin sátt um greinina né hafi eldissvæðum eða heimildum til að nýta þann fisk sem talið sé óhætt að ala á tilteknum svæðum verið úthlutað með útboði, bendir Ríkisendurskoðun á. Reyndar séu hvorki hags- munaaðilar, ráðuneyti né stofnanir sátt við stöðu mála. Það er sem sagt allt í tómu rugli. Kemur það naumast nokkrum manni á óvart. Og lýsingar Ríkisendurskoðunar verða svartari. „Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus upp- bygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda,“ heldur Ríkisendurskoðun áfram að draga upp hina dökku mynd. Verðmætri aðstöðu og réttindum hafi verið úthlutað til langs tíma án endurgjalds. „Dæmi eru um að uppbygg- ing sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir, helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja og við hvíta ljósgeira siglingavita,“ segir áfram. Fiskeldisfyrirtækin fyrir sitt leyti eru ekki ánægð með rekstrarumhverfið, ekki síst ferlið í kring um margvísleg leyfi sem þurfi að afla fyrir starfseminni. Það sé bæði flókið og tímafrekt og þurfi að verða einfaldara og skilvirkara. Lagabreytingar fyrir níu árum sem hafi átt að tryggja einmitt það hafi litlu breytt. Skipulagsstofnun segir hins vegar að fyrirtækin undirbúi umsóknir sínar ekki nógu vel. „Athygli vekur að formlegt samstarf ráðu- neyta umhverfis og matvæla er nánast ekkert þegar kemur að fiskeldi. Þannig hafa verið settar reglur um rekstrarleyfi sem skarast á við ákvæði um starfsleyfi og öfugt,“ kemur einn- ig fram í skýrslunni þar sem athugasemdirnar virðast enga enda ætla að taka. Ábyrgðin á þessu ástandi hvílir vitanlega á löggjafanum og stjórnsýslunni. Ríkisendur- skoðun hefur hringt dyrabjöllunni þar á bæ og nú er að sjá hvort einhver komi til dyra. n Án endurgjalds benediktboas@frettabladid.is Hrútskýringar ráðuneytis Dómsmálaráðuneytið ræður afar illa við gagnrýni. Á aðeins viku hefur ráðuneytið fengið á sig harða gagnrýni, annars vegar vegna skýrslu Rauða krossins um umborna dvöl flóttamanna og hins vegar skýrslu Amnesty International um gæsluvarðhald. Kallakallar hafa nú útskýrt fyrir skýrsluhöfundum hvernig hlut- irnir virka og komið með sínar ábendingar á vef Stjórnarráðsins. Þar eru hlutirnir útskýrðir svo allir skilji enda vita skýrsluhöf- undar yfirleitt ekki mikið í sinn haus. Svo virðist sem ráðuneytið falli í þann fúla pytt að hrút- skýra fyrir skýrsluhöfundum og gera lítið úr vandamálinu sem skýrsluhöfundar eru að benda á. Ekkert að Í skýrslu Rauða krossins er rætt um aðstæður fólks sem hefur verið á Íslandi í allt að fimm ár án nokkurra réttinda. Engin þjóð- erni eru nefnd en dómsmála- ráðuneytið segir skýrsluna fjalla um aðstæður hóps einstaklinga sem sé einkum frá Írak og Nígeríu. Allar útskýringar ráðu- neytisins bera keim af yfirlæti. Vandinn sé í raun varla til staðar. Er kemur að því að hrútskýra skýrslu Amnesty um gæsluvarð- hald er bent á að allar ábendingar séu teknar alvarlega. Ekkert er gert með athugasemdirnar en vegna umræðunnar segir ráðu- neytið að fjalla þurfi nánar um fáein atriði. Aðferð af blaðsíðu eitt í kennslubók hrútskýringa. n Með fjárlögum 2023 slær ríkisstjórnin enn eitt Íslands- metið í eyðslu. Þrátt fyrir batnandi tekjuhorfur ríkis- sjóðs var lagt af stað inn í 2023 með aukinn halla frá forsendum fjármálaáætlunar og enn hærri vaxtagjöld. Með öðrum orðum skilaði ríkisstjórn VG, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar enn og aftur fjárlögum sem auka ríkisútgjöld um tugi milljarða. Skýr merki um aðhald eru hróplega fjarverandi. Eins fær for- gangsröðum ríkisútgjaldanna falleinkunn. Það á jafnt við um forgangsröðun þeirra útgjalda sem ríkissjóður á fyrir og þeirra sem ríkisstjórnin tekur lán fyrir hjá skattgreiðendum framtíðarinnar. Íslensk heimili búa nefnilega við þann veruleika að á tímum fordæma- lausrar ríkisútgjaldaþenslu lengjast biðlistar eftir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu sem aldrei fyrr. Gríðarleg þörf er fyrir uppbyggingu í samgöngum og í menntakerfinu er kallað eftir fjárfestingu í langtíma- hugsun. Listinn er lengri og öllum er það augljóst að hér þarf að gera betur. Á sama tíma og spár um stöðu þjóðarbúsins hafa versnað. Á sama tíma og aðgengi atvinnulífsins að erlendu fjármagni hefur þrengst. Á sama tíma og vextir virðast enn á uppleið þrátt fyrir fyrirheit um annað. Á sama tíma og ríkissjóður borgar meira í vexti á ári en fer í að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu heim- ila í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Á sama tíma og blekið er varla þornað á fjárlögum ársins þá stígur ráðherra ríkisstjórnarinnar fram með leikþátt um frá- leita sölu eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar til að tryggja enn meiri peninga úr galtómum og hriplekum ríkiskassa. Hvaða frekari uppákomum megum við búast við á næstunni? Það er ekki traustvekjandi að fylgjast með ríkis- stjórninni haga sér eins og skelkaðir strútar í stað þess að sýna nauðsynlega fjárhagslega ábyrgð. Einn ráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, virðist hafa kippt höfðinu upp úr sandinum og ætlar að ná fram 650 milljóna hagræðingu á ári með sam ein ingu stofnana. Það verður örugglega erfið framkvæmd. Jafnvel sársaukafull. Það er hins vegar ekki endalaust hægt að senda reikning af ósjálfbærum rekstri ríkissjóðs á heimili landsins í nútíð og náinni framtíð af því að stjórnvöld treysta sér ekki í erfiðu verkin. n Af strútum í sandi Hanna Katrín Friðriksson formaður þing- flokks Viðreisnar 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 8. FeBRúAR 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.