Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 35
Ýmsir listamenn úr íslensku hinsegin senunni koma fram í verkinu Góða ferð inn í gömul sár. Á myndinni sjást Jakub Stachowiak og Mars Proppé. Mynd/Aðsend Leikhús Góða ferð inn í gömul sár Borgarleikhúsið Höfundur og leikstjóri: Eva Rún Snorradóttir Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Hljóðmynd: Jón Örn Eiríksson Lýsing: Hallur Ingi Pétursson Fram koma á nýja sviði: Mars Proppé, Skaði Þórðardóttir, Jakub Stachowiak, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, Ólafur Helgi Móberg (Starína), Gabríel Brim og Vilhjálmur Ingi Vilhjálms (Lady Zadude) Sigríður Jónsdóttir Árið er 1983. Fyrsta HIV-smitið greinist á Íslandi. Barátta hinsegin fólks á Íslandi er fyrir tilvist, ekki réttindum. Hommar eru hataðir, lesbíur eru hundsaðar og trans fólk ekki til, hvað þá kynsegin einstakl- ingar. Erum við tilbúin að takast á við sannleikann? Góða ferð inn í gömul sár eftir Evu Rún Snorra- dóttur var frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins síðasta föstudag þar sem hinseginleikinn réð ríkjum, í öllum sínum birtingarmyndum. Árið er 2003. Ég er eins og ég er, sungið af Hafsteini Þórólfssyni, er lag Hinsegin daga, poppaður gleði- söngur og nú goðsagnakennt ein- kennislag hinsegin samfélagsins í stórkostlegri þýðingu Veturliða Guðnasonar. En færri vita hvaðan lagið kemur. Meira að því síðar. Árið er 2023. Fjörutíu árum eftir að skelfilegur faraldur skók íslenska hinsegin samfélagið. Í leikskrá er Góða ferð inn í gömul sár lýst á eftirfarandi máta: „Upplifunarverk í tveimur hlutum um alnæmis- faraldurinn í Reykjavík á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.“ Áhorf- endur byrja upplifunina heima, í hljóðverki sem tíundar hryllinginn sem hommar, aðstandendur þeirra og heilbrigðisstarfsfólk, sem þorði að sinna þessum hópi, upplifðu. Sárin hafa ekki gróið, tíminn læknar ekki öll sár heldur umbreytir. Áhrifaríkar sögur Í hljóðverkinu segir aðstandandi frá tilraun sinni til að taka þátt í gleðigöngunni árum seinna en hún gat ekki komist lengra en á Skóla- vörðuholtið. Sorgin yfir því að bróðir hennar fékk aldrei tækifæri til að taka þátt í hinsegin samfélagi nútímans var henni ofviða, hann dó fyrir aldur fram, forsmánaður af samfélaginu. Þetta eru áhrifaríkar sögur, þræddar með texta úr blaða- greinum, viðtölum og bókum, þar má helst nefna To the Friend Who Did Not Save My Life eftir Hervé Guibert sem er nístandi frásögn ungs manns í auga stormsins sem að lokum féll fyrir eigin hendi, örmagna af veikindum. Félagsfólk frá HIV Ísland tekur við gestum í anddyri Borgarleikhússins, tenging milli leikhússins og heimilis sem tapast síðan um leið og stigið er inn á Nýja sviðið. Dragdrottn- ingarnar D-Anal, Lady Zadude og Jenny Purr bjóða fólk velkomið og halda utan um hópinn. Áhorfendur eru uppstrílaðir en bíða í töluverðan tíma eftir að ballið byrji sem hverf- ist aðallega um reynslusögur hin- segin fólks af öllu tagi, í gegnum söng og frásagnir. Smásögur af bað- húsum erlendis, kvár að uppgötva sjálft sig og hinsegin fólk í tilvistar- baráttu. Nýr staður og nýtt verk Nýja sviðið er algjörlega strípað, áhorfendur eru á nýjum stað og í nýju verki. Hinsegin list er mót- mæli. Í eðli sínu streitist þannig list á móti gagnkynhneigðu regluverki, brýtur reglurnar og setur jaðarinn á sviðsmiðjuna. Sögurnar eru hjart- næmar, fyndnar og persónulegar en virðast algjörlega aftengdar bar- áttusögunni, því sem á undan kom. Enginn einstaklingur talaði um hinsegin samfélag heldur sig í sam- félaginu. Eva Rún og Guðný Hrund nýta rýmið á forvitnilegan máta og auðvitað er það mikilvæg pólitísk ákvörðun að gefa hinsegin fólki pláss til að segja sína sögu, leika sér og dansa saman. En hvað svo? Árið er 1983. Söngleikurinn La Cage aux Folles, sem fjallar um parið Georges og Albin sem reka dragnæturklúbb, er sýndur á Broad- way. Í lok fyrsta þáttar stígur Albin fram í fullu dragi, fullur af heift og syngur I Am What I Am með karl- mannlegri raust og hendir að lokum af sér hárkollunni. Upphaflega var Ég er eins og ég er mótmælasöngur, krafa um að vera tekinn alvarlega og staðfesting á tilvist. Horfið á Gary Beach í ballkjól túlka lagið og finnið bræðina. Hinsegin gleði verður ekki til í tómarúmi heldur með skilningi og þekkingu á sögunni. Fátt um svör Erum við tilbúin að takast á við sannleikann? Eva Rún opnar á spurninguna en svörin eru fá. Góða ferð inn í gömul sár er tvær aðskild- ar sýningar. Annars vegar saga um samfélagsleg áföll fyrri kynslóða og hins vegar saga um einstaklings- bundið tráma og hinsegin gleði. Hugmyndafræðilegu tenginguna á milli kynslóða og verkanna vantar, hinsegin fólk verður að líta til baka til að blómstra sem samfélag, sam- félag sem er stærra og fallegra held- ur en samansafn einstaklinga. n Niðurstaða: Mikilvægt innlegg í hinsegin menningu Íslands en sýningin veldur samt vonbrigðum. Ég er eins og ég er, og meira Erum við tilbúin að takast á við sannleik- ann? Eva Rún opnar á spurninguna en svörin eru fá. tsh@frettabladid.is Sviðslistahópurinn Óður frum- sýnir gamanóperuna Don Pasquale í Þjóðleikhúskjallaranum næsta laugardag, 11. febrúar. Áslákur Ing- varsson barítónsöngvari fer með hlutverk Doktor Malatesta í óper- unni en hann er nýútskrifaður úr framhaldsnámi í óperusöng við Konunglegu Konservatoríuna í Ant- werpen. „Óperan er samin 1843 og er algjör klassík í óperubókmenntun- um eftir hinn fræga Gaetano Doni- zetti sem skrifaði meira en sjötíu óperur á sínum ferli. Þetta er ein af hans síðustu óperum og hans vin- sælasta gamanópera,“ segir Áslákur. Óður er sviðslistahópur sem að eigin sögn neitar að geyma óperur í glerkössum og vill heldur taka þær upp, hrista af þeim rykið og leika sér að þeim. „Þetta er ekki beinlínis farsi, af því hún er alveg dramatísk en hún er fyndin. Þetta er fólk með alvöru tilfinningar en aðstæðurnar verða einhvern veginn fyndnar,“ segir Áslákur. Don Pasquale fjallar um gamlan forríkan piparsvein sem vill stjórna tilhugalífi ungs frænda síns og hótar að gera hann arflausan ef hann gift- ir sig ekki eftir fyrirmælum hans. „Frændi Dons, sem er erfingi hans, er föðurlaus og honum lýst ekkert á það hvernig hann ætlar að haga sínum hjúskap. Hann er aldrei búinn að giftast þessi maður og allt í einu á gamals aldri langar hann að giftast og eignast börn og búa til nýjan arftaka og henda þessum frænda út af heimili sínu. Ég leik lækninn hans sem er einnig vinur frændans og við leggjum á ráðin um að setja á svið svona platbrúðkaup fyrir kallinn,“ segir Áslákur. Að sögn Ásláks er hálfgerð endur- vakning að eiga sér stað í óperu- senunni hér á landi. Lengi vel var Íslenska óperan eina stofnunin sem setti á svið óperur í atvinnu- mennsku en undanfarin ár hafa sprottið upp fjölmargir hópar sem sett hafa upp sjálfstæðar óperur. „Núna er einhvern veginn að koma fram á sjónarsviðið sjálf- stæð sena í óperunni og auðvitað er annar bragur á því heldur en hjá Íslensku óperunni af því þetta er oft í minna húsnæði og með færra fólki,“ segir hann. Áslákur bætir við að þótt sjálf- stæðar óperur á borð við Don Pas- quale séu kannski ekki jafn íburð- armiklar og óperur hjá Íslensku óperunni þá gefi þær áhorfendum tækifæri á annars konar og persónu- legri óperuupplifun. „Við erum á pínulitlu sviði í Þjóð- leikhúskjallaranum og þá allt í einu er tækifæri til að vera í miklu meiri nánd við áhorfendur sem þú færð ekki í hefðbundinni óperuupp- setningu. Svo er þetta ný íslensk þýðing sem er bara ótrúlega flott hjá Sólveigu Sigurðardóttur sem syngur með okkur. Þetta stuðlar allt og rímar en samt á nútímamáli, það er þá líka önnur nánd sem maður upp- lifir ekki venjulega þegar maður fer á óperusýningu, nema maður kunni tungumálið.“ n Dusta rykið af gömlum óperum Sigurður Helgi, Þórhallur Auður, Áslákur Ingvarsson, Ragnar Pétur og Sólveig Sigurðardóttir. Æsa Sigurjónsdóttir er dósent í listfræði við Háskóla Íslands og sýningarstjóri. FréttABLAðið/Anton Brink tsh@frettabladid.is Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í list- fræði við Háskóla Íslands, flytur fyr- irlesturinn „Hvítleikinn í íslenskri samtímalist“ klukkan 12.00 í dag, 8. febrúar, í fyrirlestrasal Þjóðminja- safns Íslands. Fyrirlesturinn er annar í röðinni í hádegisfyrirlestra- röð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2023 sem tileinkuð er afnýlenduvæðingu, fyrirlesturinn er einnig á dagskrá Jafnréttisdaga Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá Þjóðminjasafn- inu segir: „Hvítleikahugtakið hefur sjaldan verið notað í myndlistargagnrýni á Íslandi þrátt fyrir að fræðimenn hafi um nokkurt skeið beitt því til að afhjúpa kynþáttahyggju og karl- lægar staðalímyndir tungumáls og íslenskrar menningar.“ Í erindi sínu mun Æsa skoða verk listamannanna Bryndísar Björnsdóttur, Steinunnar Gunn- laugsdóttur, Ólafar Nordal, Magn- úsar Sigurðarsonar og Ragnars Kjartanssonar og ræða þau út frá sjónarhorni hvítleikans í íslenskri samtímalist. „Athugað verður hvernig þau kanna menningarsöguna og varpa ljósi á tengsl hvítleikans við sjálfs- myndarsköpun og auðkenningu íslenskrar menningar í fjölþættu samhengi ímynda og landkynn- ingar. Höfundur mun greina tákn hvítleikans í listum og sjónmenn- ingu í ljósi þjóðernishyggju og kyn- þáttafordóma og skoða hvernig listamennirnir taka í sundur þjóð- ernistáknin og kanna hvítleika hins þjóðlega myndmáls.“ Æsa Sigurjónsdóttir er dósent í listfræði við Háskóla Íslands og sýningarstjóri. Hún hefur um ára- bil rannsakað íslenska samtímalist, myndlistarsögu, og stýrt listsýn- ingum á Íslandi sem og erlendis. n Fyrirlestur um hvítleika í samtímalist FrÉttablaðið menning 198. Febrúar 2023 miÐViKUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.