Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 16
www.detailsetrid.is Allt í bílaþrifin á einum stað Allar helstu vörur frá vörumerkinu GYEON Upplýsingar og ráðgjöf veitir Andri í síma 787-7888 eða andri@detailsetrid.is njall@frettabladid.is Elsta mótorhjól sem til er í heimin- um í dag er 1894 árgerð af vel varð- veittu Hildebrand & Wolfmuller mótorhjóli. Það var á dögunum selt á uppboði hjá Bonhams í Bretlandi og fór þar fyrir 30 milljónir króna. Hildebrand & Wolf- muller mótorhjólið er fyrsta farartækið sem kallað var mótorhjól og er athyglisvert að mörgu leyti. Það er með 1.488 rsm V2- vél sem er vatns- kæld og er aftur- brettið í raun og veru tankur fyrir vatnið. Stimplar vélarinnar voru beintengdir við afturhjólið, sem er með heilli felgu sem virkaði eins og sving- hjól. Gúmmíteygjur sáu um að hjálpa stimplunum að koma til baka. Hjólið kemur á loftfylltum dekkjum, þeim fyrstu frá Dunlop sem voru fyrir mótorhjól. Hjólið gat náð um 50 km hraða og til að stöðva það voru nokkrar skeiðar sem lögðust upp að dekkinu þegar tekið er í bremsu- handfangið. Hjólið hefur verið í eigu sama aðila frá 1990 en það var spænskur safnari að nafni Carlos Garriga. Ekki fylgir fréttinni hver það var sem keypti hjólið. n Elsta mótorhjól heims selt á uppboði Munro-rafjepp- inn er kassalaga eins og bæði Bollinger og gamli Defender- jeppinn. Kassalaga útlit hefur hingað til ekki þótt eftirsóknarvert nema í gamaldags jeppum en núna er staðan sú að tveir framleiðendur rafdrifinna jeppa vilja keppa um að bjóða slíkt útlit. njall@frettabladid.is Stutt er síðan við sögðum frá því að Munro-rafjeppinn frá Skotlandi fór á markað en Bollinger Motors hefur nú höfðað mál á hendur merkinu fyrir að Munro-jeppinn líkist of mikið B1-jeppanum þeirra. Málið á sér smá forsögu þar sem yfirhönnuður Munro, Ross Comp- ton, var hönnuður yfirbyggingar hjá Bollinger Motors frá 2015–2017. Hann fór svo til Atlis Motor Vehicles áður en hann hóf störf fyrir Munro Vehicles árið 2021. Munro Vehicles hefur einnig lýst því yfir að sala á Munro-jeppanum muni hefjast í Norður-Ameríku seinna á þessu ári, og einmitt þess vegna ákvað Bollinger Motors að höfða mál. Er málið höfðað fyrir dómstól- um í New York-fylki og segir Boll- inger í kærunni að málshöfðunin sé vegna „vel auglýstra hönnun- aratriða, eins og mikillar notkunar flatra flata, opinna handfanga og hönnunar hjólaskála“, svo dæmi sé tekið. Að sögn forstjóra Munro Vehicles, Russell Peterson, tekur framleiðandinn kæruna alvar- lega og mun grípa til varna fyrir hönnun bíla sinna. Hvort Land Rover skoði nú að höfða mál gegn þessum aðilum báðum á þó eftir að koma í ljós. n Bollinger og Munro í hár saman Yfirhönnuður Munro var áður hönnuður yfirbygginga hjá Bollinger Motors frá 2015-2017. Hildebrand & Wolfmuller mótor- hjólið var með stærstu vél sem nokkurt mótorhjól hafði haft, langt fram á síðustu öld. Bollinger-rafjeppinn kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. mynd/BOLLInGER njall@frettabladid.is Hinn eini og sanni Bugatti Chiron Profilée var nýlega sleginn fyrir 1,53 milljarða íslenskra króna á uppboði RM Sotheby’s í París. Það er hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir nýjan bíl seldan á uppboði. Venjulegur Bugatti Chiron er engin bónusvara en hann er samt meira en þrisvar sinnum ódýrari en þessi bíll sem aðeins var smíðaður í þessu eina eintaki. Um leið er þessi bíll sá síðasti sem Bugatti framleiðir með W16-vélinni. Til stóð að framleiða 30 eintök af bílnum með tak- markaða framleiðslu í huga en hætt var við þau áform. Um sneggsta Bugatti Chiron er að ræða í þessum bíl og lét Bugatti meðal annars breyta loftflæði hans, stýrisbúnaði og fjöðrunarkerfi. Einnig er styttra á milli gíra sem gefur honum meiri hröðun en áður. Ekki var gefið upp hver keypti bílinn annað en að hann hefði farið til bílasafnara. n Bugatti Chiron fer fyrir metupphæð Bugatti Chiron Profilée var aðeins fram- leiddur í þessu eina eintaki en til stóð að fram- leiða 30 stykki. mynd/BuGattI njall@frettabladid.is Ford í Bandaríkjunum hefur til- kynnt að framleiðsla á Mustang Mach-E verði aukin ásamt því að lækka verðið á bílnum. Verðið á dýrustu útgáfu hans, GT Extended Range, lækkaði mest eða um 5.900 dollara, en grunnútgáfan lækkaði aðeins um 900 dollara. Verðlækkunin er til að bregðast við lækkunum á Tesla Model Y en Mustang Mach-E var einmitt settur á markað til höfuðs honum. Ford hafði reyndar hækkað verð á Mustang Mach-E síðastliðið sumar og boðið hann með meiri búnaði. Þrátt fyrir þessar lækk- anir hefur verðið ekki lækkað niður fyrir það sem verðið var fyrir hækkanir. Ford hefur ekki gefið það út að lækkunin muni ná til Evrópu líka eins og í tilfelli Tesla. Tesla hefur aftur á móti hækkað aftur verð á Model Y um 1.000 doll- ara eftir að stjórnvöld í Bandaríkj- unum hækkuðu þá upphæð sem rafbílar mega kosta til að kaup- endur fái skattafrádrátt. Ef bíllinn er jepplingur má hann kosta allt að 80.000 dollara til að hann fái skattafrádrátt, en þakið fyrir fólks- bíla er 55.000 dollarar. Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem verð á Model Y hefur hækkað en bíllinn er nú 15–17% ódýrari en hann var fyrir lækkun. n Ford Mustang lækkar en Tesla Model Y hækkar Þrátt fyrir mikla lækkun á Tesla Model Y fara aðrir framleiðendur sér hægt með lækkanir á sínum bílum. mynd/FORd 2 BÍ L A BL A ÐI Ð 8. febrúar 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.