Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 36
Þetta átti nú bara að vera léttur húmor inn í þessa pólitík. Willum Þór um Vini 2021 Þingflokkur Framsóknar- flokksins heggur enn og aftur í sama dægurmenn- ingarknérunn í aðdraganda kjördæmaviku og teflir nú fram bláleitum holdgerv- ingum þingliðsins með vísan í stórmyndina Avatar: The Way of Water. toti@frettabladid.is Þingflokkur Framsóknar er kom- inn í kunnuglegar stellingar fyrir komandi kjördæmaviku og spilar enn og aftur á kunnugleg stef úr af þreyingarmenningunni til þess að minna á opna fundi sína með kjósendum víða um land. Grænum er að vísu nokkuð brugðið að þessu sinni því nú er vakin athygli á fundaferðinni með viðkomu á plánetunni Pandóru í stórmyndinni Avatar: The Way of Water þar sem allt er vænt sem vel er blátt. Þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem Framsóknarflokkurinn dubbar sitt fólk upp sem persónur úr þekkt- um kvikmyndum og sjónvarpsþátt- um en þingflokkurinn reið á vaðið fyrir þremur árum þegar honum var smalað saman í Volkswagen- rúgbrauðið úr Little Miss Sunshine undir slagorðinu „Áfram veginn“. Djarfir leikir Þetta vakti athygli og tilganginum var því náð þótt útspilið þætti nokk- uð djarft og ef til vill til dæmis um að Framsókn pældi ekkert of djúpt í hughrifunum sem kvikmyndin vekur. Framsókn finnur fölbláa Pandóru í kjördæmavikunni Vinirnir í þáttunum voru bara sex en í Framsókn 2021 voru þau átta með Líneik Önnu og varaþingmanninn Þórarin Inga hvort á sínum kantinum. Mynd/FraMsókn.is Samkvæmt bíómyndinni bregður Ás- mundi Einari Daðasyni hér fyrir sem sérfræðingi í Proust á meðan Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunn- arsdóttir reka lestina. Mynd/ FraMsókn.is Avatar-blám- inn er undarlegt val með tilliti til alls þess græna sem tengja má við. Hulk er þó sennilega full geðstirður fyrir Sigurð Inga en Shrek er alvöru Fram- sóknarmaður, forn tröll- kall, vel meinandi en klaufskur. Eftir akstur á sólskinsrúgbrauði og vinakaffi á Central Perk í fyrri kjördæmavikum er þingflokkur Framsóknar kominn undir yfirborð sjávar á plánetunni Pandóru þar sem fólk verður blágrænir holdgervingar sjálfra sín. Mynd/FraMsokn.is Little Miss Sunshine fjallar nefni- lega um ferðalag mölbrotinnar stórfjölskyldu í hyldjúpri tilvistar- kreppu yfir Bandaríkin þver og endilöng í leit að merkingu og til- gangi. Ári síðar uppskar þingflokkurinn mikla athygli þegar hann þjappaði sér saman í stellingum vinanna Monicu, Chandlers, Rachearl, Joeys, Ross og Phoebe úr Friends-þátt- unum. Aftur þótti Framsókn taka ákveðna áhættu í auglýsingagríninu þar sem Vinirnir þykja ekki hafa elst neitt sérlega vel og í umræðum um auglýsinguna á Facebook var hún talin til marks um að Framsóknar- f lokkurinn væri nokkrum ára- tugum á eftir. Skökku þótti skjóta við þegar talað væri um framfarir en telja Friends-brandara enn viðeigandi og í því sambandi var bent á að hommabrandarar og gömul kynja- pólitík segi sitt um hversu gamal- dags þættirnir eru. Þessi með Willum … „Þetta átti nú bara að vera léttur húmor inn í þessa pólitík. Ég held líka að þekking okkar, hvers og eins, sé svona mismikil á þessum ágætu þáttum en ég var ekki einu sinni búinn að leiða hugann að því hver ég gæti verið,“ sagði Willum Þór Þórsson þegar Fréttablaðið r æ d d i a u g - lýsinguna við hann nokkrum mánuðum áður en hann varð heil- brigðisráðherra. „Ég átta mig ekki alveg á því. Það verður að viðurkennast,“ sagði Willum þegar forvitnast var um hvaða vin hann tengdi sig við; Joey, Ross eða Chandler, og bætti við að þau í þingflokknum hafi eitthvað kastað á milli sín í gríni hver ætti að vera þessi vinurinn eða hinn. Kjördæmav ika Framsók nar hefst á Hilton hótelinu í Reykjavík á þriðjudaginn, degi ástarinnar þann 14. febrúar, þaðan sem leið liggur um landið með það yfirlýsta og mikilvæga markmið að „nálgast og hlusta á raddir kjósenda, ekki aðeins á fjögurra ára fresti, heldur með reglubundnum hætti.“ Bláir holdgervingar Avatar-tengingin að þessu sinni er óneitanlega mun öruggari en þær fyrri en býður samt upp á vangavelt- ur um hvort þingfólkið mæti sjálft til leiks eða sendi „avatara“ sína sem geta samkvæmt orðabókarskil- greiningunni verið „holdgervingur“, „leikjaþjónn“, eða „sjálfsform.“ Þá þarf engan séstakan póli- tískan illvilja til þess að draga eina ferðina enn dægurmenningar- læsi gamla bændaf lokksins í efa þar sem Pandóru-fólkið í Avatar er blátt á hörund og þannig nær Sjálfstæðisflokknum á pólitíska lit- rófinu en hinum iðjagræna Fram- sóknarflokki. Þar fyrir utan gerist Avatar: The Way of Water neðansjávar á Pan- dóru sem gagnast ef til vill f lokkn- um helst í því að verurnar þar eru fölblárri en á yfirborðinu. Gæti meira að segja sloppið að segja þær grænbláar en litablöndunin segir hins vegar ekkert til um það hvort hinn gamalgróni landbúnaðar- og lambakjötsflokkur Guðna Ágústs- sonar ætli sér að færa áherslur sínar frá láði að legi. n 20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 8. FeBRúAR 2023 MiðViKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.