Fréttablaðið - 08.02.2023, Side 18
Fimmta kynslóð Huynda Santa Fe verður áfram með brunahreyflum og líka
sem tengiltvinnbíll. MYND/AUTO EXPRESS
njall@frettabladid.is
Tímaritið Auto Express birti á
dögunum fyrstu njósnamyndir
sem náðst hafa af nýjum Hyundai
Santa Fe. Eins og sjá má á mynd-
unum er talsverðra breytinga að
vænta með næstu kynslóð.
Þrátt fyrir mikinn dulbúnað
sést vel að nýi bíllinn verður með
hvassari línur og hann er lengri
fyrir aftan afturhjól til að rýma
fyrir þriðju sætaröðinni. Þegar
Santa Fe fékk andlitslyftingu
árið 2021 fékk bíllinn annars
nýjan N3-undirvagn sem stækk-
aði bílinn talsvert. Einnig leyfði
undirvagninn að hann gat komið
í tvinnútgáfum og tengiltvinnút-
færslu. Búast má við að fimmta
kynslóðin noti sama N3-undir-
vagn svo að ekki má búast við
rafdrifinni útgáfu af bílnum, enda
mun Hyundai Ioniq 7 sjá um að
gegna því hlutverki. Líklegt má
teljast að bíllinn fái mikið til
sama tæknibúnað og nýr Ioniq 6.
Bíllinn verður líklega frumsýndur
seinna á þessu ári og fara í sölu
árið 2024. n
Fyrstu njósnamyndir af Hyundai Santa Fe
Xpeng G9 er með næstum því þriggja metra hjólhafi.
XPeng ætlar sér stóra hluti
í Evrópu eftir nokkur ár og
fyrsta skrefið er að koma
með G9-bílinn á markað.
njall@frettabladid.is
Kínverski framleiðandinn Xpeng
hefur sett G9-raf bílinn á markað
í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og
Hollandi. Hann kemur á sama
Edward-undirvagni Xpeng og
P7-fólksbíllinn en sá undirvagn er
fyrir stærri gerðir raf bíla. Bíllinn
er 4.800 mm að lengd svo að hann
er aðeins stærri en Kia EV6 eða
Hyundai Ioniq 5 til að mynda.
Hjólhafið er líka 2.998 mm svo að
plássið ætti að vera allgott fyrir
farþegana.
Xpeng G9 mun koma í þremur
útgáfum, en sú ódýrasta verður
með einum mótor fyrir aftur-
drifið og með LFP-rafhlöðu sem
er 78,2 kWst. Það mun duga fyrir
460 km drægi samkvæmt WLTP-
staðlinum. Mótorinn skilar 308
hestöflum og er upptak hans
í hundraðið 6,4 sekúndur, en
hleðsluhraðinn er 260 kW. Einnig
koma tvær útgáfur bílsins með
stærri NCM-rafhlöðu sem er 98
kWst. Afturhjóladrifin útgáfa hans
verður með sama mótor en 570 km
drægi og 300 kW hleðsluhraða.
Fjórhjóladrifin útgáfa hans verður
samtals 543 hestöfl og með 717
Nm togi. Sá bíll verður aðeins 3,9
sekúndur í hundraðið og með 540
km drægi.
Bílnum er ætlað að taka kaup-
endur frá lúxusmerkjum eins og
Mercedes-Benz og BMW. Fyrir
framan ökumann er 10,25 tommu
upplýsingaskjár en til hliðar eru
tveir 15 tommu margmiðlunar-
skjáir. Skjárinn lengst til hægri
verður ekki sýnilegur ökumanni.
Verðið á bílnum í Skandinavíu
byrjar í 8,9 milljónum króna en
dýrasta útgáfan verður kringum
11 milljónir króna.
Meðal staðalbúnaðar verður
sólþak, varmadæla, loftkæld
framsæti, upphituð aftursæti og
stýri. Xpeng hefur sett markið á
sölu í f leiri löndum í Evrópu en
spurningin er hvenær hann verði
þá fáanlegur á Íslandi. n
Xpeng G9 fer á markað í
Skandinavíu og Hollandi
Engin hurðar-
handföng eru
sjáanleg en
það vottar fyrir
hnappi neðst á
hurðarbitum.
MYND/ZEEKR
njall@frettabladid.is
Kínverski raf bílaframleiðandinn
Zeekr hefur frumsýnt nýjustu
afurð sína, Zeekr X, sem er nokk-
urs konar borgarjepplingur. Bíll-
inn verður formlega frumsýndur
á Bílasýningunni í Sjanghaí í apríl.
Zeekr er í eigu Geely sem einnig á
Volvo og er nýi bíllinn byggður á
sama SEA-undirvagni og væntan-
legur EX30 og Smart #1.
Að sögn Zeekr er bíllinn aðeins
fjórar sekúndur í hundraðið svo að
líklegt má teljast að hann sé með
sömu Brabus-útfærslu og fjórhjóla-
drifinn Smart #1.
Zeekr X er 4.450 mm að lengd
svo að hann er örlítið stærri en Kia
e-Niro, en hjólhafið er 2.750 mm.
Ekki eru nein hurðarhandföng
sjáanleg á myndum af bílnum en í
hurðarbitum vottar fyrir tökkum.
Gluggalínan er sérstök með upp-
hækkun frá miðri afturhurð sem
gefur bílnum auðþekkjanlegan
hliðarsvip.
Þó að Aeekr hafi ekki gefið
það formlega út að bílar fram-
leiðandans verði seldir í Evrópu
hafa innanhússgögn frá Zeekr
sem lekið var á netið bent til þess
að merkið ætli að hasla sér völl í
Evrópu frá og með 2025. Búast má
við að Zeekr X henti vel á þeim
markaði. n
Zeekr X setur stefnuna á Evrópumarkað
Tveir 15 tommu margmiðlunarskjáir eru hægra megin við ökumanninn.
Fjórhjóladrifin
útgáfa G9 verður
samtals 543 hestöfl og
með 717 Nm togi og er sá
bíll aðeins 3,9 sekúndur í
hundraðið.
Santa Fe fær hvass-
ari línur en áður og
hann er líka lengri fyrir
aftan afturhjól. Hann
mun þó koma á sama
N3-undirvagninum með
brunahreyflum og
tengiltvinnútgáfu.
Myndin með frétt Suzuki sýnir
skuggamynd af Jinmy með díóðu-
ljósum. MYND/SUZUKI
njall@frettabladid.is
Þeir sem hafa grátið það að Suzuki
Jimny er aðeins fáanlegur sem
tveggja manna bensínbíll á Íslandi
geta nú tekið gleði sína á ný.
Samkvæmt áætlunum
Suzuki yfir rafbíla
sem merkið ætlar
að koma með
á markað
fyrir 2030 er
rafdrifinn
Jimny þar
á meðal.
Suzuki birti
mynd af
bílnum
ásamt
fjórum
öðrum rafbílum
sem væntanlegir
eru frá merkinu á
næstu árum.
Skuggamyndin af bílnum sýnir
útlínur hefðbundins, þriggja dyra
Jimny en ljósin eru ný af nálinni
og einnig virðist grillið vera með
díóðulýsingu. Að sögn Suzuki er
einn af þessum bílum tvinnbíll
en hinir 100% rafbílar. Ekki er
vitað hvort þessi Jimny sé rafbíll
eða tvinnbíll en Suzuki Vitara er
meðal annars boðinn sem tvinn-
bíll með 1,5
lítra bensínvél.
Einnig er ljóst,
með stiga-
grindinni
sem nú er
í bílnum
og því litla
hjólhafi
sem hann er
með, að raf-
hlaðan yrði
ekki mjög
stór ef um 100%
rafbíl er að ræða.
Fyrsti rafbíllinn
sem kemur frá
Suzuki mun
koma á markað á næsta ári en það
er ekki Jimny. Gaman verður þó
að fylgjast með frekari fréttum af
þessum bíl á næstunni. n
Suzuki með rafdrifinn Jimny í pípunum
4 BÍ L A BL A ÐI Ð 8. febrúar 2023 MIÐVIKUDAGUR