Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2023næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 21
Í farangursrýminu er hátt til lofts og vítt til veggja og hlerinn opnast til hægri. Góð vinnsla er í 2,7 lítra V6-vélinni hvar sem er á snúningssviðinu. G.O.A.T.-kerfið er stillanlegt með snúnings- takka en einnig má velja fjór- hjóladrif eða lágt drif hand- virkt. Pláss í aftursætum er vel viðunandi með framsæti í öftustu stöðu en hjól- skálar flækjast aðeins fyrir innstigi. og átti bíllinn auðvelt með að krafla sig í gegnum hann. Öku- maður þarf þó aðeins að hafa fyrir hlutunum enda bíllinn öflugur og eins gott að passa sig þegar hestöflin 330 fá allt í einu grip. Betra er að láta gott tog vélarinnar malla gegnum torfærurnar enda fær bíllinn nóg afl jafnvel við 1.500–2.000 snúninga. Venjulega eru alvöru jeppar frekar þungir í öllum almennum akstri en það er ekki reyndin með Bronco. Þar sem hann kemur á sjálfstæðri fjöðrun að framan er hann léttari í stýri og nokkuð nákvæmur þótt hann sé auðvitað ekki eins og sportbíll í akstri. Ef hægt er að kvarta yfir einhverju í akstri hans er það helst vindhljóð frá rúðum en enginn kantur er á efri hluta þeirra. Einnig er eyðslan umtalsverð og í reynsluakstrinum fór hún aldrei undir 20 lítra enda aðstæður ekki upp á það besta. Ekki er hægt að skrifa um nýjan Ford Bronco án þess að ræða aðeins verðið. Hérlendis er aðeins hægt að fá WildTak- og Raptor-útgáfurnar eins og er, og grunnverð ódýrari WildTrak-útgáfunnar byrjar í 21.360.000 krónum sem er vel í lagt. Erkióvinur Bronco er að sjálf- sögðu Jeep Wrangler sem er aðeins boðinn hérlendis í 4xe-tengil- tvinn út gáf unni en sá bíll kostar frá 13.800.000 krónum óbreyttur. Sá bíll er reyndar gefinn upp fyrir 374 hestöfl en satt best að segja finnur maður mun meira fyrir hestöfl- unum í Ford Bronco. Ódýrasti fimm dyra Defender-jeppinn kostar frá 15.190.000 krónum í 300 hestafla tengil tvinn útgáfu og er það nokkuð vel búinn bíll. Samanburður við þessa bíla verður þó nokkuð ójafn þegar haft er í huga að CO2-gildi Ford Bronco er 331 gramm á hverja 100 kílómetra svo að hann er í mjög háum tollflokki. Ef kaupendur eru til í að sætta sig við verðið er óhætt að lofa skemmtun fyrir allan peninginn. n Sjálfstæð fjöðrun að framan gerir mikið fyrir aksturs- eiginleika Bronco-jeppans. BÍLABLAÐIÐ 7MIÐVIKUDAGUR 8. febrúar 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (08.02.2023)
https://timarit.is/issue/428229

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (08.02.2023)

Aðgerðir: